Að vinna tapað tafl Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 17. janúar 2017 07:00 Ekkert hefur reynst mér eins erfitt á ævinni og það að vera unglingur. Man ég eftir löngum tímabilum á því æviskeiði þar sem ég vaknaði með kvíðahnút í maganum sem herptist meðan allt snerist í höndunum á mér. Draumar sem ég hafði alið í barnslegu brjóstinu hurfu í einu vetfangi og skildu mig eftir í tómi. Ástæðurnar til að vakna á morgnana voru teljandi á þumalfingri annarrar handar. Ólund mín var slík að ég var aðeins einstaka manni aðgengilegur. Einhver skyldi halda að slík tímabil séu æði ómerkileg. Raunin er hins vegar sú að líklegast eru færri mikilvægari. Á þessum tímum er það einmitt tilhneigingunni næst að bregðast við með háskalegum hætti. Segja heiminum stríð á hendur og vera síðan endalaust að særast og deyja á vígvelli veraldar sem skilur ekki snillinga eins og mig. Þetta eru jafn sjálfsögð viðbrögð og að klóra sér þegar mann klæjar. Þægilegt í smá stund en óþolandi til lengdar. Það að mæta ósigrum með auðmýkt og viðurkenna að líklegast hafi ég sjálfur skapað þetta óréttlæti heimsins, sem leikur mig svo grátt, er jafn erfitt og að hífa sig upp á bringuhárunum. Afraksturinn er hins vegar ríkulegri en flest annað. Eflaust gengur enginn á slíkum rósavegi að hann þekki ekki svona aðstæður. Þær verða á vegi allra, ekki aðeins unglinga. Ég hef undanfarin ár unnið með ungmennum í skólum víða um Andalúsíu en hvergi verð ég var við að þeim sé veitt veganesti fyrir áskorun sem þessa. Það er undarlegt. Því maður getur átt góða ævi þó að maður fari á mis við kvíslgreiningu og sögufræga kónga. En getur maður lifað lífinu til fulls, ef maður lærir aldrei að snúa töpuðu tafli sér í vil? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ekkert hefur reynst mér eins erfitt á ævinni og það að vera unglingur. Man ég eftir löngum tímabilum á því æviskeiði þar sem ég vaknaði með kvíðahnút í maganum sem herptist meðan allt snerist í höndunum á mér. Draumar sem ég hafði alið í barnslegu brjóstinu hurfu í einu vetfangi og skildu mig eftir í tómi. Ástæðurnar til að vakna á morgnana voru teljandi á þumalfingri annarrar handar. Ólund mín var slík að ég var aðeins einstaka manni aðgengilegur. Einhver skyldi halda að slík tímabil séu æði ómerkileg. Raunin er hins vegar sú að líklegast eru færri mikilvægari. Á þessum tímum er það einmitt tilhneigingunni næst að bregðast við með háskalegum hætti. Segja heiminum stríð á hendur og vera síðan endalaust að særast og deyja á vígvelli veraldar sem skilur ekki snillinga eins og mig. Þetta eru jafn sjálfsögð viðbrögð og að klóra sér þegar mann klæjar. Þægilegt í smá stund en óþolandi til lengdar. Það að mæta ósigrum með auðmýkt og viðurkenna að líklegast hafi ég sjálfur skapað þetta óréttlæti heimsins, sem leikur mig svo grátt, er jafn erfitt og að hífa sig upp á bringuhárunum. Afraksturinn er hins vegar ríkulegri en flest annað. Eflaust gengur enginn á slíkum rósavegi að hann þekki ekki svona aðstæður. Þær verða á vegi allra, ekki aðeins unglinga. Ég hef undanfarin ár unnið með ungmennum í skólum víða um Andalúsíu en hvergi verð ég var við að þeim sé veitt veganesti fyrir áskorun sem þessa. Það er undarlegt. Því maður getur átt góða ævi þó að maður fari á mis við kvíslgreiningu og sögufræga kónga. En getur maður lifað lífinu til fulls, ef maður lærir aldrei að snúa töpuðu tafli sér í vil? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun