May um Brexit: Bretar verði ekki aðilar að innri markaðnum atli ísleifsson skrifar 17. janúar 2017 12:52 Ræðu Theresu May var beðið með mikilli eftirvæntingu. Vísir/AFP Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að Bretar geti ómögulega verið áfram aðilar að innri markaði Evrópusambandsins eftir útgöngu ríkisins. Slíkt myndi þýða að ríkið væri í raun ekki að ganga úr sambandinu. May hélt í morgun ræðu þar sem hún útlistaði hvernig bresk stjórnvöld hugðust nálgast Brexit, en ræðunnar var beðið með mikilli eftirvæntingu. May sagði að hún myndi þó þrýsta á að Bretar fái sem greiðastan aðgang að innri markaðnum eftir útgöngu. Þá sagði hún að breska þingið muni fá að eiga lokaorðið um hvernig sambandi Bretlands og Evrópusambandsins verði háttað. Í ræðunni sagði May að „miklar fjárveitingar“ Breta til Evrópusambandsins muni nú ljúka. Í frétt BBC kemur fram að May hafi útlistað markmið breskra stjórnvalda þegar kæmi að viðræðunum við ESB í tólf liðum. Á meðal þeirra atriða sem May nefndi voru:Neðri deild breska þingsins greiði atkvæði um lokasamning ESB og Bretlands, áður en hann tekur gildiUnnið verður að því að viðhalda „sameiginlegu ferðasvæði“ milli Bretlands og ÍrlandsBreska stjórnin mun vinna að því að ná sem víðtækustum fríverslunarsamningiMay sagðist vilja að gerður verði tollasamningur við ESBRíkisborgarar aðildarríkja ESB verði áfram velkomnir í Bretlandi „Nú verðum við að stíga skref til baka og spyrja okkur hvers konar land við viljum vera. Ég vil að Bretland muni aftur stíga fram öflugra en áður, öruggara og sameinað. Ég vil að þetta verði raunverulega alþjóðlegt Bretland,“ sagði May."The government will put the final deal agreed between the UK and the EU to a vote in both houses of parliament before it comes into force" pic.twitter.com/KOjtrO40wV— DailySunday Politics (@daily_politics) January 17, 2017 "The days of Britain making vast contributions to the European Union every year will end" @theresa_may #brexit pic.twitter.com/CSP3nBc0aB— DailySunday Politics (@daily_politics) January 17, 2017 "No deal for Britain is better than a bad deal for Britain" says @theresa_may as she warns against "punitive deal" that punishes Britain pic.twitter.com/lvmLAPdj20— DailySunday Politics (@daily_politics) January 17, 2017 Brexit Tengdar fréttir May stefnir á „hart Brexit“ Forsætisráðherra Bretlands mun flytja ræðu um Brexit-ferlið síðar í dag og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. 17. janúar 2017 08:09 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að Bretar geti ómögulega verið áfram aðilar að innri markaði Evrópusambandsins eftir útgöngu ríkisins. Slíkt myndi þýða að ríkið væri í raun ekki að ganga úr sambandinu. May hélt í morgun ræðu þar sem hún útlistaði hvernig bresk stjórnvöld hugðust nálgast Brexit, en ræðunnar var beðið með mikilli eftirvæntingu. May sagði að hún myndi þó þrýsta á að Bretar fái sem greiðastan aðgang að innri markaðnum eftir útgöngu. Þá sagði hún að breska þingið muni fá að eiga lokaorðið um hvernig sambandi Bretlands og Evrópusambandsins verði háttað. Í ræðunni sagði May að „miklar fjárveitingar“ Breta til Evrópusambandsins muni nú ljúka. Í frétt BBC kemur fram að May hafi útlistað markmið breskra stjórnvalda þegar kæmi að viðræðunum við ESB í tólf liðum. Á meðal þeirra atriða sem May nefndi voru:Neðri deild breska þingsins greiði atkvæði um lokasamning ESB og Bretlands, áður en hann tekur gildiUnnið verður að því að viðhalda „sameiginlegu ferðasvæði“ milli Bretlands og ÍrlandsBreska stjórnin mun vinna að því að ná sem víðtækustum fríverslunarsamningiMay sagðist vilja að gerður verði tollasamningur við ESBRíkisborgarar aðildarríkja ESB verði áfram velkomnir í Bretlandi „Nú verðum við að stíga skref til baka og spyrja okkur hvers konar land við viljum vera. Ég vil að Bretland muni aftur stíga fram öflugra en áður, öruggara og sameinað. Ég vil að þetta verði raunverulega alþjóðlegt Bretland,“ sagði May."The government will put the final deal agreed between the UK and the EU to a vote in both houses of parliament before it comes into force" pic.twitter.com/KOjtrO40wV— DailySunday Politics (@daily_politics) January 17, 2017 "The days of Britain making vast contributions to the European Union every year will end" @theresa_may #brexit pic.twitter.com/CSP3nBc0aB— DailySunday Politics (@daily_politics) January 17, 2017 "No deal for Britain is better than a bad deal for Britain" says @theresa_may as she warns against "punitive deal" that punishes Britain pic.twitter.com/lvmLAPdj20— DailySunday Politics (@daily_politics) January 17, 2017
Brexit Tengdar fréttir May stefnir á „hart Brexit“ Forsætisráðherra Bretlands mun flytja ræðu um Brexit-ferlið síðar í dag og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. 17. janúar 2017 08:09 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
May stefnir á „hart Brexit“ Forsætisráðherra Bretlands mun flytja ræðu um Brexit-ferlið síðar í dag og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. 17. janúar 2017 08:09