Yfirheyrslum lokið: Hvarf Birnu rannsakað sem sakamál Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. janúar 2017 08:34 Frá aðgerðum lögreglu í Hafnarfjarðarhöfn um miðnætti í gærkvöldi þegar skipverjarnir voru leiddir í land. Vísir/Ernir Yfirheyrslum yfir grænlensku skipverjunum þremur sem handteknir voru í gær lauk um klukkan átta í morgun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir að rannsókninni miði áfram. Mbl.is greinir frá. Grímur segir jafnframt að hvarfið sé rannsakað sem sakamál, en hann hefur hingað til ekki viljað skilgreina málið sem slíkt opinberlega. „Ég held að það sé óhætt að segja það því ég hef verið að reyna að víkja mér undan því að svara því hvort þetta sé sakamál eða ekki. Það er það náttúrlega, það er verið að rannsaka hvort að hvarf Birnu [Brjánsdóttur] hafi borið að með saknæmum hætti,“ sagði Grímur í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun. Grænlenski togarinn Polar Nanoq lagðist að bryggju við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í gærkvöldi. Tuttugu manns eru í áhöfn skipsins og voru þrír þeirra handteknir í gær vegna gruns um að þeir búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu. Rannsókn um borð í Polar Nanoq lauk snemma í morgun, en tæknideild lögreglunnar var þar að störfum í alla nótt. Grímur sagði í samtali við Vísi í morgun að þar hefðu hinir sautján meðlimir áhafnarinnar verið yfirheyrðir sem vitni og jafnframt að leit hafi verið framkvæmd í skipinu. Reikna má með því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Til þess hefur lögregla sólarhring frá því þeir voru handteknir. Tveir voru handteknir í hádeginu í gær og sá þriðji á níunda tímanum í gærkvöldi. Lögregla hefur því annars vegar til hádegis í dag að fara fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur og fram á kvöld að óska eftir varðhaldi yfir hinum þriðja. Grímur segist ekki geta staðfest að fari verði fram á gæsluvarðhald yfir þremenningunum. „Ég get ekki staðfest það en það liggur fyrir að ef við ætlum að halda þeim lengur þá verðum við að fara fram á gæsluvarðhald,“ sagði Grímur í samtali við Vísi klukkan hálf sjö í morgun. Hér að neðan má sjá þegar mennirnir voru leiddir frá borði í nótt. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45 Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Leit haldið áfram á Strandarheiði í birtingu Stöðufundur verður klukkan níu þar sem ákvarðanir verða teknar um næstu skref. 19. janúar 2017 07:49 Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Yfirheyrslum yfir grænlensku skipverjunum þremur sem handteknir voru í gær lauk um klukkan átta í morgun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir að rannsókninni miði áfram. Mbl.is greinir frá. Grímur segir jafnframt að hvarfið sé rannsakað sem sakamál, en hann hefur hingað til ekki viljað skilgreina málið sem slíkt opinberlega. „Ég held að það sé óhætt að segja það því ég hef verið að reyna að víkja mér undan því að svara því hvort þetta sé sakamál eða ekki. Það er það náttúrlega, það er verið að rannsaka hvort að hvarf Birnu [Brjánsdóttur] hafi borið að með saknæmum hætti,“ sagði Grímur í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun. Grænlenski togarinn Polar Nanoq lagðist að bryggju við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í gærkvöldi. Tuttugu manns eru í áhöfn skipsins og voru þrír þeirra handteknir í gær vegna gruns um að þeir búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu. Rannsókn um borð í Polar Nanoq lauk snemma í morgun, en tæknideild lögreglunnar var þar að störfum í alla nótt. Grímur sagði í samtali við Vísi í morgun að þar hefðu hinir sautján meðlimir áhafnarinnar verið yfirheyrðir sem vitni og jafnframt að leit hafi verið framkvæmd í skipinu. Reikna má með því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Til þess hefur lögregla sólarhring frá því þeir voru handteknir. Tveir voru handteknir í hádeginu í gær og sá þriðji á níunda tímanum í gærkvöldi. Lögregla hefur því annars vegar til hádegis í dag að fara fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur og fram á kvöld að óska eftir varðhaldi yfir hinum þriðja. Grímur segist ekki geta staðfest að fari verði fram á gæsluvarðhald yfir þremenningunum. „Ég get ekki staðfest það en það liggur fyrir að ef við ætlum að halda þeim lengur þá verðum við að fara fram á gæsluvarðhald,“ sagði Grímur í samtali við Vísi klukkan hálf sjö í morgun. Hér að neðan má sjá þegar mennirnir voru leiddir frá borði í nótt.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45 Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Leit haldið áfram á Strandarheiði í birtingu Stöðufundur verður klukkan níu þar sem ákvarðanir verða teknar um næstu skref. 19. janúar 2017 07:49 Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45
Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39
Leit haldið áfram á Strandarheiði í birtingu Stöðufundur verður klukkan níu þar sem ákvarðanir verða teknar um næstu skref. 19. janúar 2017 07:49
Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00