Atlanta hafði betur gegn San Antonio í framlengingu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. janúar 2017 07:00 Atlanta Hawks lagði San Antonio Spurs, 114-112, í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Tim Hardaway Jr. jafnaði leikinn með þriggja stiga körfu þegar 3,3 sekúndur voru eftir til að koma honum í framlengingu. Hann skoraði svo níu stig í framlengingunni er Atlanta vann langþráðan sigur á Spurs. Paul Millsap fór á kostum fyrir heimamenn en hann skoraði 32 stig og tók þrettán fráköst. Hardaway kom inn af bekknum og skoraði 29 stig á 31 mínútu í þessum flotta sigri Atlanta sem er nú búið að vinna 18 leiki en tapa 16. CJ McCollum átti einnig stórleik fyrir Portland er liðið hafði betur á útivelli gegn Minnesota Timberwolves. Þessi mikla skytta skoraði 43 stig en han hitti úr þremur af sex skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna og átta af níu vítaskotum sínum. Annar maður sem byrjaði nýtt ár frábærlega var Kyle Lowry, leikstjórnandi Toronto Raptors sem vann öruggan sigur á Lakers, 123-114, í nótt. Lowry skoraði 41 stig auk þess sem hann gaf sjö stoðsendingar og tók níu fráköst. Hann hitti úr sex af sjö þriggja stiga skotum sínum og setti niður ellefu af þrettán vítaskotum.Staðan í deildinni.Úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 114-112 Miami Heat - Detroit Pistons 98-107 Indiana Pacers - Orlando Magic 117-104 Minnesota Timberwolves - Portland Trail Blazers 89-95 LA Lakers - Toronto Raptors 114-123 NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Atlanta Hawks lagði San Antonio Spurs, 114-112, í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Tim Hardaway Jr. jafnaði leikinn með þriggja stiga körfu þegar 3,3 sekúndur voru eftir til að koma honum í framlengingu. Hann skoraði svo níu stig í framlengingunni er Atlanta vann langþráðan sigur á Spurs. Paul Millsap fór á kostum fyrir heimamenn en hann skoraði 32 stig og tók þrettán fráköst. Hardaway kom inn af bekknum og skoraði 29 stig á 31 mínútu í þessum flotta sigri Atlanta sem er nú búið að vinna 18 leiki en tapa 16. CJ McCollum átti einnig stórleik fyrir Portland er liðið hafði betur á útivelli gegn Minnesota Timberwolves. Þessi mikla skytta skoraði 43 stig en han hitti úr þremur af sex skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna og átta af níu vítaskotum sínum. Annar maður sem byrjaði nýtt ár frábærlega var Kyle Lowry, leikstjórnandi Toronto Raptors sem vann öruggan sigur á Lakers, 123-114, í nótt. Lowry skoraði 41 stig auk þess sem hann gaf sjö stoðsendingar og tók níu fráköst. Hann hitti úr sex af sjö þriggja stiga skotum sínum og setti niður ellefu af þrettán vítaskotum.Staðan í deildinni.Úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 114-112 Miami Heat - Detroit Pistons 98-107 Indiana Pacers - Orlando Magic 117-104 Minnesota Timberwolves - Portland Trail Blazers 89-95 LA Lakers - Toronto Raptors 114-123
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira