Bjarni segir að vikan ætti að duga til að klára viðræður Heimir Már Pétursson skrifar 3. janúar 2017 20:22 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með þingflokki sínum í morgun. Hann sagðist fá gott veganesti frá þingflokknum inn í viðræðurnar við hina flokkana. Þingflokkurinn hafi farið bæði yfir veikleika og styrkleika í stjórnarsamstarfi þessara flokka með lágmarks meirihluta á Alþingi.Evrópumálin erfið á þessum fundi? „Nei, nei þau eru í sjálfu sér ekkert risamál í þessum viðræðum,“ sagði Bjarni að loknum þingflokksfundi. Forseti Íslands veitti Bjarna umboð til myndunar ríkisstjórnar á föstudag og er þetta þriðja tilraun þessarra flokka til að ná saman. En nú eru liðnar tæpar tíu vikur frá kosningum. Formenn stjórnarmyndunarflokkanna komu síðan saman til fundar í alþingishúsinu rétt fyrir klukkan tvö og voru þar meira og minna í allan dag. Bjarni er bjartsýnn á að vikan dugi til að klára viðræðurnar.Dugar þessi vika til að klára viðræðurnar? „Það er alveg líklegt. Það getur alveg gert það,“ segir Bjarni. Hann segist hins vegar vera eins og áhorfandi að þeim tíðindum að Vinstri græn og Framsóknarflokkur hefðu rætt saman um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Fyrri viðræður við þá flokka hefðu ekki leitt til niðurstöðu. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins telur þó kallað eftir ssamstarfi þessara flokka, sem myndu hafa 39 þingmenn. „Já, það sem er auðvitað niðurstaða þessarra kosninga er að það er verið að kalla eftir slíkri stjórn. Og mér finnst verulega á það reynandi hvort að það væri möguleiki,“ sagði Lilja í viðtali við Þorbjörn Þórðarson fréttamann Stöðvar 2 í dag. Bjarni segist ekki vita hvort eitthvað ætti að koma á óvart við þennan áhuga þessarra flokka á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn á þessari stundu. „Þetta hefur verið langt ferli og það hafa verið margar uppákomur á leiðinni. Margar tilraunir til að mynda ríkisstjórn og það kemur mér kannski ekki á óvart að viðhorfin breytist yfir tíma. En ég veit svo sem ekki um hvað er verið að ræða þarna,“ segir Bjarni.En þér finnst að þið ættuð að ná að klára þetta, þessir flokkar sem eru að ræða saman? „Já, við erum komin með allan ytri rammann að samstarfi og það eru ágætar líkur á að við getum lokið því. En það verður aðs egjast eins og er að það eru samt mikilvæg atriði sem standa enn útaf,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2016 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með þingflokki sínum í morgun. Hann sagðist fá gott veganesti frá þingflokknum inn í viðræðurnar við hina flokkana. Þingflokkurinn hafi farið bæði yfir veikleika og styrkleika í stjórnarsamstarfi þessara flokka með lágmarks meirihluta á Alþingi.Evrópumálin erfið á þessum fundi? „Nei, nei þau eru í sjálfu sér ekkert risamál í þessum viðræðum,“ sagði Bjarni að loknum þingflokksfundi. Forseti Íslands veitti Bjarna umboð til myndunar ríkisstjórnar á föstudag og er þetta þriðja tilraun þessarra flokka til að ná saman. En nú eru liðnar tæpar tíu vikur frá kosningum. Formenn stjórnarmyndunarflokkanna komu síðan saman til fundar í alþingishúsinu rétt fyrir klukkan tvö og voru þar meira og minna í allan dag. Bjarni er bjartsýnn á að vikan dugi til að klára viðræðurnar.Dugar þessi vika til að klára viðræðurnar? „Það er alveg líklegt. Það getur alveg gert það,“ segir Bjarni. Hann segist hins vegar vera eins og áhorfandi að þeim tíðindum að Vinstri græn og Framsóknarflokkur hefðu rætt saman um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Fyrri viðræður við þá flokka hefðu ekki leitt til niðurstöðu. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins telur þó kallað eftir ssamstarfi þessara flokka, sem myndu hafa 39 þingmenn. „Já, það sem er auðvitað niðurstaða þessarra kosninga er að það er verið að kalla eftir slíkri stjórn. Og mér finnst verulega á það reynandi hvort að það væri möguleiki,“ sagði Lilja í viðtali við Þorbjörn Þórðarson fréttamann Stöðvar 2 í dag. Bjarni segist ekki vita hvort eitthvað ætti að koma á óvart við þennan áhuga þessarra flokka á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn á þessari stundu. „Þetta hefur verið langt ferli og það hafa verið margar uppákomur á leiðinni. Margar tilraunir til að mynda ríkisstjórn og það kemur mér kannski ekki á óvart að viðhorfin breytist yfir tíma. En ég veit svo sem ekki um hvað er verið að ræða þarna,“ segir Bjarni.En þér finnst að þið ættuð að ná að klára þetta, þessir flokkar sem eru að ræða saman? „Já, við erum komin með allan ytri rammann að samstarfi og það eru ágætar líkur á að við getum lokið því. En það verður aðs egjast eins og er að það eru samt mikilvæg atriði sem standa enn útaf,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2016 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira