Hægt er að stýra PowerRay með fjarstýringu, snjalltækjum, eða jafnvel sýndarveruleikagleraugum.
Auk þess að finna fiskana og mynda þá geta veiðimenn notað PowerRay til þess að laða fiska að með sérstökum þar til gerðum ljósum, eða einfaldlega fest veiðarfærin við drónann og látið hann flytja þau á réttan stað.
Samkvæmt PowerVision fer PowerRay dróninn í sölu í næsta mánuði. Verð liggur ekki fyrir en erlendir miðlar gera ráð fyrir því að það verði mjög hátt.