Gervigreind malar netspilara í Go Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. janúar 2017 07:00 Frá því er Lee Sedol keppti við AlphaGo í Go. Nordicphotos/AFP AlphaGo, gervigreind fyrirtækisins DeepMind sem gerði garðinn frægan þegar hún vann heimsmeistarann Lee Sedol í kínverska spilinu Go, hefur undanfarið keppt í leyni á netinu. Þar hefur hún pakkað saman mörgum af bestu Go-spilurum heims. AlphaGo, sem gekk undir notandanafninu Master, hafði vakið furðu margra í Go-samfélaginu fyrir undarlegan en árangursríkan leikstíl. Vakti leikstíllinn grunsemdir um að þarna væri ekki maður að verki heldur gervigreind. Sú reyndist raunin og staðfesti Demis Hassabis, forstjóri DeepMind, þetta í tilkynningu í gær. „Niðurstöðurnar gera okkur spennt fyrir framhaldinu og því sem Go-samfélagið gæti lært af leikstíl AlphaGo. Eftir að hafa spilað við AlphaGo sagði stórmeistarinn Gu Li að mannkynið gæti komist að dýpstu leyndarmálum Go,“ segir í tilkynningunni. Hassabis segir framhaldið vera það að gervigreindin spili á opinberum vettvangi í samstarfi við Go-sambönd og sérfræðinga. Með því væri hægt að varpa ljósi á leyndardóma spilsins og hjálpa því að þróast. AlphaGo hefur nú unnið sextíu leiki í röð og meðal annars gegn heimsmeisturunum Lee Sedol og Ke Jie. Hinn undarlegi leikstíll er sagður slá mennska spilara út af laginu og þá leikur gervigreindin mun hraðar en flestir menn gera. Go er fyrir tvo leikmenn og er spilið talið vera allt að þrjú þúsund ára gamalt. Þótt reglur þess séu einfaldar eru mögulegar stöður í spilinu sagðar vera fleiri en atómin í hinum sjáanlega alheimi. Leikborðið er nokkru stærra en í skák og því geta leikirnir orðið mun lengri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
AlphaGo, gervigreind fyrirtækisins DeepMind sem gerði garðinn frægan þegar hún vann heimsmeistarann Lee Sedol í kínverska spilinu Go, hefur undanfarið keppt í leyni á netinu. Þar hefur hún pakkað saman mörgum af bestu Go-spilurum heims. AlphaGo, sem gekk undir notandanafninu Master, hafði vakið furðu margra í Go-samfélaginu fyrir undarlegan en árangursríkan leikstíl. Vakti leikstíllinn grunsemdir um að þarna væri ekki maður að verki heldur gervigreind. Sú reyndist raunin og staðfesti Demis Hassabis, forstjóri DeepMind, þetta í tilkynningu í gær. „Niðurstöðurnar gera okkur spennt fyrir framhaldinu og því sem Go-samfélagið gæti lært af leikstíl AlphaGo. Eftir að hafa spilað við AlphaGo sagði stórmeistarinn Gu Li að mannkynið gæti komist að dýpstu leyndarmálum Go,“ segir í tilkynningunni. Hassabis segir framhaldið vera það að gervigreindin spili á opinberum vettvangi í samstarfi við Go-sambönd og sérfræðinga. Með því væri hægt að varpa ljósi á leyndardóma spilsins og hjálpa því að þróast. AlphaGo hefur nú unnið sextíu leiki í röð og meðal annars gegn heimsmeisturunum Lee Sedol og Ke Jie. Hinn undarlegi leikstíll er sagður slá mennska spilara út af laginu og þá leikur gervigreindin mun hraðar en flestir menn gera. Go er fyrir tvo leikmenn og er spilið talið vera allt að þrjú þúsund ára gamalt. Þótt reglur þess séu einfaldar eru mögulegar stöður í spilinu sagðar vera fleiri en atómin í hinum sjáanlega alheimi. Leikborðið er nokkru stærra en í skák og því geta leikirnir orðið mun lengri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira