Er Honda komið með sjálfkeyrandi mótorhjól? Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2017 15:34 Honda frumsýndi í vikunni nýtt mótorhjól á CES sýningunni í Las Vegas sem minnir óþyrmilega á sjálfkeyrandi bíla. Mótorhjólið sem er rafdrifið neitar að detta á hliðina og getur meira að segja elt eiganda sinn eins og hundur. Honda notar ekki snúða (Gyroscope) til að láta hjólið halda jafnvæginu en byggir á tækninni sem að Honda þróaði fyrir UNI-CUB einhjólið og kallar kerfið Riding Assist. Hvort þetta sé fyrsta skrefið í að koma með sjálfkeyrandi mótorhjól á markað á þó eftir að koma í ljós. Greinin birtist fyrst á bifhjol.is Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent
Honda frumsýndi í vikunni nýtt mótorhjól á CES sýningunni í Las Vegas sem minnir óþyrmilega á sjálfkeyrandi bíla. Mótorhjólið sem er rafdrifið neitar að detta á hliðina og getur meira að segja elt eiganda sinn eins og hundur. Honda notar ekki snúða (Gyroscope) til að láta hjólið halda jafnvæginu en byggir á tækninni sem að Honda þróaði fyrir UNI-CUB einhjólið og kallar kerfið Riding Assist. Hvort þetta sé fyrsta skrefið í að koma með sjálfkeyrandi mótorhjól á markað á þó eftir að koma í ljós. Greinin birtist fyrst á bifhjol.is
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent