„Spillingin bankar á dyrnar hjá íslenskum íþróttum“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2017 19:00 Þetta segir Arnar Már Björgvinsson, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla og laganemi við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefni hans um fjallar um hvernig lögum og reglum er háttað á Íslandi í tengslum við hagræðingu úrslita og hvort þær séu stakk búnar til að takast á við slík mál, ef að upp kæmist um að reynt hafi verið að hagræða úrslitum íþróttaviðburða hér á landi. Arnar segir að íþróttasambönd á Íslandi séu langt á eftir nágrannalöndum sínum sem eru með mun ítarlegri og skýrari reglur um hvernig skuli taka á slíkum málum. Hagræðing leikja gæti átt við almenna refsilöggjöf en staða máli sé verri innan íþróttasambandanna. „Þegar kemur að íþróttahreyfingunni sem ber höfuðábyrgð á að tækla spillingu innan íþróttarinnar þá er því verulega ábótavant, bæði innan ÍSÍ og KSÍ, hvernig málunum er háttað í regluverki samtakanna,“ segir Arnar. Mikið hefur verið fjallað um veðmál í íþróttum síðustu daga. Nýbirt rannsókn sýnir mikla þátttöku knattspyrnumanna á Íslandi í peningaspilum og getraunaleikjum á erlendum veðmálasíðum. Þá er umfang veðmálafyrirtækjanna mikið og víða starfandi sérfræðingar um veðmál á íslenska knattspyrnuleiki auk þess sem fjölmargir útsendarar tölfræðiveita eru á svo gott sem öllum meistaraflokksleikjum hér á landi. Ljóst er að hætturnar geta leynst víða en telur Arnar að íslenskum íþróttum standi ógn af þeim? „Ég tel það, já. Maður tengir spillingu við Asíu og Austur-Evrópu en staðreyndin er sú að þetta er farið að banka verulega á dyrnar hjá okkur. Við höfum nú þegar nokkur dæmi þar sem að menn telja að hagræðing úrslita hafi átt sér stað á Íslandi. Ég tel að í öllum hinum Norðurlöndunum hafi menn eitthvað þurft að takast á við mál sem tengjast hagræðingu úrslita.“ Nánar verður rætt við Arnar í Fréttablaðinu á morgun. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslenskum landsliðsmanni boðinn sími fyrir að brenna af vítaskoti Átti að brenna af fyrsta vítaskotinu í landsleik og fá nýjustu tegund snjallsíma í staðinn. 4. janúar 2017 08:00 Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn Knattspyrnumenn á Íslandi hafa í nokkrum mæli veðjað á úrslit eigin leikja. Engar sönnur hafa verið færðar á að úrslitum leikja hafi verið hagrætt hérlendis en freistingin til þess hjá íslensku knattspyrnufólki er mikil. 4. janúar 2017 06:00 Gríðarlegt umfang veðmálafyrirtækja: Falast eftir upplýsingum og útsendarar á hverjum leik Þjálfarar í neðri deildum Íslands kannast vel við það að þeir séu inntir eftir stöðu og heilsu leikmanna sinna. Tölfræðiveitur eru með marga útsendara á svo gott sem öllum íslenskum knattspyrnuleikjum. 4. janúar 2017 19:00 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Sjá meira
Þetta segir Arnar Már Björgvinsson, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla og laganemi við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefni hans um fjallar um hvernig lögum og reglum er háttað á Íslandi í tengslum við hagræðingu úrslita og hvort þær séu stakk búnar til að takast á við slík mál, ef að upp kæmist um að reynt hafi verið að hagræða úrslitum íþróttaviðburða hér á landi. Arnar segir að íþróttasambönd á Íslandi séu langt á eftir nágrannalöndum sínum sem eru með mun ítarlegri og skýrari reglur um hvernig skuli taka á slíkum málum. Hagræðing leikja gæti átt við almenna refsilöggjöf en staða máli sé verri innan íþróttasambandanna. „Þegar kemur að íþróttahreyfingunni sem ber höfuðábyrgð á að tækla spillingu innan íþróttarinnar þá er því verulega ábótavant, bæði innan ÍSÍ og KSÍ, hvernig málunum er háttað í regluverki samtakanna,“ segir Arnar. Mikið hefur verið fjallað um veðmál í íþróttum síðustu daga. Nýbirt rannsókn sýnir mikla þátttöku knattspyrnumanna á Íslandi í peningaspilum og getraunaleikjum á erlendum veðmálasíðum. Þá er umfang veðmálafyrirtækjanna mikið og víða starfandi sérfræðingar um veðmál á íslenska knattspyrnuleiki auk þess sem fjölmargir útsendarar tölfræðiveita eru á svo gott sem öllum meistaraflokksleikjum hér á landi. Ljóst er að hætturnar geta leynst víða en telur Arnar að íslenskum íþróttum standi ógn af þeim? „Ég tel það, já. Maður tengir spillingu við Asíu og Austur-Evrópu en staðreyndin er sú að þetta er farið að banka verulega á dyrnar hjá okkur. Við höfum nú þegar nokkur dæmi þar sem að menn telja að hagræðing úrslita hafi átt sér stað á Íslandi. Ég tel að í öllum hinum Norðurlöndunum hafi menn eitthvað þurft að takast á við mál sem tengjast hagræðingu úrslita.“ Nánar verður rætt við Arnar í Fréttablaðinu á morgun.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslenskum landsliðsmanni boðinn sími fyrir að brenna af vítaskoti Átti að brenna af fyrsta vítaskotinu í landsleik og fá nýjustu tegund snjallsíma í staðinn. 4. janúar 2017 08:00 Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn Knattspyrnumenn á Íslandi hafa í nokkrum mæli veðjað á úrslit eigin leikja. Engar sönnur hafa verið færðar á að úrslitum leikja hafi verið hagrætt hérlendis en freistingin til þess hjá íslensku knattspyrnufólki er mikil. 4. janúar 2017 06:00 Gríðarlegt umfang veðmálafyrirtækja: Falast eftir upplýsingum og útsendarar á hverjum leik Þjálfarar í neðri deildum Íslands kannast vel við það að þeir séu inntir eftir stöðu og heilsu leikmanna sinna. Tölfræðiveitur eru með marga útsendara á svo gott sem öllum íslenskum knattspyrnuleikjum. 4. janúar 2017 19:00 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Sjá meira
Íslenskum landsliðsmanni boðinn sími fyrir að brenna af vítaskoti Átti að brenna af fyrsta vítaskotinu í landsleik og fá nýjustu tegund snjallsíma í staðinn. 4. janúar 2017 08:00
Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn Knattspyrnumenn á Íslandi hafa í nokkrum mæli veðjað á úrslit eigin leikja. Engar sönnur hafa verið færðar á að úrslitum leikja hafi verið hagrætt hérlendis en freistingin til þess hjá íslensku knattspyrnufólki er mikil. 4. janúar 2017 06:00
Gríðarlegt umfang veðmálafyrirtækja: Falast eftir upplýsingum og útsendarar á hverjum leik Þjálfarar í neðri deildum Íslands kannast vel við það að þeir séu inntir eftir stöðu og heilsu leikmanna sinna. Tölfræðiveitur eru með marga útsendara á svo gott sem öllum íslenskum knattspyrnuleikjum. 4. janúar 2017 19:00