Gunnar Bragi óttast mjög hægri stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Birgir Olgeirsson skrifar 7. janúar 2017 12:56 Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Pjetur Gunnari Braga Sveinssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, finnst sorglegt að hér á landi sé að verða til hægri stjórn. Þetta sagði Gunnar Bragi í Víglínunni á Stöð 2 nú í hádeginu en þar var hann gestur Heimis Más Pétursson ásamt Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, og Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. Byrjað var að ræða stjórnarmyndunarviðræður og sagði Svandís Svavarsdóttir að á meðan þau sætu í sjónvarpssal væri líklegast verið að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Gunnar Bragi sagði að það væri ekki gott fyrir Ísland að fá hægri stjórn, og átti þar við mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.Gestirnir mættir í Víglínuna sem hest kl 12:20 í opinni og beinni. pic.twitter.com/vpaHQXRV4D— Heimir Már Pétursson (@HeimirMar) January 7, 2017 Sjálfur hefði hann viljað sjá stjórn sem væri mynduð frá hægri til vinstri en nú lægi fyrir hægri stjórn sem hann óttast mjög. Heimir Már spurði þá Gunnar Braga hvort flokkur hans, Framsóknarflokkurinn, hefði ekki verið í hægri stjórn með Sjálfstæðisflokknum sem nú væri að fara frá, en Gunnar vildi ekki meina það. Sagði hann Framsóknarflokkinn hafa reynt að halda aftur af frjálshyggjunni sem Sjálfstæðisflokkurinn væri með í sínu farteski. Hann sagði ljóst að stjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar væri hægri stjórn og bætti við að Viðreisn væri hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn í sinni afstöðu. Svandís Svavarsdóttir var spurð út í viðræður Vinstri grænna og Framsóknarflokksins sem sumir lásu sem skilaboð um samstarfsvilja með Sjálfstæðisflokknum. Svandís sagði orðum aukið að Vinstri græn hafi bankað á dyrnar hjá Sjálfstæðisflokknum. Hún sagði að það hefði verið eðlilegt að heyra í Framsóknarflokknum og athuga samstarfsfleti, hvort sem það væri í ríkisstjórn eða utan hennar. Þetta hefði verið gert á sama tíma og lítill taktur virtist vera í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þar var jafnvel einungis fundað í klukkutíma á dag. Svandís sagði þessar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar minna sig á vinnubrögð úr atvinnulífinu þar sem forstjórar talast við á lokuðum fundum og kynna svo starfsfólki seinna meir niðurstöðuna. Hún sagðist finna til með almennum þingmönnum í þessum flokkum að vera ekki betur upplýstir um stöðu mála.Sjáðu Víglínuna í heild sinni hér fyrir neðan: Víglínan Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Gunnari Braga Sveinssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, finnst sorglegt að hér á landi sé að verða til hægri stjórn. Þetta sagði Gunnar Bragi í Víglínunni á Stöð 2 nú í hádeginu en þar var hann gestur Heimis Más Pétursson ásamt Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, og Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. Byrjað var að ræða stjórnarmyndunarviðræður og sagði Svandís Svavarsdóttir að á meðan þau sætu í sjónvarpssal væri líklegast verið að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Gunnar Bragi sagði að það væri ekki gott fyrir Ísland að fá hægri stjórn, og átti þar við mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.Gestirnir mættir í Víglínuna sem hest kl 12:20 í opinni og beinni. pic.twitter.com/vpaHQXRV4D— Heimir Már Pétursson (@HeimirMar) January 7, 2017 Sjálfur hefði hann viljað sjá stjórn sem væri mynduð frá hægri til vinstri en nú lægi fyrir hægri stjórn sem hann óttast mjög. Heimir Már spurði þá Gunnar Braga hvort flokkur hans, Framsóknarflokkurinn, hefði ekki verið í hægri stjórn með Sjálfstæðisflokknum sem nú væri að fara frá, en Gunnar vildi ekki meina það. Sagði hann Framsóknarflokkinn hafa reynt að halda aftur af frjálshyggjunni sem Sjálfstæðisflokkurinn væri með í sínu farteski. Hann sagði ljóst að stjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar væri hægri stjórn og bætti við að Viðreisn væri hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn í sinni afstöðu. Svandís Svavarsdóttir var spurð út í viðræður Vinstri grænna og Framsóknarflokksins sem sumir lásu sem skilaboð um samstarfsvilja með Sjálfstæðisflokknum. Svandís sagði orðum aukið að Vinstri græn hafi bankað á dyrnar hjá Sjálfstæðisflokknum. Hún sagði að það hefði verið eðlilegt að heyra í Framsóknarflokknum og athuga samstarfsfleti, hvort sem það væri í ríkisstjórn eða utan hennar. Þetta hefði verið gert á sama tíma og lítill taktur virtist vera í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þar var jafnvel einungis fundað í klukkutíma á dag. Svandís sagði þessar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar minna sig á vinnubrögð úr atvinnulífinu þar sem forstjórar talast við á lokuðum fundum og kynna svo starfsfólki seinna meir niðurstöðuna. Hún sagðist finna til með almennum þingmönnum í þessum flokkum að vera ekki betur upplýstir um stöðu mála.Sjáðu Víglínuna í heild sinni hér fyrir neðan:
Víglínan Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira