„Tekið fáránlega vel á móti“ strákunum í Kína þar sem sjö nýliðar geta þreytt frumraun sína Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. janúar 2017 11:30 Strákarnir okkar í landsliðinu í fótbolta lentu í Nanning í Kína á laugardaginn eftir 30 tíma ferðalag en þar hefja þeir leik í æfingamótinu China Cup í hádeginu á morgun. Ísland mætir gestgjöfum Kína í fyrsta leik og svo annað hvort Króatíu eða Síle í leik um gull eða brons á mótinu, en það fer eftir því hvernig leikurinn á móti Kína fer á morgun. Öll lið mótsins dvelja á sama hótelinu í Nanning, að því fram kemur á heimasíðu KSÍ. Marcelo Lippi, þjálfari kínverska liðsins, tók vel á móti Heimi Hallgrímssyni þegar strákarnir okkar mættu í fyrsta skipti á hótelið en Lippi er maðurinn sem gerði Ítalíu að heimsmeisturum árið 2006. „Það er tekið fáránlega vel á móti okkur hérna, bara eins og við séum einhverjar algjörar hetjur. Þeir fá mikið hrós fyrir þetta Kínverjarnir. Aðstæðurnar eru góðar og völlurinn flottur,“ segir Orri Sigurður Ómarsson, varnarmaður Vals, í viðtali við heimasíðu KSÍ en hann er einn sjö nýliða í hópnum. Býst hann við því að spila á morgun? „Ég bara veit það ekki. Ég vona það, en ég veit það ekki. Skiljanlega mun Heimir nota menn sem hafa meiri reynslu en ef kallið kemur verð ég tilbúinn,“ segir Orri Sigurður. Miðvörðurinn er einn sex nýliða sem spiluðu með U21 árs landsliðinu á síðasta ári en hinir eru Viðar Ari Jónsson úr fjölni, Böðvar Böðvarsson úr FH, Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nordsjælland, og hinir nítján ára gömlu atvinnumenn Albert Guðmundsson og Óttar Magnús Karlsson. Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, er svo elstur nýliðanna en hann verður 25 ára á árinu. Leikur Íslands og Kína verður sýndur beint á Stöð 2 Sport HD á morgun klukkan 12.00 en báðir leikir Íslands á mótinu verða í beinni útsendingu. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingu strákanan í Kína en fleiri myndir má finna á Facebook-síðu KSÍ. Allt viðtalið við Orra Sigurð má sjá í spilaranum efst í fréttinni.Sigurður Egill Lárusson, Viðar Ari Jónsson, Albert Guðmundsson, Böðvar Böðvarsson, Óttar Magnús Karlsson og Orri Sigurður Ómarsson bíða allir spenntir eftir sínum fyrstu A-landsliðs mínútum.mynd/ksíRúnar Alex Rúnarsson, markvörðurinn efnilegi, er einnig nýliði í hópnum.mynd/ksíÞjálfarateymið Helgi Kolviðsson, Heimir Hallgrímsson og Guðmundur Hreiðarsson eitraðir í Kína.mynd/ksí Íslenski boltinn Tengdar fréttir Strákarnir fengu hlýjar móttökur við komuna til Kína | Myndband A-landslið karla er komið til Kína eftir langt og strangt ferðalag. 7. janúar 2017 22:45 Höness: Eyðsla kínversku liðanna er sjúk Uli Höness, forseti Bayern München, segir að eyðsla fótboltaliða í Kína sé sjúk. 5. janúar 2017 21:30 Sjö nýliðar fara til Kína Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag leikmannahópinn sem fer til Kína og tekur þátt í China Cup. 2. janúar 2017 13:30 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Sjá meira
Strákarnir okkar í landsliðinu í fótbolta lentu í Nanning í Kína á laugardaginn eftir 30 tíma ferðalag en þar hefja þeir leik í æfingamótinu China Cup í hádeginu á morgun. Ísland mætir gestgjöfum Kína í fyrsta leik og svo annað hvort Króatíu eða Síle í leik um gull eða brons á mótinu, en það fer eftir því hvernig leikurinn á móti Kína fer á morgun. Öll lið mótsins dvelja á sama hótelinu í Nanning, að því fram kemur á heimasíðu KSÍ. Marcelo Lippi, þjálfari kínverska liðsins, tók vel á móti Heimi Hallgrímssyni þegar strákarnir okkar mættu í fyrsta skipti á hótelið en Lippi er maðurinn sem gerði Ítalíu að heimsmeisturum árið 2006. „Það er tekið fáránlega vel á móti okkur hérna, bara eins og við séum einhverjar algjörar hetjur. Þeir fá mikið hrós fyrir þetta Kínverjarnir. Aðstæðurnar eru góðar og völlurinn flottur,“ segir Orri Sigurður Ómarsson, varnarmaður Vals, í viðtali við heimasíðu KSÍ en hann er einn sjö nýliða í hópnum. Býst hann við því að spila á morgun? „Ég bara veit það ekki. Ég vona það, en ég veit það ekki. Skiljanlega mun Heimir nota menn sem hafa meiri reynslu en ef kallið kemur verð ég tilbúinn,“ segir Orri Sigurður. Miðvörðurinn er einn sex nýliða sem spiluðu með U21 árs landsliðinu á síðasta ári en hinir eru Viðar Ari Jónsson úr fjölni, Böðvar Böðvarsson úr FH, Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nordsjælland, og hinir nítján ára gömlu atvinnumenn Albert Guðmundsson og Óttar Magnús Karlsson. Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, er svo elstur nýliðanna en hann verður 25 ára á árinu. Leikur Íslands og Kína verður sýndur beint á Stöð 2 Sport HD á morgun klukkan 12.00 en báðir leikir Íslands á mótinu verða í beinni útsendingu. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingu strákanan í Kína en fleiri myndir má finna á Facebook-síðu KSÍ. Allt viðtalið við Orra Sigurð má sjá í spilaranum efst í fréttinni.Sigurður Egill Lárusson, Viðar Ari Jónsson, Albert Guðmundsson, Böðvar Böðvarsson, Óttar Magnús Karlsson og Orri Sigurður Ómarsson bíða allir spenntir eftir sínum fyrstu A-landsliðs mínútum.mynd/ksíRúnar Alex Rúnarsson, markvörðurinn efnilegi, er einnig nýliði í hópnum.mynd/ksíÞjálfarateymið Helgi Kolviðsson, Heimir Hallgrímsson og Guðmundur Hreiðarsson eitraðir í Kína.mynd/ksí
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Strákarnir fengu hlýjar móttökur við komuna til Kína | Myndband A-landslið karla er komið til Kína eftir langt og strangt ferðalag. 7. janúar 2017 22:45 Höness: Eyðsla kínversku liðanna er sjúk Uli Höness, forseti Bayern München, segir að eyðsla fótboltaliða í Kína sé sjúk. 5. janúar 2017 21:30 Sjö nýliðar fara til Kína Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag leikmannahópinn sem fer til Kína og tekur þátt í China Cup. 2. janúar 2017 13:30 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Sjá meira
Strákarnir fengu hlýjar móttökur við komuna til Kína | Myndband A-landslið karla er komið til Kína eftir langt og strangt ferðalag. 7. janúar 2017 22:45
Höness: Eyðsla kínversku liðanna er sjúk Uli Höness, forseti Bayern München, segir að eyðsla fótboltaliða í Kína sé sjúk. 5. janúar 2017 21:30
Sjö nýliðar fara til Kína Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag leikmannahópinn sem fer til Kína og tekur þátt í China Cup. 2. janúar 2017 13:30