Fótbolti

Verður jafnteflum útrýmt á HM?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gianni Infantino.
Gianni Infantino. vísir/getty
Reiknað er með því að það verði formlega ákveðið á morgun að þátttökuþjóðum á HM í knattspyrnu verði fjölgað úr 32 í 48.

Framkvæmdaráð FIFA fundar í Zürich í Sviss í dag og á morgun en Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur talað fyrir stækkun á HM síðan hann var kjörinn í embætti á síðasta ári.

Nokkrar útfærslur hafa verið kynntar samkvæmt heimildum erlendra fjölmiðla en líklegast þykir að liðunum 48 verði skipt í sextán þriggja liða riðla.

Tvö lið úr hverjum riðli komist svo áfram í 32-liða úrslit og yrði svo spilað með útsláttarfyrirkomulagi eftir það.

Meðal þess sem kemur fram í skjölum, eins og þeim sem má sjá hjá blaðamanni enska blaðsins The Times hér fyrir neðan, er á möguleiki að útrýma jafnteflum í riðlakeppninni.

Vítaspyrnukeppni myndi því fara fram í lok hvers leiks sem myndi enda með jafntefli, líklega í þeim tilgangi að gefa skýrari mynd af stöðunni fyrir lokaumferð riðlakeppninnar og koma í veg fyrir að einhverskonar pattstaða komi upp og öll þrjú liðin verði með jafnan árangur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×