CES 2017: Vélmennin voru fyrirferðarmikil Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2017 16:30 Fjölmörg vélmenni voru til sýnis á ráðstefnunni. Vísir/GETTY Vélmenni, bæði ný og gömul, voru mjög fyrirferðarmikil á CES 2017 ráðstefnunni sem fór fram í Las Vegas um helgina. Vélmennin voru af öllum mögulegum gerðum, hvort sem þau slá gras, hella upp á kaffi, aðstoða aldraða, vakta heimili og reka hunda úr sófum. Mörg þeirra eru raddstýrð og svara skipunum eigenda sinna.Vélmennið Pepper frá SoftBank Robotics vakti mikla athygli. Pepper er markaðssett sem nokkurs konar aðstoðarvélmenni og það skilur 20 tungumál. Vélmennið notast við raddstýringu og getur tengst snjalltækjum á heimili eigenda og framfylgt beiðnum þeirra um drykki og fleira. Hér að neðan má sjá blaðamann CNN fara á stefnumót með Pepper, sem veit meira að segja svarið við tilgangi lífsins, alheimsins og alls.Lynx er vélmenni frá fyrirtækinu Ubtech Robotics. Það notast við raddstýringu Amazon, Alexa, og getur gengið um, dansað og jafnvel kennt jóga. Vélmennið getur spilað tónlist í gegnum Amazon Music, Spotify og aðrar veitur. Þar að auki getur vélmennið tekið niður minnispunkta, minnt eigendur á fundi og annað og lesið tölvupósta fyrir eigendur sína. Á höfði vélmennisins er myndavél og þekkir Lynx andlit og myndir. Einnig er hægt að streyma úr myndavél Lynx svo eigendur geta vaktað heimili sín þegar þeir eru ekki heima eða talað við aðra fjölskyludmeðlimi í gegnum vélmennið. Kuri, er vélmenni frá fyrirtækinu Mayfield Robotics, en það er í raun ekki ósvipað Lynx. Það tengist netinu og öðrum tækjum á heimilum í gegnum þráðlaust net eða Bluetooth og er með myndavél sem nota má til að vakta heimilið og jafnvel reka hunda úr sófum. Hægt er að stilla vélmennið til að láta eigendur sína vita ef hundar eða önnur gæludýr fara upp í sófa og sendir Kuri tilkynningu til eigandans. Sá getur þá skipað hundinum, í gegnum hátalara Kuri, að hunskast úr sófanum. Kuri notar lasergeisla til að kortleggja heimilið og ferðast um það af mikilli nákvæmni. LG kynnti Hub vélmennið sem einnig notast við raddstýringuna Alexa, eins og svo margt annað á CES. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða nokkurs konar miðstýringu fyrir nettengd heimilistæki og önnur netstýrð tæki. Það er ekki mikið sem liggur fyrir um getu vélmennisins, en mögulega eru ár í að það komi á markað. Það mun þó læra af notendum sínum og hægt er að koma mörgum eintökum fyrir á hverju heimili sem vinna saman. Þá gaf LG í skyn að vélmennið myndi þekkja notendur sína.Fleiri vélmenni voru kynnt á CES þetta árið en hægt er að sjá yfirlit yfir þau öll hér á vef CNET. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Vélmenni, bæði ný og gömul, voru mjög fyrirferðarmikil á CES 2017 ráðstefnunni sem fór fram í Las Vegas um helgina. Vélmennin voru af öllum mögulegum gerðum, hvort sem þau slá gras, hella upp á kaffi, aðstoða aldraða, vakta heimili og reka hunda úr sófum. Mörg þeirra eru raddstýrð og svara skipunum eigenda sinna.Vélmennið Pepper frá SoftBank Robotics vakti mikla athygli. Pepper er markaðssett sem nokkurs konar aðstoðarvélmenni og það skilur 20 tungumál. Vélmennið notast við raddstýringu og getur tengst snjalltækjum á heimili eigenda og framfylgt beiðnum þeirra um drykki og fleira. Hér að neðan má sjá blaðamann CNN fara á stefnumót með Pepper, sem veit meira að segja svarið við tilgangi lífsins, alheimsins og alls.Lynx er vélmenni frá fyrirtækinu Ubtech Robotics. Það notast við raddstýringu Amazon, Alexa, og getur gengið um, dansað og jafnvel kennt jóga. Vélmennið getur spilað tónlist í gegnum Amazon Music, Spotify og aðrar veitur. Þar að auki getur vélmennið tekið niður minnispunkta, minnt eigendur á fundi og annað og lesið tölvupósta fyrir eigendur sína. Á höfði vélmennisins er myndavél og þekkir Lynx andlit og myndir. Einnig er hægt að streyma úr myndavél Lynx svo eigendur geta vaktað heimili sín þegar þeir eru ekki heima eða talað við aðra fjölskyludmeðlimi í gegnum vélmennið. Kuri, er vélmenni frá fyrirtækinu Mayfield Robotics, en það er í raun ekki ósvipað Lynx. Það tengist netinu og öðrum tækjum á heimilum í gegnum þráðlaust net eða Bluetooth og er með myndavél sem nota má til að vakta heimilið og jafnvel reka hunda úr sófum. Hægt er að stilla vélmennið til að láta eigendur sína vita ef hundar eða önnur gæludýr fara upp í sófa og sendir Kuri tilkynningu til eigandans. Sá getur þá skipað hundinum, í gegnum hátalara Kuri, að hunskast úr sófanum. Kuri notar lasergeisla til að kortleggja heimilið og ferðast um það af mikilli nákvæmni. LG kynnti Hub vélmennið sem einnig notast við raddstýringuna Alexa, eins og svo margt annað á CES. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða nokkurs konar miðstýringu fyrir nettengd heimilistæki og önnur netstýrð tæki. Það er ekki mikið sem liggur fyrir um getu vélmennisins, en mögulega eru ár í að það komi á markað. Það mun þó læra af notendum sínum og hægt er að koma mörgum eintökum fyrir á hverju heimili sem vinna saman. Þá gaf LG í skyn að vélmennið myndi þekkja notendur sína.Fleiri vélmenni voru kynnt á CES þetta árið en hægt er að sjá yfirlit yfir þau öll hér á vef CNET.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira