Hin árlega Kryddsíld verður í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni að venju, í dag. Þátturinn hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 15.45.
Farið verður yfir árið í fréttum, rætt verður við stjórnmálafólk og boðið upp á hressandi skemmtiatriði. Rýnt verður í fortíð og framtíð og margt, margt fleira.
Hægt verður að fylgjast með beinu útsendingunni í spilaranum hér fyrir ofan á slaginu tvö.
