Jólin að öllum líkindum hvít í ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. desember 2016 08:55 Nú má nokkurn veginn slá föstu að það verði hvít jól nánast um allt land. vísir/gva Flest bendir til þess að jólin verði hvít um nánast allt land í ár. Nýjustu spár gera ráð fyrir að á Þorláksmessu verði vaxandi norðaustan- og austanátt og víða snjókoma en talsverð slydda eða rigning austast á landinu. Á aðfangadagskvöld klukkan 18 er búist við fremur rólegum vindi á landinu, innan við 10 metrum á sekúndu, snjókomu norðaustantil og lítils háttar éljum, en að úrkomulaust verði annars staðar. Útlit er fyrir stífan vind með snjókomu á jóladag. Á vef Veðurstofunnar segir að unnið sé eftir spá frá Reiknistöð evrópskra veðurstofa, sem sé líklegust til að rætast, en hún var birt á sjöunda tímanum í morgun. Fylgst hafi verið stíft með spám fyrir Þorláksmessu, aðfangadag og jóladag, en að allar spár séu nokkuð sammála um að ekki sé gert ráð fyrir að það hlýni að neinu ráði. Óvíst sé hins vegar hversu mikið snjói þessa daga. Gert er ráð fyrir hægum vindi á landinu með breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu. Talið er að eitthvað muni snjóa í flestum landshlutum í dag og að líkur séu á dimmum éljum á sunnanverðu landinu. Þá kólnar í dag og síðdegis má búast við frosti á bilinu tvö til tíu stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Á morgun fer aðeins að blása en þá er búist við suðvestan átta til þrettán metrum á sekúndu með éljum, en úrkomulaust norðaustanlands. Áfram kalt í veðri. Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Flest bendir til þess að jólin verði hvít um nánast allt land í ár. Nýjustu spár gera ráð fyrir að á Þorláksmessu verði vaxandi norðaustan- og austanátt og víða snjókoma en talsverð slydda eða rigning austast á landinu. Á aðfangadagskvöld klukkan 18 er búist við fremur rólegum vindi á landinu, innan við 10 metrum á sekúndu, snjókomu norðaustantil og lítils háttar éljum, en að úrkomulaust verði annars staðar. Útlit er fyrir stífan vind með snjókomu á jóladag. Á vef Veðurstofunnar segir að unnið sé eftir spá frá Reiknistöð evrópskra veðurstofa, sem sé líklegust til að rætast, en hún var birt á sjöunda tímanum í morgun. Fylgst hafi verið stíft með spám fyrir Þorláksmessu, aðfangadag og jóladag, en að allar spár séu nokkuð sammála um að ekki sé gert ráð fyrir að það hlýni að neinu ráði. Óvíst sé hins vegar hversu mikið snjói þessa daga. Gert er ráð fyrir hægum vindi á landinu með breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu. Talið er að eitthvað muni snjóa í flestum landshlutum í dag og að líkur séu á dimmum éljum á sunnanverðu landinu. Þá kólnar í dag og síðdegis má búast við frosti á bilinu tvö til tíu stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Á morgun fer aðeins að blása en þá er búist við suðvestan átta til þrettán metrum á sekúndu með éljum, en úrkomulaust norðaustanlands. Áfram kalt í veðri.
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira