Körfubolti

Gleymdu þeir alveg skotinu hans Kareem Abdul-Jabbar? | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hið fræga skot Kareem Abdul-Jabbar.
Hið fræga skot Kareem Abdul-Jabbar. Vísir/Getty
Fyrir þá sem héldu að sveifluskotið hans Kareem Abdul-Jabbar, svokallað „skyhook" sé frægasta skot í sögu NBA-deildarinnar eru að villugötum samkvæmt nýrri samantekt Sports Center á ESPN í tilefni af því að treyja Tim Duncan fór upp í rjáfur.

Tim Duncan var þekktur fyrir að láta verkin tala inn á vellinum, sannkallaður sigurvegari og liðsmaður, laus við öll látalæti og hann frægasta skot var að setja hann af spjaldinu í kringum teiginn.

Spjaldskotið hans Tim Duncan er á lista SportsCenter yfir þessu frægu skot eða hreyfingar NBA-leikmanna í gegnum tíðina, svokölluð „NBA signature moves“, en þau eru nú nokkur skemmtileg.

Michael Jordan á sitt skot í upptalningunni, þarna má líka finna tilþrif frá Kobe Bryant, Allen Iverson og að sjálfsögðu draumadansinn hans Hakeem Olajuwon.

Sveifluskotið hans Kareem Abdul-Jabbar, skotið sem ekki var hægt að blokka og skotið hjá stigahæsta leikmanni NBA-deildarinnar kemst hinsvegar ekki inn í myndbandið.

Netverjar voru skiljanlega fljótir að benda á þetta ekki síst þar sem Steph Curry fær að vera með og þarna eru líka tilþrif frá Dirk Nowitzki og Bill Rusell.

Dikembe Mutombo og Magic Johnson fá líka að vera með maðurinn, með 38387 stig og stóran hluta þeirra með sveifluskotinu sem gleymdist, er hvergi sjáanlegur.

Kareem Abdul-Jabbar lék í NBA-deildinni í tuttugu tímabil fyrir bæði Milwaukee Bucks (1969–1975) og Los Angeles Lakers (1975–1989). Hann varð sex sinnum NBA-meistari (1971, 1980, 1982, 1985, 1987, 1988) og sex sinnum valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar (1971, 1972, 1974, 1976, 1977, 1980).

Abdul-Jabbar lék alls 1560 leiki í NBA og skoraði í þeim 24,6 stig að meðaltali, tók 11,2 fráköst í leik, gaf 3,6 stoðsendingar og varði 2,6 skot að meðaltali í þessum leikjum frá 1969 til 1989.

Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, er hinsvegar flott og það verður enginn körfuboltaáhugamaður svikinn af því að horfa á þessi tilþrif nokkrum sinnum í viðbót. Kareem Abdul-Jabbar fær bara að vera með næst.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×