Þagnarskylda eða yfirhylming? Þorvaldur Gylfason skrifar 22. desember 2016 07:00 Í 22. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 segir: „1. Lögreglumönnum og öðru starfsliði lögreglu ber þagnarskylda um þau atvik sem þeim verða kunn í starfi sínu eða vegna starfs síns og leynt eiga að fara vegna lögmætra almanna- eða einkahagsmuna. … 2. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“ Svipuð lagaákvæði gilda um þagnarskyldu annarra opinberra starfsmanna og einnig bankamanna.Misbeiting þagnarskyldu Þagnarskylda er því háð skv. laganna hljóðan að um lögmæta hagsmuni sé að ræða. Sé ekki um lögmæta hagsmuni að ræða gildir þagnarskyldan ekki. Sé lögreglumaður í vafa er líklegt að hann geti fengið þagnarskyldu aflétt hjá yfirmanni þeirrar lögreglu sem hann heyrir undir, t.d. lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Ákvörðun hans mætti líklega skjóta til innanríkisráðherra ef með þyrfti. Einnig væri hægt að leggja málið fyrir innanríkisráðherra og láta hann um að afla afstöðu lögreglustjórans. Lögin eru skýr. Lögreglumönnum og öðrum opinberum starfsmönnum ber ekki skylda til að þegja um ólöglegt athæfi, öðru nær. Þegi þeir um ólöglegt athæfi tilkvaddir í máli sem er í rannsókn snýst meint þagnarskylda upp í yfirhylmingu og skálkaskjól.Hleranir Þessi greinarmunur á þögn um löglegt athæfi og ólöglegt skiptir sköpum, t.d. í tengslum við símahleranir. Sé sími manns hleraður skv. dómsúrskurði, þ.e. með lögmætum hætti, ber lögreglu skv. lögum að þegja um málið. Yfirvöldum ber þó skylda til að gera þeim sem símar voru hleraðir hjá grein fyrir hleruninni að nokkrum tíma liðnum. Vitað er að margir Íslendingar telja sig hafa orðið fyrir símahlerunum án dómsúrskurðar og hafa vitnað um þá skoðun sína opinberlega, t.d. Jón Baldvin Hannibalsson, fv. ráðherra, og Ómar Ragnarsson fréttamaður. Lögreglumönnum ber engin skylda til að þegja um vitneskju sína um slíkar hleranir, öðru nær. Lögreglumenn sem þegja um brot sem snerta mál í rannsókn, eins og t.d. þegar sýslumaðurinn á Akranesi rannsakaði meintar símahleranir hjá Jóni Baldvini Hannibalssyni 2006, gera sig í reyndinni seka um yfirhylmingu, en þó varla af ásettu ráði. Heldur virðist vandinn vera sá að þeir kunna að telja þagnarskylduna fyrirvaralausa án þess að átta sig á muninum á þagnarskyldu varðandi löglegar og ólöglegar hleranir. Það átti við um gamalreyndan lögreglumann sem sagði mér sjálfur að hann hefði talið sig bundinn þagnarskyldu í vitnastúkunni á Akranesi 2006. Af þessum sökum hafa yfirvöld ekki fengizt til að staðfesta grun Jóns Baldvins um að sími hans hafi verið hleraður í ráðherratíð hans.Dómsmorð? – af gáleysi Nýrra dæmi kemur í hugann. Málsvörn Gunnars Þ. Andersen, fv. forstjóra Fjármálaeftirlitsins, þegar honum var gefið að sök að hafa lekið trúnaðargögnum úr Fjármálaeftirlitinu, gögnum sem höfðu aldrei þangað komið, var að hann hefði verið að reyna að vernda Fjármálaeftirlitið og þá um leið almannahagsmuni gegn atlögu þingmanns að Fjármálaeftirlitinu með því að afla upplýsinga um meint brot þingmannsins í bankaviðskiptum. Réttarkerfið braut gegn Gunnari með því að dæma hann sekan (og annan mann fyrir brot gegn þagnarskyldu) án þess að verða við ósk hans um rannsókn á meintu broti þingmannsins. Hefði rannsókn á því máli leitt brot í ljós hefði gagnalekinn horft öðruvísi við.Hljóðritunin í Seðlabankanum Seðlabanki Íslands ber við þagnarskyldu þegar hann neitar að láta af hendi hljóðrit af símtali þv. seðlabankastjóra og forsætisráðherra 6. október 2008. Sjónarmið bankans ætti rétt á sér ef málið varðaði lögmæta hagsmuni. Nú hefur Kastljós RÚV afhjúpað hluta af lekinni útskrift símtalsins þar sem kemur í ljós að Seðlabankinn ákvað að lána Kaupþingi 500 milljónir evra og bankastjórinn lýsti því jafnframt yfir í hinu hljóðritaða símtali, skv. eiðsvörnum vitnisburði embættismanns Seðlabankans sem var viðstaddur símtalið, að lánið væri tapað. Seðlabanka er ekki síður en ríkisviðskiptabanka óheimilt í skilningi laga að ráðstafa almannafé með svo gáleysislegum hætti, og gildir þá væntanlega einu hvort veð var tekið enda hefði slíkt lán án veðs verið skýlaust lögbrot. Málið hefði átt og ætti enn að réttu lagi að koma til kasta dómstóla. Fyrir þrábeiðni þv. formanns fjárlaganefndar Alþingis féllst Seðlabankinn á að leyfa nefndarmönnum að lesa útskrift af símtalinu. Í bréfi Seðlabankans til formanns nefndarinnar segir að „ekki sé tilefni til að víkja frá lögákveðinni þagnarskyldu með því að láta nefndarmönnum samtalið í té“. Samt mátti Seðlabankanum vera ljóst að samtalið vitnaði um að því er virðist óheimila ráðstöfun fjármuna bankans. Ljóst mátti a.m.k. vera að það var ekki í verkahring Seðlabankans heldur dómstóla að skera úr vafanum og hefði bankinn því að réttu lagi átt að vísa málinu til dómstóla. Nú liggur því fyrir að ekki aðeins Seðlabankinn heldur einnig fv. nefndarmenn í fjárlaganefnd Alþingis virðast ekki hafa áttað sig á að þagnarskylda gildir því aðeins að um lögmæta hagsmuni sé að ræða.Lögbrot sem verzlunarvara Fjárlaganefndarformaðurinn fv., Björn Valur Gíslason, nú varaformaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og fulltrúi flokks síns í bankaráði Seðlabankans, hefur lýst þessum atburðum opinberlega. Hann segir á vefsetri sínu 14. október 2014 undir yfirskriftinni „Tvö símtöl úr Seðlabankanum“ og á þá við hitt símtalið: „Nefndarmenn í fjárlaganefnd lásu síðan útskrift af símtalinu og um það ríkir enn trúnaður. Eftir það þagnaði krafa sjálfstæðismanna um að opinbera símtalið. Einhverra hluta vegna.“Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Í 22. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 segir: „1. Lögreglumönnum og öðru starfsliði lögreglu ber þagnarskylda um þau atvik sem þeim verða kunn í starfi sínu eða vegna starfs síns og leynt eiga að fara vegna lögmætra almanna- eða einkahagsmuna. … 2. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“ Svipuð lagaákvæði gilda um þagnarskyldu annarra opinberra starfsmanna og einnig bankamanna.Misbeiting þagnarskyldu Þagnarskylda er því háð skv. laganna hljóðan að um lögmæta hagsmuni sé að ræða. Sé ekki um lögmæta hagsmuni að ræða gildir þagnarskyldan ekki. Sé lögreglumaður í vafa er líklegt að hann geti fengið þagnarskyldu aflétt hjá yfirmanni þeirrar lögreglu sem hann heyrir undir, t.d. lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Ákvörðun hans mætti líklega skjóta til innanríkisráðherra ef með þyrfti. Einnig væri hægt að leggja málið fyrir innanríkisráðherra og láta hann um að afla afstöðu lögreglustjórans. Lögin eru skýr. Lögreglumönnum og öðrum opinberum starfsmönnum ber ekki skylda til að þegja um ólöglegt athæfi, öðru nær. Þegi þeir um ólöglegt athæfi tilkvaddir í máli sem er í rannsókn snýst meint þagnarskylda upp í yfirhylmingu og skálkaskjól.Hleranir Þessi greinarmunur á þögn um löglegt athæfi og ólöglegt skiptir sköpum, t.d. í tengslum við símahleranir. Sé sími manns hleraður skv. dómsúrskurði, þ.e. með lögmætum hætti, ber lögreglu skv. lögum að þegja um málið. Yfirvöldum ber þó skylda til að gera þeim sem símar voru hleraðir hjá grein fyrir hleruninni að nokkrum tíma liðnum. Vitað er að margir Íslendingar telja sig hafa orðið fyrir símahlerunum án dómsúrskurðar og hafa vitnað um þá skoðun sína opinberlega, t.d. Jón Baldvin Hannibalsson, fv. ráðherra, og Ómar Ragnarsson fréttamaður. Lögreglumönnum ber engin skylda til að þegja um vitneskju sína um slíkar hleranir, öðru nær. Lögreglumenn sem þegja um brot sem snerta mál í rannsókn, eins og t.d. þegar sýslumaðurinn á Akranesi rannsakaði meintar símahleranir hjá Jóni Baldvini Hannibalssyni 2006, gera sig í reyndinni seka um yfirhylmingu, en þó varla af ásettu ráði. Heldur virðist vandinn vera sá að þeir kunna að telja þagnarskylduna fyrirvaralausa án þess að átta sig á muninum á þagnarskyldu varðandi löglegar og ólöglegar hleranir. Það átti við um gamalreyndan lögreglumann sem sagði mér sjálfur að hann hefði talið sig bundinn þagnarskyldu í vitnastúkunni á Akranesi 2006. Af þessum sökum hafa yfirvöld ekki fengizt til að staðfesta grun Jóns Baldvins um að sími hans hafi verið hleraður í ráðherratíð hans.Dómsmorð? – af gáleysi Nýrra dæmi kemur í hugann. Málsvörn Gunnars Þ. Andersen, fv. forstjóra Fjármálaeftirlitsins, þegar honum var gefið að sök að hafa lekið trúnaðargögnum úr Fjármálaeftirlitinu, gögnum sem höfðu aldrei þangað komið, var að hann hefði verið að reyna að vernda Fjármálaeftirlitið og þá um leið almannahagsmuni gegn atlögu þingmanns að Fjármálaeftirlitinu með því að afla upplýsinga um meint brot þingmannsins í bankaviðskiptum. Réttarkerfið braut gegn Gunnari með því að dæma hann sekan (og annan mann fyrir brot gegn þagnarskyldu) án þess að verða við ósk hans um rannsókn á meintu broti þingmannsins. Hefði rannsókn á því máli leitt brot í ljós hefði gagnalekinn horft öðruvísi við.Hljóðritunin í Seðlabankanum Seðlabanki Íslands ber við þagnarskyldu þegar hann neitar að láta af hendi hljóðrit af símtali þv. seðlabankastjóra og forsætisráðherra 6. október 2008. Sjónarmið bankans ætti rétt á sér ef málið varðaði lögmæta hagsmuni. Nú hefur Kastljós RÚV afhjúpað hluta af lekinni útskrift símtalsins þar sem kemur í ljós að Seðlabankinn ákvað að lána Kaupþingi 500 milljónir evra og bankastjórinn lýsti því jafnframt yfir í hinu hljóðritaða símtali, skv. eiðsvörnum vitnisburði embættismanns Seðlabankans sem var viðstaddur símtalið, að lánið væri tapað. Seðlabanka er ekki síður en ríkisviðskiptabanka óheimilt í skilningi laga að ráðstafa almannafé með svo gáleysislegum hætti, og gildir þá væntanlega einu hvort veð var tekið enda hefði slíkt lán án veðs verið skýlaust lögbrot. Málið hefði átt og ætti enn að réttu lagi að koma til kasta dómstóla. Fyrir þrábeiðni þv. formanns fjárlaganefndar Alþingis féllst Seðlabankinn á að leyfa nefndarmönnum að lesa útskrift af símtalinu. Í bréfi Seðlabankans til formanns nefndarinnar segir að „ekki sé tilefni til að víkja frá lögákveðinni þagnarskyldu með því að láta nefndarmönnum samtalið í té“. Samt mátti Seðlabankanum vera ljóst að samtalið vitnaði um að því er virðist óheimila ráðstöfun fjármuna bankans. Ljóst mátti a.m.k. vera að það var ekki í verkahring Seðlabankans heldur dómstóla að skera úr vafanum og hefði bankinn því að réttu lagi átt að vísa málinu til dómstóla. Nú liggur því fyrir að ekki aðeins Seðlabankinn heldur einnig fv. nefndarmenn í fjárlaganefnd Alþingis virðast ekki hafa áttað sig á að þagnarskylda gildir því aðeins að um lögmæta hagsmuni sé að ræða.Lögbrot sem verzlunarvara Fjárlaganefndarformaðurinn fv., Björn Valur Gíslason, nú varaformaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og fulltrúi flokks síns í bankaráði Seðlabankans, hefur lýst þessum atburðum opinberlega. Hann segir á vefsetri sínu 14. október 2014 undir yfirskriftinni „Tvö símtöl úr Seðlabankanum“ og á þá við hitt símtalið: „Nefndarmenn í fjárlaganefnd lásu síðan útskrift af símtalinu og um það ríkir enn trúnaður. Eftir það þagnaði krafa sjálfstæðismanna um að opinbera símtalið. Einhverra hluta vegna.“Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun