Geðveik jólagjöf María Bjarnadóttir skrifar 23. desember 2016 07:00 Landlæknir skrifaði nýlega um að Norðurlandamet Íslendinga í lyfjanotkun ætti rætur í kerfisvanda og að það þyrfti að huga að fleiri geðheilbrigðisúrræðum en ávísun lyfja. Þetta eru engar fréttir fyrir almenning sem hefur kallað eftir auknu aðgengi að sálfræðiþjónustu. Það er undirskriftalisti á Facebook. Þetta var meira að segja sjóðheitt kosningamál. Fyrir kosningar voru allir flokkar sammála um að það þyrfti aukið fjármagn í geðheilbrigðismál. Meira fjármagn og fleiri sálfræðinga. Alveg akút. Fjármálaráðherra sagði í umræðum um heilbrigðismál fyrir kosningar að við værum „að missa alltof margt ungt fólk í örorku af því að við erum að bregðast þessu fólki á fyrstu stigum vandans“. Nýkjörinn þingmaður Pírata var í mikilvægu viðtali í vikunni þar sem hann benti á að íslenskt samfélag hefði misst 49 einstaklinga í sjálfsvíg á síðasta ári og að það yrði að veita fé til forvarna og stórauka þjónustu. Það væri hreinlega lífsnauðsynlegt. Heppilegt að nú eru til umræðu fjárlög á Alþingi. Í frumvarpinu er tekið fram að auka eigi fjármagn til heilsugæslu svo hún geti veitt sálfræðiþjónustu í samræmi við ályktun Alþingis frá í apríl. Fjárhæðin er 60 milljónir. Með launatengdum gjöldum dekkar þetta laun fyrir rúmlega 6 sálfræðinga. Þvílík ofurmenni ef þessir 6 starfsmenn eiga að duga til að bregðast við vandanum. Hvernig væri að þingmenn myndu standa við gefin kosningaloforð, bregðast við ábendingum sérfræðinga og notenda og þrykkja í gegn almennilegri fjárveitingu í málaflokkinn? Væri það ekki geðveik jólagjöf til okkar allra? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi María Bjarnadóttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun
Landlæknir skrifaði nýlega um að Norðurlandamet Íslendinga í lyfjanotkun ætti rætur í kerfisvanda og að það þyrfti að huga að fleiri geðheilbrigðisúrræðum en ávísun lyfja. Þetta eru engar fréttir fyrir almenning sem hefur kallað eftir auknu aðgengi að sálfræðiþjónustu. Það er undirskriftalisti á Facebook. Þetta var meira að segja sjóðheitt kosningamál. Fyrir kosningar voru allir flokkar sammála um að það þyrfti aukið fjármagn í geðheilbrigðismál. Meira fjármagn og fleiri sálfræðinga. Alveg akút. Fjármálaráðherra sagði í umræðum um heilbrigðismál fyrir kosningar að við værum „að missa alltof margt ungt fólk í örorku af því að við erum að bregðast þessu fólki á fyrstu stigum vandans“. Nýkjörinn þingmaður Pírata var í mikilvægu viðtali í vikunni þar sem hann benti á að íslenskt samfélag hefði misst 49 einstaklinga í sjálfsvíg á síðasta ári og að það yrði að veita fé til forvarna og stórauka þjónustu. Það væri hreinlega lífsnauðsynlegt. Heppilegt að nú eru til umræðu fjárlög á Alþingi. Í frumvarpinu er tekið fram að auka eigi fjármagn til heilsugæslu svo hún geti veitt sálfræðiþjónustu í samræmi við ályktun Alþingis frá í apríl. Fjárhæðin er 60 milljónir. Með launatengdum gjöldum dekkar þetta laun fyrir rúmlega 6 sálfræðinga. Þvílík ofurmenni ef þessir 6 starfsmenn eiga að duga til að bregðast við vandanum. Hvernig væri að þingmenn myndu standa við gefin kosningaloforð, bregðast við ábendingum sérfræðinga og notenda og þrykkja í gegn almennilegri fjárveitingu í málaflokkinn? Væri það ekki geðveik jólagjöf til okkar allra? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun