Miami Heat heiðraði Shaq með því að keyra 18 hjóla trukk inn á gólf | Myndband og myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 07:30 Shaquille O'Neal fékk sérstakt kvöld sér til heiðurs hjá Miami Heat í nótt en þá fór treyja hans upp í rjáfur í American Airlines Arena í Miami. Shaq spilaði í Miami í aðeins fjögur ár (2004-2008) og hefur sjálfur sagt að hann hélt að menn væru að grínast í sér þegar þeir sögðu honum frá því að Miami Heat treyja hans væri á leiðinni upp í rjáfur. Það var hinsvegar ekkert grín og í nótt fór hún þangað og treyja númer 32 situr þar við hlið treyjanna hjá Alonzo Mourning (Númer 33) og Tim Hardaway (Númer 10) sem voru þar til í nótt einu leikmenn Miami sem höfðu orðið slíks heiðurs aðnjótandi. Það varð frægt á sínum tíma þegar Shaquille O'Neal mætti til Miami Heat 20. júlí 2004 á átján hjóla trukk og tilkynnti að hann ætlaði að koma með fyrsta NBA-meistaratitilinn til Miami. Shaq stóð síðan við stóru orðin.Take a closer look at the mini-diesel truck we presented @SHAQ with tonight! pic.twitter.com/EmggUCEKeN — Miami HEAT (@MiamiHEAT) December 23, 2016 Miami Heat vann NBA-titilinn 2006 og þrátt fyrir að O'Neal hafi ekki verið kosinn bestur í úrslitaeinvíginu, heldur Dwyane Wade, þá átti Shaq mikinn þátt í sigri liðsins. Pat Riley, forseti Miami Heat og þjálfari þess þegar Shaquille spilaði þar talaði um það í ræðu við þetta tilefni að O'Neal hafi hreinlega breytt félaginu þegar hann kom. Til að minnast þessara ummæla Shaq þegar hann mætti til Miami sumarið 2004 þá kom átján hjóla trukkur inn á gólfið í American Airlines Arena í Miami þegar Shaq var heiðraður. Þeir komu náttúrulega ekki alvöru trukk inn í húsið en það var táknrænt að eftirlíking af slíkum flutningabíl væri á gólfinu þegar Shaquille O'Neal var heiðraður. Það má sjá upptöku af innkomu átján hjóla trukksins sem og hátið Shaquille O'Neal í Miami í nótt hér fyrir neðan.Mama Diesel pic.twitter.com/LmylJlP4hN— Miami HEAT (@MiamiHEAT) December 23, 2016 NBA Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Fleiri fréttir Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Sjá meira
Shaquille O'Neal fékk sérstakt kvöld sér til heiðurs hjá Miami Heat í nótt en þá fór treyja hans upp í rjáfur í American Airlines Arena í Miami. Shaq spilaði í Miami í aðeins fjögur ár (2004-2008) og hefur sjálfur sagt að hann hélt að menn væru að grínast í sér þegar þeir sögðu honum frá því að Miami Heat treyja hans væri á leiðinni upp í rjáfur. Það var hinsvegar ekkert grín og í nótt fór hún þangað og treyja númer 32 situr þar við hlið treyjanna hjá Alonzo Mourning (Númer 33) og Tim Hardaway (Númer 10) sem voru þar til í nótt einu leikmenn Miami sem höfðu orðið slíks heiðurs aðnjótandi. Það varð frægt á sínum tíma þegar Shaquille O'Neal mætti til Miami Heat 20. júlí 2004 á átján hjóla trukk og tilkynnti að hann ætlaði að koma með fyrsta NBA-meistaratitilinn til Miami. Shaq stóð síðan við stóru orðin.Take a closer look at the mini-diesel truck we presented @SHAQ with tonight! pic.twitter.com/EmggUCEKeN — Miami HEAT (@MiamiHEAT) December 23, 2016 Miami Heat vann NBA-titilinn 2006 og þrátt fyrir að O'Neal hafi ekki verið kosinn bestur í úrslitaeinvíginu, heldur Dwyane Wade, þá átti Shaq mikinn þátt í sigri liðsins. Pat Riley, forseti Miami Heat og þjálfari þess þegar Shaquille spilaði þar talaði um það í ræðu við þetta tilefni að O'Neal hafi hreinlega breytt félaginu þegar hann kom. Til að minnast þessara ummæla Shaq þegar hann mætti til Miami sumarið 2004 þá kom átján hjóla trukkur inn á gólfið í American Airlines Arena í Miami þegar Shaq var heiðraður. Þeir komu náttúrulega ekki alvöru trukk inn í húsið en það var táknrænt að eftirlíking af slíkum flutningabíl væri á gólfinu þegar Shaquille O'Neal var heiðraður. Það má sjá upptöku af innkomu átján hjóla trukksins sem og hátið Shaquille O'Neal í Miami í nótt hér fyrir neðan.Mama Diesel pic.twitter.com/LmylJlP4hN— Miami HEAT (@MiamiHEAT) December 23, 2016
NBA Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Fleiri fréttir Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Sjá meira