Körfubolti

Gat ekki tekið vítaskot í NBA vegna of háværar jólatónlistar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jólin eru að koma og jólatónlistin hljómar út um allt, líka í miðjum leikjum í NBA-deildinni í körfubolta.

Það eru samt ekki allir sem þola það að hlusta á jólatónlist þegar þeir eru að spila á körfubolta og þá sérstaklega þegar þeir eru mættir á vítalínuna.

Einn af þeim er Jimmy Butler, stjörnuleikmaður Chicago Bulls, sem var ekki ánægður með að hans mati alltof hátt spilaða jólatónlist í United Center, heimahöll Bulls-liðsins.

Jimmy Butler var að taka vítaskot eftir að tæknivillu mótherjanna í Washington Wizards. John Wall fékk þá tæknivillu fyrir að mótmæla villu sem hann fékk fyrir að brjóta á Dwyane Wade sem fékk bæði körfu góða og vítaskot.

Þegar kom að því að taka vítaskotið þá Jimmy Butler hætti við og rétti dómaranum boltann aftur. Hann snéri sér síðan að ritaraborðið og sendi þeim merki um að lækka í jólatónlistinni.

Jimmy Butler fékk síðan boltann aftur og setti að sjálfsögðu niður vítaskotið þegar hann var laus við þennan jólahávaða.

Það má sjá þetta atvik hér fyrir neðan. Jimmy Butler endaði 20 stig í leiknum en hann og liðsfélagarnir í Chicago Bulls þurftu samt að sætta sig við tíu stiga tap.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×