Gylfi níu sætum frá því að komast í hóp hundrað bestu leikmanna heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 13:45 Íslenski landsliðsmiðjumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fékk 44 stig í kjöri Guardian á hundrað bestu knattspyrnumönnum heimsins. Gylfi endaði í 109. sæti og vantaði þrettán stig til að komast inn á topp hundrað. Síðasti maðurinn í hóp þeirra hundrað bestu var Ousmane Dembélé, leikmaður Borussia Dortmund. 124 knattspyrnuspekingar frá 45 löndum tóku þátt í kjörinu og fulltrúi Íslands var Magnús Már Einarsson, ritstjóri fótbolti.net. Tíu af þessum 124 spekingum gáfu Gylfa stig þar af fékk hann 73 prósent stiga sinna frá þremur aðilum. Þar sem atkvæða þess sem gaf hverjum leikmanni hæstu einkunn taldi ekki þá missti Gylfi 20 af 64 atkvæðum sínum á einu bretti. Cristiano Ronaldo var efstur í kjöri Guardian með 4789 stig, Lionel Messi var annar með 4721 stig og Luis Suarez þriðji með 4455 stig. Ronaldo fékk 63 atkvæði í fyrsta sætið en Messi „aðeins“ 30. Sjö leikmenn náði því að vera í efsta sæti á lista en hinir eru Antoine Griezmann (efstur á 13 listum), Luis Suarez (12), Gareth Bale (4), Neymar (1) og Riyad Mahrez (1). Þrír aðrir íslenskir knattspyrnumenn fengu einnig atkvæði. Birkir Bjarnason varð í 139. sæti með 14 stig og þeir Aron Einar Gunnarsson og Ragnar Sigurðsson urðu báðir í 178. sæti. Það má sjá alla kosninguna sundurliðaða með því að smella hér en ekki kemur þó fram hver á hvaða lista aðeins hvernig stigin skiptust á listunum og á leikmennina. Listann og umfjöllun um hundrað bestu knattspyrnumenn heims á árinu 2016 er síðan hér.Aron Einar Gunnarsson og Ragnar Sigurðsson voru jafnir í 178. sæti.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Sjá meira
Íslenski landsliðsmiðjumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fékk 44 stig í kjöri Guardian á hundrað bestu knattspyrnumönnum heimsins. Gylfi endaði í 109. sæti og vantaði þrettán stig til að komast inn á topp hundrað. Síðasti maðurinn í hóp þeirra hundrað bestu var Ousmane Dembélé, leikmaður Borussia Dortmund. 124 knattspyrnuspekingar frá 45 löndum tóku þátt í kjörinu og fulltrúi Íslands var Magnús Már Einarsson, ritstjóri fótbolti.net. Tíu af þessum 124 spekingum gáfu Gylfa stig þar af fékk hann 73 prósent stiga sinna frá þremur aðilum. Þar sem atkvæða þess sem gaf hverjum leikmanni hæstu einkunn taldi ekki þá missti Gylfi 20 af 64 atkvæðum sínum á einu bretti. Cristiano Ronaldo var efstur í kjöri Guardian með 4789 stig, Lionel Messi var annar með 4721 stig og Luis Suarez þriðji með 4455 stig. Ronaldo fékk 63 atkvæði í fyrsta sætið en Messi „aðeins“ 30. Sjö leikmenn náði því að vera í efsta sæti á lista en hinir eru Antoine Griezmann (efstur á 13 listum), Luis Suarez (12), Gareth Bale (4), Neymar (1) og Riyad Mahrez (1). Þrír aðrir íslenskir knattspyrnumenn fengu einnig atkvæði. Birkir Bjarnason varð í 139. sæti með 14 stig og þeir Aron Einar Gunnarsson og Ragnar Sigurðsson urðu báðir í 178. sæti. Það má sjá alla kosninguna sundurliðaða með því að smella hér en ekki kemur þó fram hver á hvaða lista aðeins hvernig stigin skiptust á listunum og á leikmennina. Listann og umfjöllun um hundrað bestu knattspyrnumenn heims á árinu 2016 er síðan hér.Aron Einar Gunnarsson og Ragnar Sigurðsson voru jafnir í 178. sæti.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Sjá meira