Líf mitt hefur snúist um þennan mann minn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. desember 2016 13:15 Birgitta stendur dyggan vörð um verk eiginmannsins, Sigurjóns Ólafssonar. Vísir/Stefán „Þetta er orðinn dálítill tími,“ segir Birgitta þegar minnst er á 85 ára afmælið í dag. Hún ólst upp á Fjóni í Danmörku en flutti til Íslands 25 ára og hefur því búið hér á landi í 60 ár. „Ég kom hingað með Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara 1956, þá áttum við tvö börn og settumst að á Laugarnestanga þar sem hann var með sitt heimili; ég var seinni eiginkona hans. Húsakynnin voru braggi þar sem Sigurjón var með vinnustofu og 30 fermetra áfast steinhús, allt leifar frá hernum. Fljótlega voru börnin orðin fjögur en Sigurjón orðinn sjúklingur því hann hafði fengið berkla ungur og það mein tók sig upp. Hann fékk að fara á Reykjalund því hann óttaðist að ef hann færi á Vífilsstaði ætti hann ekki afturkvæmt.“ Ragnar í Smára, sveitungi Sigurjóns, kom fjölskyldunni til hjálpar og lét reisa íbúðarhús sem var áfast eldra húsnæði, að sögn Birgittu. „Sigurjón vildi hvergi annars staðar vera en á Laugarnesinu en hér fékkst ekki byggingarleyfi svo byggt var timburhús í óleyfi sem mætti lyfta af grunni sínum ef við yrðum að flytja héðan. Húsið stóð tilbúið árið 1961 og inn flutti ég með börnin, Sigurjón kom heim af Reykjalundi ári seinna. Hann dreif í að láta reisa skála í kringum braggann 1963 – líka í óleyfi og átti að rífa, borginni að kostnaðarlausu, ef með þyrfti. Þegar Sigurjón lést 1982, var skálinn orðinn ófullkomið húsnæði sem geymsla fyrir verkin hans og þá var mér ráðlegt að stofna safn til að búa til ramma og lögfestingu utan um þau.“ Með framlögum frá bönkum og fyrirtækjum og aðstoð ríkis og Reykjavíkurborgar tókst Birgittu að koma upp fallegu húsnæði svo hægt væri að skoða verk Sigurjóns í viðeigandi umhverfi. „Líf mitt hefur snúist um þennan mann minn og gerir enn því hann lét eftir sig stórt safn listaverka sem ég hef reynt að halda utan um. En ég stóð ekki ein. Það var fullt af fólki í kringum mig sem studdi mig.“ Hlíf er sú eina fjögurra barna Birgittu sem býr á Íslandi. Dagur og Ólafur eru í Danmörku og Freyr á Spáni. Þrjú þeirra verja með henni afmælisdeginum í dag. Birgitta segir sér hafa liðið vel á Laugarnestanga þótt þar gusti stundum hressilega. Hún kveðst hafa alist upp um kílómetra frá ströndinni á Vestur-Fjóni og enn halda tengslum við það byggðarlag. „Þó að bekkjarfélagar mínir séu ekki lengur á ferðinni hér þá kemur fólk af annarri kynslóð að heilsa upp á mig.“ Lífið Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
„Þetta er orðinn dálítill tími,“ segir Birgitta þegar minnst er á 85 ára afmælið í dag. Hún ólst upp á Fjóni í Danmörku en flutti til Íslands 25 ára og hefur því búið hér á landi í 60 ár. „Ég kom hingað með Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara 1956, þá áttum við tvö börn og settumst að á Laugarnestanga þar sem hann var með sitt heimili; ég var seinni eiginkona hans. Húsakynnin voru braggi þar sem Sigurjón var með vinnustofu og 30 fermetra áfast steinhús, allt leifar frá hernum. Fljótlega voru börnin orðin fjögur en Sigurjón orðinn sjúklingur því hann hafði fengið berkla ungur og það mein tók sig upp. Hann fékk að fara á Reykjalund því hann óttaðist að ef hann færi á Vífilsstaði ætti hann ekki afturkvæmt.“ Ragnar í Smára, sveitungi Sigurjóns, kom fjölskyldunni til hjálpar og lét reisa íbúðarhús sem var áfast eldra húsnæði, að sögn Birgittu. „Sigurjón vildi hvergi annars staðar vera en á Laugarnesinu en hér fékkst ekki byggingarleyfi svo byggt var timburhús í óleyfi sem mætti lyfta af grunni sínum ef við yrðum að flytja héðan. Húsið stóð tilbúið árið 1961 og inn flutti ég með börnin, Sigurjón kom heim af Reykjalundi ári seinna. Hann dreif í að láta reisa skála í kringum braggann 1963 – líka í óleyfi og átti að rífa, borginni að kostnaðarlausu, ef með þyrfti. Þegar Sigurjón lést 1982, var skálinn orðinn ófullkomið húsnæði sem geymsla fyrir verkin hans og þá var mér ráðlegt að stofna safn til að búa til ramma og lögfestingu utan um þau.“ Með framlögum frá bönkum og fyrirtækjum og aðstoð ríkis og Reykjavíkurborgar tókst Birgittu að koma upp fallegu húsnæði svo hægt væri að skoða verk Sigurjóns í viðeigandi umhverfi. „Líf mitt hefur snúist um þennan mann minn og gerir enn því hann lét eftir sig stórt safn listaverka sem ég hef reynt að halda utan um. En ég stóð ekki ein. Það var fullt af fólki í kringum mig sem studdi mig.“ Hlíf er sú eina fjögurra barna Birgittu sem býr á Íslandi. Dagur og Ólafur eru í Danmörku og Freyr á Spáni. Þrjú þeirra verja með henni afmælisdeginum í dag. Birgitta segir sér hafa liðið vel á Laugarnestanga þótt þar gusti stundum hressilega. Hún kveðst hafa alist upp um kílómetra frá ströndinni á Vestur-Fjóni og enn halda tengslum við það byggðarlag. „Þó að bekkjarfélagar mínir séu ekki lengur á ferðinni hér þá kemur fólk af annarri kynslóð að heilsa upp á mig.“
Lífið Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira