Stolt af íslenskum íþróttakonum í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2016 07:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir og Bryndís Rún Hansen settu saman sjö Íslandsmet á HM. Mynd/Aðsend Hrafnhildur Lúthersdóttir var enn á ný í fararbroddi íslenskra sundmanna á stórmóti á HM25 í Windsor í Kanada. Hún setti fimm Íslandsmet í þremur greinum og komst í þrjú undanúrslit. „Ég er mjög sátt,“ segir Hrafnhildur Lúthersdóttir. Hún komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á Ólympíuleikum í ágúst. „Ég var að koma mér aftur í form eftir Ólympíuleikana. Ég tók mér gott frí og þetta var því skemmtilegur og góður árangur á fyrsta móti eftir Ólympíuleikana,“ segir Hrafnhildur. „Ég var rosalega ánægð með árangurinn í Ríó en þurfti á fríi að halda enda búin að vera að æfa nær samfellt í fjögur ár,“ segir Hrafnhildur. Hún fagnar því sérstaklega að Ísland átti myndarlegan hóp á mótinu. Hún er elst og reyndust í hópnum og tók að sér „fyrirliðahlutverk. „Við hefðum ekki getað staðið okkur betur. Það eru allir að bæta sig og allir að setja Íslandsmet því allar boðsundssveitirnar settu Íslandsmet. Ég er ótrúlega stolt af þeim. Við sögðum að af því að við erum með svona marga á HM í 25 metra laug þá verða að minnsta kosti átta á HM næsta sumar. Það verður að setja smá pressu á þessa krakka,“ segir Hrafnhildur í léttum tón. „Ég er mjög ánægð með árið og gæti ekki beðið um meira,“ segir Hrafnhildur. Hún er að flytja heim eftir mörg ár í Bandaríkjunum þar sem hún var í skóla. „Ég verð bara að æfa með í SH og með vinnu hjá Iceland Travel. Ég er að reyna að gera eitthvað í lífinu því ég held að ég sé ekki með þennan atvinnumanna-persónuleika. Ég get ekki bara setið heima og bara verið að æfa,“ segir Hrafnhildur. Hún segist gera sér vonir um að vera kosin Íþróttamaður ársins. „Ég veit að ég átti gott ár og er bæði stolt og ánægð með það. Það er rosalega erfitt val á hverju ári og margt gott íþróttafólk í boði. Ég er samt rosalega stolt af íslenskum íþróttakonum í ár. Konurnar eru að taka yfir og ég vona að það verði bara þrjár konur á toppnum í ár,“ sagði Hrafnhildur. Mynd/Aðsend Fréttir ársins 2016 Sund Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir var enn á ný í fararbroddi íslenskra sundmanna á stórmóti á HM25 í Windsor í Kanada. Hún setti fimm Íslandsmet í þremur greinum og komst í þrjú undanúrslit. „Ég er mjög sátt,“ segir Hrafnhildur Lúthersdóttir. Hún komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á Ólympíuleikum í ágúst. „Ég var að koma mér aftur í form eftir Ólympíuleikana. Ég tók mér gott frí og þetta var því skemmtilegur og góður árangur á fyrsta móti eftir Ólympíuleikana,“ segir Hrafnhildur. „Ég var rosalega ánægð með árangurinn í Ríó en þurfti á fríi að halda enda búin að vera að æfa nær samfellt í fjögur ár,“ segir Hrafnhildur. Hún fagnar því sérstaklega að Ísland átti myndarlegan hóp á mótinu. Hún er elst og reyndust í hópnum og tók að sér „fyrirliðahlutverk. „Við hefðum ekki getað staðið okkur betur. Það eru allir að bæta sig og allir að setja Íslandsmet því allar boðsundssveitirnar settu Íslandsmet. Ég er ótrúlega stolt af þeim. Við sögðum að af því að við erum með svona marga á HM í 25 metra laug þá verða að minnsta kosti átta á HM næsta sumar. Það verður að setja smá pressu á þessa krakka,“ segir Hrafnhildur í léttum tón. „Ég er mjög ánægð með árið og gæti ekki beðið um meira,“ segir Hrafnhildur. Hún er að flytja heim eftir mörg ár í Bandaríkjunum þar sem hún var í skóla. „Ég verð bara að æfa með í SH og með vinnu hjá Iceland Travel. Ég er að reyna að gera eitthvað í lífinu því ég held að ég sé ekki með þennan atvinnumanna-persónuleika. Ég get ekki bara setið heima og bara verið að æfa,“ segir Hrafnhildur. Hún segist gera sér vonir um að vera kosin Íþróttamaður ársins. „Ég veit að ég átti gott ár og er bæði stolt og ánægð með það. Það er rosalega erfitt val á hverju ári og margt gott íþróttafólk í boði. Ég er samt rosalega stolt af íslenskum íþróttakonum í ár. Konurnar eru að taka yfir og ég vona að það verði bara þrjár konur á toppnum í ár,“ sagði Hrafnhildur. Mynd/Aðsend
Fréttir ársins 2016 Sund Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira