Fótbolti

Auðvitað mætir Arsenal liði Bayern München í 16 liða úrslitum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þetta er náttúrlega hætt að vera fyndið.
Þetta er náttúrlega hætt að vera fyndið. Vísir/Getty
Arsenal fékk ekki draumadráttinn sem það vonaðist eftir í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar loksins þegar það vann sinn riðil. Skytturnar drógust gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München þegar dregið var til 16 liða úrslitanna í dag.

Arsenal hafði ekki unnið sinn riðil í Meistaradeildinni síðan 2011 og hefur farið flatt á því undanfarin ár að lenda alltaf í öðru sæti og mæta bestu liðum álfunnar.

Sjá einnig:Var það svo bara ekkert gott fyrir Arsenal að vinna loksins riðilinn í Meistaradeildinni?

Bayern sló Arsenal úr leik árin 2013 og 2014, Monaco árið 2015 og Barcelona fyrr á þessu ári. Nú mætir Arsenal liði Bayern München í þriðja sinn á síðustu sex tímabilum en Bayern er eins og allir vita eitt allra besta lið Evrópu.

Þýskalandsmeistararnir lentu í öðru sæti í sínum riðli á eftir Atlético Madrid sem fékk Bayer Leverkusen. Arsenal hefur ekki komist lengra en 16 liða úrslitin undanfarin sex ár.

Hin ensku liðin eiga öllu þægilegri viðureignir fyrir höndum í 16 liða úrslitunum. Manchester City mætir Monaco og Englandsmeistarar Leicester mæta Sevilla frá Spáni.

Það verður svo boðið upp á risaslag í 16 liða úrslitunum þar sem PSG mætir Barcelona.

Fyrri leikirnir fara fram 14. og 15. febrúar og 21. og 22. febrúar. Seinni leikirnir verða svo spilaðir 7. og 8. mars og 14. og 15. mars.

Drátturinn í 16 liða úrslit:

Manchester City - Monaco

Real Madrid - Napoli

Benfica - Dortmund

Bayern München - Arsenal

Porto - Juventus

Bayer Leverkusen - Atlético Madrid

Paris Saint-Germain - Barcelona

Sevilla - Leicester


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×