Læknanám á Íslandi í 140 ár 14. desember 2016 13:00 Magnús Karl Magnússon, prófessor og forseti Læknadeildar HÍ, og Valgerður Bjarnadóttir, formaður Félags læknanema. Læknadeild HÍ og Félag læknanema standa fyrir málþinginu sem fram fer á föstudag. Mynd/GVA Málþing um 140 ára afmæli læknanáms á Íslandi verður haldið í Öskju föstudaginn 16. desember. Læknadeild Háskóla Íslands og Félag læknanema standa fyrir viðburðinum. Þar verður meðal annars fjallað um aðdraganda og upphaf Læknaskólans en Magnús Karl Magnússon, prófessor og forseti læknadeildar, fer hér yfir söguna í stórum dráttum. Valgerður Bjarnadóttir, formaður Félags læknanema greinir frá afstöðu nemenda neðar í greininni. „Upp úr miðri 19. öld var læknaskortur mikill í landinu. Enginn stundaði læknanám á Íslandi, fáir Íslendingar lögðu land undir fót til að nema læknisfræði og enn færri sneru heim með gráðu í farteskinu. Þrátt fyrir að stjórnvöld ívilnuðu að ýmsu leyti Íslendingum sem vildu leggja stund á læknanám ytra, voru aðeins tólf sem luku læknaprófi í Kaupmannahöfn fyrstu sex áratugi aldarinnar og fjórir þeirra ílentust ytra.“ Þannig lýsir Magnús stöðunni um það leyti sem nýr landlæknir, Jón Hjaltalín (1807-1882), tók við embætti árið 1855 en Jón Thorstensen, þáverandi landlæknir, hafði sýnt innlendri læknakennslu lítinn áhuga.Metnaðarfullur Jón Hjaltalín „Jón Hjaltalín beitti sér fyrir því að nýendurreist Alþingi samþykkti bænaskrá til konungs um stofnun læknaskóla á Íslandi. Þegar þeirri beiðni var hafnað gafst Jón Hjaltalín ekki upp og sótti fast að taka upp eldri sið og fá leyfi til þess að landlæknir mætti mennta unga sveina til læknaprófs,“ lýsir Magnús en það leyfi fékkst árið 1862. „Hófst þá uppbygging læknanáms með fjölbreyttu og metnaðarfullu námi, þar sem kennd voru meðal annars líkskurðarfræði, lífseðlisfræði, sjúkdómafræði, handlæknisfræði, yfirsetukvennafræði, chemie, heilbrigðisfræði, meðalaverkunarfræði og fleiri greinar.“ Þetta metnaðarfulla starf Jóns Hjaltalíns þótti sýna fram á getu Íslendinga til að mennta lækna og á næsta hálfa öðrum áratug lögðu þrettán ungir menn stund á nám og útskrifuðust sem kandídatar. Þar með var konungi ekki lengur stætt að neita kröfum Íslendinga um stofnun læknaskóla. „Árið 1876 var Læknaskóli Reykjavíkur því stofnaður með konungsbréfi og eru því 140 ár liðin frá stofnun læknaskóla á Íslandi í ár.“Lík Þórðar malakoff Í upphafi voru ráðnir þrír kennarar og fyrstu árin var skólinn rekinn í Sjúkrahúsi Reykjavíkur við enda Aðalstrætis en flutti síðar í Þingholtin í hús sem nú kallast Farsóttarhúsið. „Metnaður var mikill en stundum var erfitt að fá þann efnivið er til þurfti. Þannig var ávallt skortur á líkum til líkskurðarkennslu og er fræg sagan af Þórði malakoff Árnasyni, þekktum brennivínsberserk í borginni, sem seldi lík sitt Læknaskólanum með fyrirframgreiðslu og tórði svo árum saman læknanemum og kennurum skólans til nokkurs ama. Þegar Þórður malakoff loks dó árið 1897 var umtalað að læknanemar hafi tekið svo „sleitilega og frómlega“ til verks að dómkirkjuprestur hafi flutt líkræðu yfir nánast tómri kistunni,“ segir Magnús glettinn. Á þeim 35 árum sem Læknaskólinn starfaði jókst kennarafjöldinn úr þremur í átta og alls útskrifuðust 62 kandídatar frá skólanum. Læknaskóli Reykjavíkur var síðan ein grunnstoð í stofnun Háskóla Íslands árið 1911 og hófst þá nýr kafli í læknanámi á Íslandi.Heildarendurskoðun á læknanámi Magnús segir mikið hafa breyst á þeim 140 árum sem liðin eru frá upphafi læknanáms á Íslandi og enn sé mikil þróun fram undan. „Á þessu afmælisári er að hefjast heildarendurskoðun á læknanámi til að bregðast við auknum kröfum um gæði náms og til að undirbúa nýja kynslóð lækna fyrir þær fjölmörgu áskoranir sem við okkur blasa,“ segir Magnús en í nýlegri sjálfmatsskýrslu læknadeildarinnar voru greind þau atriði í náminu sem bæta má. „Endurskoðun á læknanámi mun leitast við að tengja enn betur saman grunnnám og klínískt nám, auka verulega á fjölbreytni kennsluaðferða, auka möguleika á rannsóknarnámi, svo sem samtengdu lækna- og doktorsnámi. Einnig verður hugað að því að mennta enn frekar þá lækna sem samfélagið þarfnast, svo sem með aukinni áherslu á heilsugæslu, persónumiðaða læknisfræði og heilsu aldraðra.“ Í sjálfsmatsskýrslunni komu einnig í ljós atriði sem læknadeild getur verið stolt af að sögn Magnúsar. „Til dæmis eru yfir 90 prósent nemenda í heildina ánægð með nám sitt. Þá eiga íslenskir læknar greiða leið í sérnám til bestu sjúkrahúsa austan hafs og vestan,“ upplýsir Magnús. Hann tekur dæmi um að íslenskir nemendur taki bandarískt stöðupróf í lok náms og nái frábærum árangri, skori að meðaltali 80-82 stig en meðaltal bandarískra læknanema á lokaári sé 75 stig. „Á þessum tímamótum í læknanámi á Íslandi væri engin betri afmælisgjöf en að stjórnvöld vöknuðu úr dvala og svöruðu ákalli háskólayfirvalda og samfélags um stóraukin fjárframlög til að tryggja komandi kynslóðum gæðamenntun sem mun tryggja heilsu, hamingju og hagsæld til framtíðar,“ segir Magnús með áherslu.GULLS ÍGILDI AÐ LÆRA AF REYNDUM LÆKNUM „Læknanemar eru að mínu mati almennt ánægðir með læknisfræðinámið og hefur það komið vel út á alþjóðlegum stöðlum,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður Félags læknanema, og útskýrir að námið sé uppbyggt þannig að fyrstu þrjú árin einkennist aðallega af fræðilegu námi og síðari þrjú af verknámi á heilbrigðisstofnunum. „Styrkleikar námsins felast meðal annars í mörgum góðum kennurum, öflugu vísindastarfi og gæðum verknámsins og hlutfallslega miklu verknámi. Í verknáminu hafa læknanemar tækifæri til að kynnast fjölbreyttum tilfellum og læra af sérfræðilæknum en Ísland sker sig úr mörgum öðrum löndum hvað nálægð milli sérfræðinga og læknanema varðar. Það er gulls ígildi að læra af reyndum læknum,“ segir hún.Ástráður, Bjargráður og Hugrún Valgerður segir að einnig fari fram fjölbreytt nám utan veggja skólans og spítalans. „Meðal annars í þeim verkefnum á vegum læknanema er tengjast samfélagslegri ábyrgð. Þar má nefna Bangsaspítalann sem læknar árlega á annað þúsund bangsa og einnig ýmis fræðslu- og forvarnarfélög er standa fyrir fyrirlestrum í framhalds- og grunnskólum. Elst af þeim félögum er Ástráður sem fræðir nemendur víðs vegar um landið um kynheilbrigði. Árið 2013 bættist við félagið Bjargráður sem kennir skyndihjálp og endurlífgun og er umfang þeirrar fræðslu stöðugt að aukast. Nýjasta félagið var stofnað á þessu ári og heitir Hugrún. Það er samstarfsverkefni læknanema, hjúkrunarfræðinema og sálfræðinema og hefur að markmiði að fræða íslensk ungmenni um geðheilbrigði. Það er afar lærdómsríkt fyrir nemendur að taka þátt í verkefnum sem þessum.“Ákall um fjölbreyttari kennsluhætti En er eitthvað sem betur má fara? „Baráttumál læknanema varðandi kennslumál eru ekki ósvipuð baráttumálum annarra nema við Háskóla Íslands. Ákall um fjölbreyttari kennsluhætti, svo sem vandamálamiðaða nálgun, vendikennslu og hermikennslu einkennir þá umræðu. Þá er mikilvægt að láta fyrri þrjú árin og þau seinni styðja vel við hvert annað, þ.e. að fræðilega námið sé góður undirbúningur fyrir það verklega og að í verknáminu nái nemendur aftur að auka skilning sinn á fræðunum. Það eru ýmsar hugmyndir í deiglunni um hvernig megi bæta þetta,“ svarar Valgerður.Málþingið 140 ára læknanám á Íslandi, hefst í Öskju, stofu 132, föstudaginn 16. desember klukkan 16 og stendur í tvo tíma. Nánari dagskrá má finna á www.hi.is. Alþingi Heilsa Lífið Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Málþing um 140 ára afmæli læknanáms á Íslandi verður haldið í Öskju föstudaginn 16. desember. Læknadeild Háskóla Íslands og Félag læknanema standa fyrir viðburðinum. Þar verður meðal annars fjallað um aðdraganda og upphaf Læknaskólans en Magnús Karl Magnússon, prófessor og forseti læknadeildar, fer hér yfir söguna í stórum dráttum. Valgerður Bjarnadóttir, formaður Félags læknanema greinir frá afstöðu nemenda neðar í greininni. „Upp úr miðri 19. öld var læknaskortur mikill í landinu. Enginn stundaði læknanám á Íslandi, fáir Íslendingar lögðu land undir fót til að nema læknisfræði og enn færri sneru heim með gráðu í farteskinu. Þrátt fyrir að stjórnvöld ívilnuðu að ýmsu leyti Íslendingum sem vildu leggja stund á læknanám ytra, voru aðeins tólf sem luku læknaprófi í Kaupmannahöfn fyrstu sex áratugi aldarinnar og fjórir þeirra ílentust ytra.“ Þannig lýsir Magnús stöðunni um það leyti sem nýr landlæknir, Jón Hjaltalín (1807-1882), tók við embætti árið 1855 en Jón Thorstensen, þáverandi landlæknir, hafði sýnt innlendri læknakennslu lítinn áhuga.Metnaðarfullur Jón Hjaltalín „Jón Hjaltalín beitti sér fyrir því að nýendurreist Alþingi samþykkti bænaskrá til konungs um stofnun læknaskóla á Íslandi. Þegar þeirri beiðni var hafnað gafst Jón Hjaltalín ekki upp og sótti fast að taka upp eldri sið og fá leyfi til þess að landlæknir mætti mennta unga sveina til læknaprófs,“ lýsir Magnús en það leyfi fékkst árið 1862. „Hófst þá uppbygging læknanáms með fjölbreyttu og metnaðarfullu námi, þar sem kennd voru meðal annars líkskurðarfræði, lífseðlisfræði, sjúkdómafræði, handlæknisfræði, yfirsetukvennafræði, chemie, heilbrigðisfræði, meðalaverkunarfræði og fleiri greinar.“ Þetta metnaðarfulla starf Jóns Hjaltalíns þótti sýna fram á getu Íslendinga til að mennta lækna og á næsta hálfa öðrum áratug lögðu þrettán ungir menn stund á nám og útskrifuðust sem kandídatar. Þar með var konungi ekki lengur stætt að neita kröfum Íslendinga um stofnun læknaskóla. „Árið 1876 var Læknaskóli Reykjavíkur því stofnaður með konungsbréfi og eru því 140 ár liðin frá stofnun læknaskóla á Íslandi í ár.“Lík Þórðar malakoff Í upphafi voru ráðnir þrír kennarar og fyrstu árin var skólinn rekinn í Sjúkrahúsi Reykjavíkur við enda Aðalstrætis en flutti síðar í Þingholtin í hús sem nú kallast Farsóttarhúsið. „Metnaður var mikill en stundum var erfitt að fá þann efnivið er til þurfti. Þannig var ávallt skortur á líkum til líkskurðarkennslu og er fræg sagan af Þórði malakoff Árnasyni, þekktum brennivínsberserk í borginni, sem seldi lík sitt Læknaskólanum með fyrirframgreiðslu og tórði svo árum saman læknanemum og kennurum skólans til nokkurs ama. Þegar Þórður malakoff loks dó árið 1897 var umtalað að læknanemar hafi tekið svo „sleitilega og frómlega“ til verks að dómkirkjuprestur hafi flutt líkræðu yfir nánast tómri kistunni,“ segir Magnús glettinn. Á þeim 35 árum sem Læknaskólinn starfaði jókst kennarafjöldinn úr þremur í átta og alls útskrifuðust 62 kandídatar frá skólanum. Læknaskóli Reykjavíkur var síðan ein grunnstoð í stofnun Háskóla Íslands árið 1911 og hófst þá nýr kafli í læknanámi á Íslandi.Heildarendurskoðun á læknanámi Magnús segir mikið hafa breyst á þeim 140 árum sem liðin eru frá upphafi læknanáms á Íslandi og enn sé mikil þróun fram undan. „Á þessu afmælisári er að hefjast heildarendurskoðun á læknanámi til að bregðast við auknum kröfum um gæði náms og til að undirbúa nýja kynslóð lækna fyrir þær fjölmörgu áskoranir sem við okkur blasa,“ segir Magnús en í nýlegri sjálfmatsskýrslu læknadeildarinnar voru greind þau atriði í náminu sem bæta má. „Endurskoðun á læknanámi mun leitast við að tengja enn betur saman grunnnám og klínískt nám, auka verulega á fjölbreytni kennsluaðferða, auka möguleika á rannsóknarnámi, svo sem samtengdu lækna- og doktorsnámi. Einnig verður hugað að því að mennta enn frekar þá lækna sem samfélagið þarfnast, svo sem með aukinni áherslu á heilsugæslu, persónumiðaða læknisfræði og heilsu aldraðra.“ Í sjálfsmatsskýrslunni komu einnig í ljós atriði sem læknadeild getur verið stolt af að sögn Magnúsar. „Til dæmis eru yfir 90 prósent nemenda í heildina ánægð með nám sitt. Þá eiga íslenskir læknar greiða leið í sérnám til bestu sjúkrahúsa austan hafs og vestan,“ upplýsir Magnús. Hann tekur dæmi um að íslenskir nemendur taki bandarískt stöðupróf í lok náms og nái frábærum árangri, skori að meðaltali 80-82 stig en meðaltal bandarískra læknanema á lokaári sé 75 stig. „Á þessum tímamótum í læknanámi á Íslandi væri engin betri afmælisgjöf en að stjórnvöld vöknuðu úr dvala og svöruðu ákalli háskólayfirvalda og samfélags um stóraukin fjárframlög til að tryggja komandi kynslóðum gæðamenntun sem mun tryggja heilsu, hamingju og hagsæld til framtíðar,“ segir Magnús með áherslu.GULLS ÍGILDI AÐ LÆRA AF REYNDUM LÆKNUM „Læknanemar eru að mínu mati almennt ánægðir með læknisfræðinámið og hefur það komið vel út á alþjóðlegum stöðlum,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður Félags læknanema, og útskýrir að námið sé uppbyggt þannig að fyrstu þrjú árin einkennist aðallega af fræðilegu námi og síðari þrjú af verknámi á heilbrigðisstofnunum. „Styrkleikar námsins felast meðal annars í mörgum góðum kennurum, öflugu vísindastarfi og gæðum verknámsins og hlutfallslega miklu verknámi. Í verknáminu hafa læknanemar tækifæri til að kynnast fjölbreyttum tilfellum og læra af sérfræðilæknum en Ísland sker sig úr mörgum öðrum löndum hvað nálægð milli sérfræðinga og læknanema varðar. Það er gulls ígildi að læra af reyndum læknum,“ segir hún.Ástráður, Bjargráður og Hugrún Valgerður segir að einnig fari fram fjölbreytt nám utan veggja skólans og spítalans. „Meðal annars í þeim verkefnum á vegum læknanema er tengjast samfélagslegri ábyrgð. Þar má nefna Bangsaspítalann sem læknar árlega á annað þúsund bangsa og einnig ýmis fræðslu- og forvarnarfélög er standa fyrir fyrirlestrum í framhalds- og grunnskólum. Elst af þeim félögum er Ástráður sem fræðir nemendur víðs vegar um landið um kynheilbrigði. Árið 2013 bættist við félagið Bjargráður sem kennir skyndihjálp og endurlífgun og er umfang þeirrar fræðslu stöðugt að aukast. Nýjasta félagið var stofnað á þessu ári og heitir Hugrún. Það er samstarfsverkefni læknanema, hjúkrunarfræðinema og sálfræðinema og hefur að markmiði að fræða íslensk ungmenni um geðheilbrigði. Það er afar lærdómsríkt fyrir nemendur að taka þátt í verkefnum sem þessum.“Ákall um fjölbreyttari kennsluhætti En er eitthvað sem betur má fara? „Baráttumál læknanema varðandi kennslumál eru ekki ósvipuð baráttumálum annarra nema við Háskóla Íslands. Ákall um fjölbreyttari kennsluhætti, svo sem vandamálamiðaða nálgun, vendikennslu og hermikennslu einkennir þá umræðu. Þá er mikilvægt að láta fyrri þrjú árin og þau seinni styðja vel við hvert annað, þ.e. að fræðilega námið sé góður undirbúningur fyrir það verklega og að í verknáminu nái nemendur aftur að auka skilning sinn á fræðunum. Það eru ýmsar hugmyndir í deiglunni um hvernig megi bæta þetta,“ svarar Valgerður.Málþingið 140 ára læknanám á Íslandi, hefst í Öskju, stofu 132, föstudaginn 16. desember klukkan 16 og stendur í tvo tíma. Nánari dagskrá má finna á www.hi.is.
Alþingi Heilsa Lífið Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira