Hugulsemi skiptir litlu Sæunn Gísladóttir skrifar 15. desember 2016 07:15 Best er að kaupa það sem fólk biður um á jólunum. Vísir/Getty Það að eyða miklum tíma í að leita að hinni fullkomnu gjöf handa öllum sem maður gefur jólagjafir og tryggja að mikil hugulsemi liggi þar að baki er sóun á tíma ef marka má nýja rannsókn um jólagjafir sem Jeff Galak við Carnegie Mellon-háskóla framkvæmdi. The New York Times greinir frá því að það sé einnig til lítils að stefna að mikilli afhjúpun á aðfangadag, hvort sem um er að ræða leikfang eða skartgrip. Flestir hafa lítinn áhuga á dramatískum jólagjöfum. Að mati Galaks fara góðar gjafir oft í vaskinn vegna þess að þeir sem eru að gefa gjöfina eru með hugann við athöfnina þegar gjöfin er opnuð á meðan þeir sem fá gjöfina vilja eitthvað nytsamlegt til lengri tíma litið. Samkvæmt rannsókninni er ekki endilega til góðs að hugsa gjöfina allt of mikið út frá einstaklingnum sem fær hana. Oft gefi einhver óheppilegar gjafir af því að hann er alltaf að hugsa um að gefa hverjum og einum sérstaklega góða og persónulega gjöf. Þá geti verið vænlegt til vinnings að spyrja viðkomandi einfaldlega hvað hann vilji og kaupa það. Sálfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að almennt sé fólk ánægðara með að fá gjöf af óskalista en gjafir sem ekki var beðið um. Margir eru meira að segja ánægðir með beinharða peninga, nema að um sé að ræða gjöf frá maka. Hugulsemin skilar venjulega ekki því sem búist er við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Það að eyða miklum tíma í að leita að hinni fullkomnu gjöf handa öllum sem maður gefur jólagjafir og tryggja að mikil hugulsemi liggi þar að baki er sóun á tíma ef marka má nýja rannsókn um jólagjafir sem Jeff Galak við Carnegie Mellon-háskóla framkvæmdi. The New York Times greinir frá því að það sé einnig til lítils að stefna að mikilli afhjúpun á aðfangadag, hvort sem um er að ræða leikfang eða skartgrip. Flestir hafa lítinn áhuga á dramatískum jólagjöfum. Að mati Galaks fara góðar gjafir oft í vaskinn vegna þess að þeir sem eru að gefa gjöfina eru með hugann við athöfnina þegar gjöfin er opnuð á meðan þeir sem fá gjöfina vilja eitthvað nytsamlegt til lengri tíma litið. Samkvæmt rannsókninni er ekki endilega til góðs að hugsa gjöfina allt of mikið út frá einstaklingnum sem fær hana. Oft gefi einhver óheppilegar gjafir af því að hann er alltaf að hugsa um að gefa hverjum og einum sérstaklega góða og persónulega gjöf. Þá geti verið vænlegt til vinnings að spyrja viðkomandi einfaldlega hvað hann vilji og kaupa það. Sálfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að almennt sé fólk ánægðara með að fá gjöf af óskalista en gjafir sem ekki var beðið um. Margir eru meira að segja ánægðir með beinharða peninga, nema að um sé að ræða gjöf frá maka. Hugulsemin skilar venjulega ekki því sem búist er við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira