Bíó og sjónvarp

Eiðurinn valin besta myndin á Noir in Film

Stefán Árni Pálsson skrifar
Baltasar Kormákur er leikstjóri Eiðsins ásamt því að fara með aðalhlutverk hennar.
Baltasar Kormákur er leikstjóri Eiðsins ásamt því að fara með aðalhlutverk hennar. Vísir
Eiðurinn mynd Baltsars Kormáks hlaut í fyrrakvöld verðlaun sem besta myndin á Noir in Film kvikmyndahátíðinni í Mílan á Ítalíu og voru verðlaunin veitt við hátíðlega athöfn.

Eins og nafnið gefur til kynna er meginþema Noir in Film kvikmyndahátíðarinnar spennu- og glæpamyndir, en hún er haldin í desember ár hvert og hefur hátíðin fest sig vel í sessi en hún var núna haldin í 26. sinn.

Meðal mynda sem hlotið hafið verðlaun á hátíðinni í gegnum tíðina eru: Reservoir Dogs eftir Quentin Tarantino, Shallow Grave eftir Danny Boyle, Seven eftir David Fincher, Enemy Mine   eftir Tony Scott og Alpha Dog eftir Nick Cassavetes.

Þá má geta þess að Ingvar E. Sigurðsson hlaut verðlaun sem besti leikarinn í aðalhlutverki árið 2007, þegar Mýrin var þar í þessari sömu keppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.