Houston Rockets vann sinn níunda leik í röð í nótt þegar liðið bar sigurorð af New Orleans á heimavelli, en lokatölur urðu 122-100 sigur Houston. James Harden fór enn og aftur á kostum.
Houston byrjaði af krafti í leiknum, en afar mikið var skorað í leiknum. Staðan var 72-50 í hálfleik og í síðari hálfleik héldu heimamenn sama takti og unnu að lokum 22 stiga sigur, 122-100.
James Harden átti enn og aftur frábæran leik fyrir Houston, en í nótt sló hann met. Hann skoraði 29 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók ellefu fráköst, en hann fór upp fyrir Hakeem Olajuwon í flestum tvennum fyrir Houston.
Spennan var mikil í nokkrum leikjum, en meðal annars vann Utah sigur á Dallas undir lokin, 103-100. Sacramento vann Memphis 96-92 og LA Clippers vann Miami 102-98.
Hér að neðan má sjá öll úrslit næturinnar.
Öll úrslitin:
Brooklyn - Orlando 111-118
Detroit - Washington 108-122
Charlotte - Boston 88-96
Atlanta - Toronto 125-121
Milwaukee - Chicago 95-69
New Orleans - Houston 100-122
LA Clippers - Miami 102-98
LA Lakers - Philadelphia 100-89
Sacramento - Memphis 96-92
Dallas - Utah 100-103

