NBA: San Antonio heiðraði Timmy með treyjuathöfn og dæmigerðum sigri | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2016 07:30 San Antonio Spurs vann sinn fjórða leik í röð í NBA-deildinni í nótt en þennan vann liðið á sérstöku kvöldi fyrir félagið. Washington Wizards vann endurkomusigur á Los Angeles Clippers og Utah Jazz hafði betur í einvígi tveggja sterkra varnarliða.Það var við hæfi að eftirmaður Tim Duncan, LaMarcus Aldridge, væri stighæstur og að liðið fagnaði góðum og dæmigerðum liðssigri á kvöldinu þar sem San Antonio Spurs heiðraði Tim Duncan og hengdi treyju hans upp í rjáfur. LaMarcus Aldridge var með 22 stig á 26 mínútum í 113-100 sigri San Antonio Spurs á New Orleans Pelicans en Spurs-liðið vann fyrstu þrjá leikhlutana og var komið í 92-71 fyrir lokaleikhlutann. Manu Ginobili var með 17 stig á 17 mínútum, Kawhi Leonard skoraði 13 stig á 24 mínútum og Tony Parker var með 12 stig og 6 stoðsendingar á 24 mínútuum. Jonathon Simmons skoraði 12 stig fyrir Spurs og Patty Mills var með 11 stig. Pau Gasol skoraði reyndar bara 7 stig en var með 14 fráköst og 4 stoðsendingar á 24 mínútum.Bradley Beal skoraði 41 stig þegar Washington Wizards vann 117-110 endurkomusigur á Los Angeles Clippers eftir að hafa endað leikinn á 22-8 spretti. Markieff Morris var með 12 af 23 stigum sínum í fjórða leikhluta þar sem leikmenn Wizards liðsins stigu varla feilspor. John Wall var með 18 stig og 11 stoðsendingar í þriðja sigri Washington Wizards í röð og ennfremur þeim fimmta í síðustu sex leikjum. Wizards lenti mest 11 stigum undir í þriðja leikhlutanum en hitti úr 12 af 15 skotum sínum í lokaleikhlutanum. Blake Griffin skoraði 26 stig fyrir Los Angeles Clippers en þau komu öll í fyrstu þremur leikhlutunum. Hann skoraði ekki eitt stig í þeim fjórða þar sem þjálfarinn Doc Rivers var meðal annars rekinn út úr húsi. DeAndre Jordan og Chris Paul voru báðir með tvennu í leiknum fyrir Clippers, Jordan skoraði 13 stig og tók 17 fráköst en Paul var með 13 stig og 12 stoðsendingar.Gordon Hayward skoraði 22 stig og franski miðherjinn Rudy Gobert var með 21 stig, 12 fráköst og 3 varin skot þegar Utah Jazz vann 82-73 útisigur á Memphis Grizzlies. Þetta var fjórði sigurleikur Utah liðsins í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Mike Conley skoraði mest fyrir Memphis eða 14 stig.DeMar DeRozan skoraði 31 stig og Jonas Valanciunas bætti við 16 stigum og 13 fráköstum þegar Toronto Raptors vann Orlando Magic á útivelli 109-79. DeRozan hefur skorað 30 stig eða meira í fjórum leikjum í röð og alls fimmtán leikjum á tímabilinu. Þetta var fjórtándi hundrað stiga leikur Toronto Raptors liðsins í röð.Isaiah Thomas skoraði 23 stig og var rekinn út úr húsi þegar Boston Celtics vann 105-95 útisigur á Miami Heat. Avery Bradley bætti við 20 stigum og Al Horford var með 17 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir Boston-liðið sem hefur unnið fimm leiki í röð á móti Miami Heat. Goran Dragic skoraði 31 stig fyrir Miami og Hassan Whiteside endaði með 23 stig og 17 fráköst. Isaiah Thomas var rekinn út þegar 3:02 mínútur voru eftir af leiknum fyrir að gefa Justise Winslow vænt olnbogaskot í andlitið. Thomas blóðgaði Winslow og var rekinn út eftir að dómarar skoðuðu myndbandsupptöku af atvikinu.Nýliðinn Joel Embiid skoraði 17 af 33 stigum sínum í þriðja leikhlutanum þegar Philadelphia 76ers vann 108-107 sigur á Brooklyn Nets. Embiid, sem er einn mest spennandi framtíðarleikmaður deildarinnar, hefur ekki skorað meira í einum leik en hann var einnig með 10 fráköst og hitti úr 12 af 17 skotum sínum.Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt: San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 113-100 Memphis Grizzlies - Utah Jazz 73-82 Miami Heat - Boston Celtics 95-105 Orlando Magic - Toronto Raptors 79-109 Philadelphia 76ers - Brooklyn Nets 108-107 Dallas Mavericks - Sacramento Kings 99-79 Washington Wizards - Los Angeles Clippers 117-110 NBA Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Leik lokið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira
San Antonio Spurs vann sinn fjórða leik í röð í NBA-deildinni í nótt en þennan vann liðið á sérstöku kvöldi fyrir félagið. Washington Wizards vann endurkomusigur á Los Angeles Clippers og Utah Jazz hafði betur í einvígi tveggja sterkra varnarliða.Það var við hæfi að eftirmaður Tim Duncan, LaMarcus Aldridge, væri stighæstur og að liðið fagnaði góðum og dæmigerðum liðssigri á kvöldinu þar sem San Antonio Spurs heiðraði Tim Duncan og hengdi treyju hans upp í rjáfur. LaMarcus Aldridge var með 22 stig á 26 mínútum í 113-100 sigri San Antonio Spurs á New Orleans Pelicans en Spurs-liðið vann fyrstu þrjá leikhlutana og var komið í 92-71 fyrir lokaleikhlutann. Manu Ginobili var með 17 stig á 17 mínútum, Kawhi Leonard skoraði 13 stig á 24 mínútum og Tony Parker var með 12 stig og 6 stoðsendingar á 24 mínútuum. Jonathon Simmons skoraði 12 stig fyrir Spurs og Patty Mills var með 11 stig. Pau Gasol skoraði reyndar bara 7 stig en var með 14 fráköst og 4 stoðsendingar á 24 mínútum.Bradley Beal skoraði 41 stig þegar Washington Wizards vann 117-110 endurkomusigur á Los Angeles Clippers eftir að hafa endað leikinn á 22-8 spretti. Markieff Morris var með 12 af 23 stigum sínum í fjórða leikhluta þar sem leikmenn Wizards liðsins stigu varla feilspor. John Wall var með 18 stig og 11 stoðsendingar í þriðja sigri Washington Wizards í röð og ennfremur þeim fimmta í síðustu sex leikjum. Wizards lenti mest 11 stigum undir í þriðja leikhlutanum en hitti úr 12 af 15 skotum sínum í lokaleikhlutanum. Blake Griffin skoraði 26 stig fyrir Los Angeles Clippers en þau komu öll í fyrstu þremur leikhlutunum. Hann skoraði ekki eitt stig í þeim fjórða þar sem þjálfarinn Doc Rivers var meðal annars rekinn út úr húsi. DeAndre Jordan og Chris Paul voru báðir með tvennu í leiknum fyrir Clippers, Jordan skoraði 13 stig og tók 17 fráköst en Paul var með 13 stig og 12 stoðsendingar.Gordon Hayward skoraði 22 stig og franski miðherjinn Rudy Gobert var með 21 stig, 12 fráköst og 3 varin skot þegar Utah Jazz vann 82-73 útisigur á Memphis Grizzlies. Þetta var fjórði sigurleikur Utah liðsins í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Mike Conley skoraði mest fyrir Memphis eða 14 stig.DeMar DeRozan skoraði 31 stig og Jonas Valanciunas bætti við 16 stigum og 13 fráköstum þegar Toronto Raptors vann Orlando Magic á útivelli 109-79. DeRozan hefur skorað 30 stig eða meira í fjórum leikjum í röð og alls fimmtán leikjum á tímabilinu. Þetta var fjórtándi hundrað stiga leikur Toronto Raptors liðsins í röð.Isaiah Thomas skoraði 23 stig og var rekinn út úr húsi þegar Boston Celtics vann 105-95 útisigur á Miami Heat. Avery Bradley bætti við 20 stigum og Al Horford var með 17 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir Boston-liðið sem hefur unnið fimm leiki í röð á móti Miami Heat. Goran Dragic skoraði 31 stig fyrir Miami og Hassan Whiteside endaði með 23 stig og 17 fráköst. Isaiah Thomas var rekinn út þegar 3:02 mínútur voru eftir af leiknum fyrir að gefa Justise Winslow vænt olnbogaskot í andlitið. Thomas blóðgaði Winslow og var rekinn út eftir að dómarar skoðuðu myndbandsupptöku af atvikinu.Nýliðinn Joel Embiid skoraði 17 af 33 stigum sínum í þriðja leikhlutanum þegar Philadelphia 76ers vann 108-107 sigur á Brooklyn Nets. Embiid, sem er einn mest spennandi framtíðarleikmaður deildarinnar, hefur ekki skorað meira í einum leik en hann var einnig með 10 fráköst og hitti úr 12 af 17 skotum sínum.Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt: San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 113-100 Memphis Grizzlies - Utah Jazz 73-82 Miami Heat - Boston Celtics 95-105 Orlando Magic - Toronto Raptors 79-109 Philadelphia 76ers - Brooklyn Nets 108-107 Dallas Mavericks - Sacramento Kings 99-79 Washington Wizards - Los Angeles Clippers 117-110
NBA Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Leik lokið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira