Lilja Dögg hefur áhyggjur af stöðu mála í Aleppo: Ráðuneytið leitar eftir auknu fjármagni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. desember 2016 20:00 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun sem felur í sér að eftirlitsmenn á vegum stofnunarinnar verði sendir til sýrlensku borgarinnar Aleppo. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hefur miklar áhyggjur af gangi mála. Hún segir að íslensk stjórnvöld vinni nú að því að leggja aukið fé til svæðisins. Um þrjú þúsund almennir borgarar voru fluttir á brott frá síðasta svæði uppreisnarmanna í sýrlensku borginni Aleppo, snemma í morgun. Flutningar frá Aleppo hófust að nýju í gærkvöldi, en áður hafði verið gert hlé á flutningunum vegna þess að kveikt var í rútum sem áttu að flytja fólk úr öðrum nærliggjandi bæjum, sem lúta stjórn stuðningsmanna Bashar- al-Assads forseta, en eru umkringdir af uppreisnarmönnum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur greint frá því að meðal þeirra 40 þúsund almennra borgara sem enn eru innikróaðir í Austur-Aleppo séu særð börn sem sum eru munaðarlaus. Íslendingar eru margir hverjir harmi slegnir yfir ástandinu í Aleppo en hvað ætla íslensk stjórnvöld að gera í málunum? „Við höfum miklar áhyggjur af stöðu mála og sérstakalega hvað hefur gengið illa að flytja fólk frá austurhluta borgarinnar. Mannúðaraðstoð hefur ekki komist þar að sem skyldi,“ segir Lilja Dögg sem fagnar nýrri ályktun Sameinuðu þjóðanna um að senda eftirlitsmenn á vegum stofnunarinnar til borgarinnar. Hún segir að Ísland hafi ásamt hinum Norðurlöndunum verið meðflutningsmenn að tillögunni. „Við erum núna með í undirbúningi að setja aukið fjármagn til svæðisins en allt í allt hafa íslensk stjórnvöld sett um tvo milljarða vegna flóttamannavandans vegna þessara átaka sem nú geisa í Sýrlandi,“ segir Lilja. Þegar er búið að ganga frá greiðslubeiðnum til UNICEF og í Sýrlandssjóð OCHA að fjárhæð 23 milljónir króna en í bígerð er að auka fjármagnið enn frekar. Einnig er stefnt að auknum fjárframlögum í fjárlögum ársins 2017. „Við erum í sambandi við þær stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem eru að veita brýnustu mannúðaraðstoð á svæðinu og við erum að kanna hver þörfin er og leita eftir auknu fjármagni til að sinna því,“ segir Lilja. Lilja segir móttöku flóttamanna hingað til lands vera enn annan þátt í því sem stjórnvöld hér á landi séu að gera til að bregðast við ástandinu. „Flóttamenn sem koma frá Sýrlandi verða í janúar 117. Það hefur verið tekið mjög vel á móti flóttamönnum og þeir hafa náð að aðlagast á Akureyri mjög vel þannig að ég er nokkuð bjartsýn á komu þessa hóps sem kemur núna í janúar,“ segir Lilja. Flóttamenn Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun sem felur í sér að eftirlitsmenn á vegum stofnunarinnar verði sendir til sýrlensku borgarinnar Aleppo. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hefur miklar áhyggjur af gangi mála. Hún segir að íslensk stjórnvöld vinni nú að því að leggja aukið fé til svæðisins. Um þrjú þúsund almennir borgarar voru fluttir á brott frá síðasta svæði uppreisnarmanna í sýrlensku borginni Aleppo, snemma í morgun. Flutningar frá Aleppo hófust að nýju í gærkvöldi, en áður hafði verið gert hlé á flutningunum vegna þess að kveikt var í rútum sem áttu að flytja fólk úr öðrum nærliggjandi bæjum, sem lúta stjórn stuðningsmanna Bashar- al-Assads forseta, en eru umkringdir af uppreisnarmönnum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur greint frá því að meðal þeirra 40 þúsund almennra borgara sem enn eru innikróaðir í Austur-Aleppo séu særð börn sem sum eru munaðarlaus. Íslendingar eru margir hverjir harmi slegnir yfir ástandinu í Aleppo en hvað ætla íslensk stjórnvöld að gera í málunum? „Við höfum miklar áhyggjur af stöðu mála og sérstakalega hvað hefur gengið illa að flytja fólk frá austurhluta borgarinnar. Mannúðaraðstoð hefur ekki komist þar að sem skyldi,“ segir Lilja Dögg sem fagnar nýrri ályktun Sameinuðu þjóðanna um að senda eftirlitsmenn á vegum stofnunarinnar til borgarinnar. Hún segir að Ísland hafi ásamt hinum Norðurlöndunum verið meðflutningsmenn að tillögunni. „Við erum núna með í undirbúningi að setja aukið fjármagn til svæðisins en allt í allt hafa íslensk stjórnvöld sett um tvo milljarða vegna flóttamannavandans vegna þessara átaka sem nú geisa í Sýrlandi,“ segir Lilja. Þegar er búið að ganga frá greiðslubeiðnum til UNICEF og í Sýrlandssjóð OCHA að fjárhæð 23 milljónir króna en í bígerð er að auka fjármagnið enn frekar. Einnig er stefnt að auknum fjárframlögum í fjárlögum ársins 2017. „Við erum í sambandi við þær stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem eru að veita brýnustu mannúðaraðstoð á svæðinu og við erum að kanna hver þörfin er og leita eftir auknu fjármagni til að sinna því,“ segir Lilja. Lilja segir móttöku flóttamanna hingað til lands vera enn annan þátt í því sem stjórnvöld hér á landi séu að gera til að bregðast við ástandinu. „Flóttamenn sem koma frá Sýrlandi verða í janúar 117. Það hefur verið tekið mjög vel á móti flóttamönnum og þeir hafa náð að aðlagast á Akureyri mjög vel þannig að ég er nokkuð bjartsýn á komu þessa hóps sem kemur núna í janúar,“ segir Lilja.
Flóttamenn Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira