Kotaku greinir frá þessu en fyrirtækið hét Internet Gaming Entertainment. Gullið fékk fyrirtækið frá starfsmönnum í Kína sem unnu við spilun leiksins en sala þess fyrir raunverulegt fé er óheimil í leiknum.

Fúll spilari leiksins kærði fyrirtækið árið 2007. Sættir náðust á milli aðila og hætti fyrirtækið alfarið sölu gulls. Þá varð Bannon forstjóri og þar til 2012 stýrði hann fyrirtækinu undir nýju nafni, Affinity Media. Einbeitti hann sér að rekstri á leitarvélunum Wowhead, Lolking og TF2Outpost sem gerðar eru fyrir tölvuleikina World of Warcraft, League of Legends og Team Fortress 2.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu