Frábær sjö fugla hringur hjá Ólafíu | Er núna í sjöunda sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2016 17:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/LET/Tristan Jones Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék frábærlega á öðrum hringnum á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð kvenna í atvinnugolfi. Íslandsmeistarinn sýndi úr hverju hún er gerð með stórkostlegri spilamennsku í dag. Ólafía lék holurnar átján á sex höggum undir pari og er þar með á fjórum höggum undir pari eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Ólafía var í sjöunda sæti þegar hún lauk keppni í dag og hafði þar með hækkað sig um 65 sæti. Hún hóf daginn í 72.til 91. sæti. Tuttugu efstu tryggja sér fullan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni en Ólafía þarf að enda í einu af 20 efstu sætunum að loknum fimmta hringnum sem fram fer á sunnudaginn. Ólafía lék fyrsta daginn á tveimur höggum yfir pari en hún spilaði þá Hills-völlinn sem er mjög krefjandi. Það mátti sjá bæði á skori kylfinga í gær og í dag. Ólafía nýtti sér það vel að vera að spila Jones-völlinn í dag og það var frábært að sjá hana safna fuglunum. Ólafía byrjaði á tíundu holunni og lék því seinni níu holurnar fyrst. Hún var á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu níu holurnar (þrír fuglar, einn skolli). Ólafía var síðan sjóðandi á seinni níu þar sem hún var með fjóra fugla og engan skolla. Ólafía fékk alls sjö fugla í dag og einn skolla. Eftir fjóra skolla á fyrstu sjö holunum í gær hefur hún spilað mjög vel. Ólafía er sjö undir á síðustu 29 holunum sínum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig annar dagurinn gekk fyrir sig en hann var í beinni textalýsingu hér inn á Vísi. Golf Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék frábærlega á öðrum hringnum á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð kvenna í atvinnugolfi. Íslandsmeistarinn sýndi úr hverju hún er gerð með stórkostlegri spilamennsku í dag. Ólafía lék holurnar átján á sex höggum undir pari og er þar með á fjórum höggum undir pari eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Ólafía var í sjöunda sæti þegar hún lauk keppni í dag og hafði þar með hækkað sig um 65 sæti. Hún hóf daginn í 72.til 91. sæti. Tuttugu efstu tryggja sér fullan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni en Ólafía þarf að enda í einu af 20 efstu sætunum að loknum fimmta hringnum sem fram fer á sunnudaginn. Ólafía lék fyrsta daginn á tveimur höggum yfir pari en hún spilaði þá Hills-völlinn sem er mjög krefjandi. Það mátti sjá bæði á skori kylfinga í gær og í dag. Ólafía nýtti sér það vel að vera að spila Jones-völlinn í dag og það var frábært að sjá hana safna fuglunum. Ólafía byrjaði á tíundu holunni og lék því seinni níu holurnar fyrst. Hún var á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu níu holurnar (þrír fuglar, einn skolli). Ólafía var síðan sjóðandi á seinni níu þar sem hún var með fjóra fugla og engan skolla. Ólafía fékk alls sjö fugla í dag og einn skolla. Eftir fjóra skolla á fyrstu sjö holunum í gær hefur hún spilað mjög vel. Ólafía er sjö undir á síðustu 29 holunum sínum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig annar dagurinn gekk fyrir sig en hann var í beinni textalýsingu hér inn á Vísi.
Golf Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira