Reiðasta þruman í þrennu-herferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2016 06:30 Westbrook hefur verið magnaður í vetur. vísir/getty Oscar Robertson hefur til þessa verið einstakur leikmaður í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann er sá eini sem hefur verið með þrennu að meðaltali í leik, það er yfir tíu í stigum, fráköstum og stoðsendingum. Draumurinn um þrennu-tímabil er ekki svo fjarlægur lengur eftir magnaða byrjun Russells Westbrook í vetur. Russell Westbrook var með þrennu fjórða leikinn í röð í fyrrinótt þegar Oklahoma City Thunder vann Washington Wizards. Kappinn endaði með 35 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. „Það skiptir ekki máli þótt ég sé að klikka á skotum því ég get haft áhrif á útkomu leiksins með öðrum hætti. Ég reyni alltaf að finna leiðir til þess í gegnum allan leikinn,“ sagði Russell Westbrook. Eftir 20 leiki er hann með 31,2 stig, 10,5 fráköst og 11,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er í öðru sæti í bæði stigum og stoðsendingum en í ellefta sæti í fráköstum. „Þegar hann lendir í mótlæti í leikjunum þá einbeitir hann sér enn betur sem er einstakt að mínu mati,“ sagði þjálfari hans Billy Donovan.grafík/fréttablaðiðSpilar í reiðikasti Aðrir hafa bent á það að besta leiðin til að lýsa leikstíl Russells Westbrook sé að það sé eins og hann spili leikinn í reiðikasti. Hann er á milljón allan tímann og þar fer maður með einstaka líkamlega hæfileika. Sprengikrafturinn og hraðinn skilur menn eftir í rykmekki og hann er miskunnarlaus þegar kemur að því að keyra á varnir mótherjanna. Westbrook hefur alltaf spilað reiður en hann mætti inn í tímabilið með fullan tank af bræði eftir að Kevin Durant skildi hann eftir hjá OKC og færði sig yfir í ljúfa liðið hjá Golden State Warriors. Eftir stóð Westbrook með heilt NBA-lið á bakinu og útkoman stefnir í að vera söguleg. Westbrook þurfti bara fjögur fráköst í síðasta leik sínum í nóvember til að tryggja það að hann kæmi inn í desember með þrennu að meðaltali í leik eitthvað sem hafði ekki gerst í NBA í hálfa öld.Hugtakið var þá ekki til Þegar Oscar Robertson var með þrennu að meðaltali tímabilið 1961-62 (30,8 stig, 12,5 fráköst, 11,4 stoðsendingar) þá var hugtakið „triple-double“ reyndar ekki til. Það var enginn búinn að telja það saman þá að Robertson hafi náð 181 þrennu og verið með þrennu að meðaltali yfir sex tímabil frá 1960 til 1966 (30,4 stig, 10,0 fráköst og 10,7 stoðsendingar). Hugtakið „triple-double“, eða þreföld tvenna eins og þetta hefur verið kallað á íslensku, varð ekki til fyrr en á níunda áratugnum þegar Galdramaðurinn Ervin Magic Johnson fór að safna þrennum með Lakers-liðinu. Robertson hefur sjálfur sagt að hann hefði nú örugglega náð miklu fleiri þrennum og um leið fleiri þrennutímabilum ef hann hefði vitað að menn myndu gera svona mikið úr þessu. Á þessum sex tímabilum vantaði nefnilega oft bara aðeins upp á að hann væri með fleiri en eitt tímabil með þrennu að meðaltali. Síðan er liðin meira en hálf öld og margir frábærir og fjölhæfir leikmenn hafa spilað í deildinni eins og Larry Brid, Jason Kidd og LeBron James. Enginn hefur komist nálægt þessu. Magic Johnson komst næst því að vera með þrennu að meðaltali fyrir 35 árum þegar hann var með 18,6 stig, 9,6 fráköst og 9,5 stoðsendingar að meðaltali með Los Angeles Lakers tímabilið 1981-82. Eftir hina mögnuðu frammistöðu Russells Westbrook þennan rúma fyrsta mánuð tímabilsins er ekkert skrýtið að tölfræðingar sem aðrir körfuboltaáhugamenn fari að sjá fyrir sér sögulega útkomu fyrir þennan einstaka leikmann. Það að bara einn leikmaður hafi náð þessu á öllum sjötíu tímabilunum í sögu NBA sýnir svart á hvítu hversu erfitt það er að ná að viðhalda slíkum ofurtölum yfir 82 leikja tímabil. Russell Westbrook er hins vegar búinn með 20 leiki eða tæplega 25 prósent tímabilsins og hann hefur verið að bæta í frekar en hitt og þá aðallega í fráköstunum. Það eru einmitt fráköstin sem eru líklegust til að koma í veg fyrir þrennumeðaltalið hans.grafík/fréttablaðiðEkki mikið til skiptanna Westbrook er reyndar ekki með besta skotvalið í deildinni og það er oft ekki mikið eftir til skiptanna fyrir félagana þegar hann hefur lokið sér af. Þar liggur mesta gagnrýnin á hann og sem dæmi um það hefur Kevin Durant blómstrað í liðsboltanum í Golden State Warriors. Westbrook hefur hins vegar jafnframt burði til að taka leiki yfir og bjarga sínu liði af brúninni. Gott dæmi um þetta er leikurinn í fyrrinótt. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var Westbrook „bara“ með 14 stig og hafði aðeins hitt úr 5 af 24 skotum sínum. Það sem eftir lifði fjórða leikhlutans og í framlengingunni skoraði hann aftur á móti 21 stig og hitti úr 7 af 11 skotum. Mótherjarnir í Wizards skoruðu á sama tíma bara 18 stig. Það er ekki alltaf auðvelt að vera liðsfélagi Westbrook sem er mikið með boltann og tekur mörg skot. Núna er hann farinn að einoka fráköstin líka. „Ég verð að fara að stíga hann út. Hann skilur engin fráköst lengur eftir fyrir okkur stóru strákana,“ sagði Enes Kanter í gríni. Þrennur Westbrook eru að skila sigrum en Oklahoma City Thunder hefur unnið síðustu fjóra leiki þar sem kappinn hefur verið með þrennu á hverju kvöldi. Frammistaða Westbrooks á síðustu vikum þýðir að allir verða með augum á tölfræðidálki hans í hverjum leik og meðaltölin hans verða frétt eftir hvern einasta leik. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Oscar Robertson hefur til þessa verið einstakur leikmaður í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann er sá eini sem hefur verið með þrennu að meðaltali í leik, það er yfir tíu í stigum, fráköstum og stoðsendingum. Draumurinn um þrennu-tímabil er ekki svo fjarlægur lengur eftir magnaða byrjun Russells Westbrook í vetur. Russell Westbrook var með þrennu fjórða leikinn í röð í fyrrinótt þegar Oklahoma City Thunder vann Washington Wizards. Kappinn endaði með 35 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. „Það skiptir ekki máli þótt ég sé að klikka á skotum því ég get haft áhrif á útkomu leiksins með öðrum hætti. Ég reyni alltaf að finna leiðir til þess í gegnum allan leikinn,“ sagði Russell Westbrook. Eftir 20 leiki er hann með 31,2 stig, 10,5 fráköst og 11,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er í öðru sæti í bæði stigum og stoðsendingum en í ellefta sæti í fráköstum. „Þegar hann lendir í mótlæti í leikjunum þá einbeitir hann sér enn betur sem er einstakt að mínu mati,“ sagði þjálfari hans Billy Donovan.grafík/fréttablaðiðSpilar í reiðikasti Aðrir hafa bent á það að besta leiðin til að lýsa leikstíl Russells Westbrook sé að það sé eins og hann spili leikinn í reiðikasti. Hann er á milljón allan tímann og þar fer maður með einstaka líkamlega hæfileika. Sprengikrafturinn og hraðinn skilur menn eftir í rykmekki og hann er miskunnarlaus þegar kemur að því að keyra á varnir mótherjanna. Westbrook hefur alltaf spilað reiður en hann mætti inn í tímabilið með fullan tank af bræði eftir að Kevin Durant skildi hann eftir hjá OKC og færði sig yfir í ljúfa liðið hjá Golden State Warriors. Eftir stóð Westbrook með heilt NBA-lið á bakinu og útkoman stefnir í að vera söguleg. Westbrook þurfti bara fjögur fráköst í síðasta leik sínum í nóvember til að tryggja það að hann kæmi inn í desember með þrennu að meðaltali í leik eitthvað sem hafði ekki gerst í NBA í hálfa öld.Hugtakið var þá ekki til Þegar Oscar Robertson var með þrennu að meðaltali tímabilið 1961-62 (30,8 stig, 12,5 fráköst, 11,4 stoðsendingar) þá var hugtakið „triple-double“ reyndar ekki til. Það var enginn búinn að telja það saman þá að Robertson hafi náð 181 þrennu og verið með þrennu að meðaltali yfir sex tímabil frá 1960 til 1966 (30,4 stig, 10,0 fráköst og 10,7 stoðsendingar). Hugtakið „triple-double“, eða þreföld tvenna eins og þetta hefur verið kallað á íslensku, varð ekki til fyrr en á níunda áratugnum þegar Galdramaðurinn Ervin Magic Johnson fór að safna þrennum með Lakers-liðinu. Robertson hefur sjálfur sagt að hann hefði nú örugglega náð miklu fleiri þrennum og um leið fleiri þrennutímabilum ef hann hefði vitað að menn myndu gera svona mikið úr þessu. Á þessum sex tímabilum vantaði nefnilega oft bara aðeins upp á að hann væri með fleiri en eitt tímabil með þrennu að meðaltali. Síðan er liðin meira en hálf öld og margir frábærir og fjölhæfir leikmenn hafa spilað í deildinni eins og Larry Brid, Jason Kidd og LeBron James. Enginn hefur komist nálægt þessu. Magic Johnson komst næst því að vera með þrennu að meðaltali fyrir 35 árum þegar hann var með 18,6 stig, 9,6 fráköst og 9,5 stoðsendingar að meðaltali með Los Angeles Lakers tímabilið 1981-82. Eftir hina mögnuðu frammistöðu Russells Westbrook þennan rúma fyrsta mánuð tímabilsins er ekkert skrýtið að tölfræðingar sem aðrir körfuboltaáhugamenn fari að sjá fyrir sér sögulega útkomu fyrir þennan einstaka leikmann. Það að bara einn leikmaður hafi náð þessu á öllum sjötíu tímabilunum í sögu NBA sýnir svart á hvítu hversu erfitt það er að ná að viðhalda slíkum ofurtölum yfir 82 leikja tímabil. Russell Westbrook er hins vegar búinn með 20 leiki eða tæplega 25 prósent tímabilsins og hann hefur verið að bæta í frekar en hitt og þá aðallega í fráköstunum. Það eru einmitt fráköstin sem eru líklegust til að koma í veg fyrir þrennumeðaltalið hans.grafík/fréttablaðiðEkki mikið til skiptanna Westbrook er reyndar ekki með besta skotvalið í deildinni og það er oft ekki mikið eftir til skiptanna fyrir félagana þegar hann hefur lokið sér af. Þar liggur mesta gagnrýnin á hann og sem dæmi um það hefur Kevin Durant blómstrað í liðsboltanum í Golden State Warriors. Westbrook hefur hins vegar jafnframt burði til að taka leiki yfir og bjarga sínu liði af brúninni. Gott dæmi um þetta er leikurinn í fyrrinótt. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var Westbrook „bara“ með 14 stig og hafði aðeins hitt úr 5 af 24 skotum sínum. Það sem eftir lifði fjórða leikhlutans og í framlengingunni skoraði hann aftur á móti 21 stig og hitti úr 7 af 11 skotum. Mótherjarnir í Wizards skoruðu á sama tíma bara 18 stig. Það er ekki alltaf auðvelt að vera liðsfélagi Westbrook sem er mikið með boltann og tekur mörg skot. Núna er hann farinn að einoka fráköstin líka. „Ég verð að fara að stíga hann út. Hann skilur engin fráköst lengur eftir fyrir okkur stóru strákana,“ sagði Enes Kanter í gríni. Þrennur Westbrook eru að skila sigrum en Oklahoma City Thunder hefur unnið síðustu fjóra leiki þar sem kappinn hefur verið með þrennu á hverju kvöldi. Frammistaða Westbrooks á síðustu vikum þýðir að allir verða með augum á tölfræðidálki hans í hverjum leik og meðaltölin hans verða frétt eftir hvern einasta leik.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira