Qvortrup sagði frá þessu á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld. Hann ásamt fimm fyrrverandi starfsmönnum blaðsins hlutu dóma fyrir að hafa fengið hakkara til að stela kreditkortaupplýsingum frægs fólks og vinna fréttir upp úr færslunum.
Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á hinum dæmdu voru leikararnir Mads Mikkelsen og Pelle Hvenegaard, forsætisráðherrann Lars Løkke Rasmussen, Jóakim prins, lögmaðurinn og viðskiptamaðurinn Rigmor Zobel, og Lene Nystrøm, söngkona Aqua. Brotin áttu sér stað á árunum 2002 til 2008.
Dómstóllinn dæmdi Qvortrup í fimmtán mánaða fangelsi, þar af þrjá óskilorðsbundna. Hann segir að hann komi ekki til með að áfrýja þar sem hann vilji nú ljúka málinu „sem hafi vegið þungt á honum í tæp þrjú ár og snúa að málum sem áttu sér stað fyrir næstum níu árum.“
Það sé ekki síst fjölskyldu sinnar vegna sem hann vilji ljúka málinu.
Af þeim fimm sem hlutu dóma í síðustu viku er hakkarinn sá eini sem hefur áfrýjað dómnum.