Gáfu lag til að gera heiminn betri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2016 11:15 Gosar og Prins Póló í góðu jólastuði. Það er geggjað að fá svona frábært jólalag að gjöf,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Unicef á Íslandi. „Lagið mun veita okkur ómetanlega hjálp við að vekja athygli á sönnum gjöfum. Hægt er að hlusta á það og horfa á myndbandið við það á vefnum sannargjafir.is þar sem fólk getur keypt gjafabréf og gefið hvert öðru í jólagjöf. Hvert gjafabréf gefur hjálpargögn fyrir börn, svo sem námsgögn, hlý teppi og moskítónet. Þannig gera sannar gjafir fólki kleift að rétta hjálparhönd á einfaldan og skemmtilegan hátt.“ Sigríður segir sannar gjafir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi, ekki síst fyrir jólin, og nú leggi Prins Póló og hljómsveitin Gosar sitt af mörkum til að benda enn fleirum á þennan skemmtilega möguleika og gera heiminn betri. Í myndbandinu sem fylgir laginu koma meðal annars fyrir ofskreytt jólatré, jólaskreyttur Valdimar og tónlistarmenn að smakka vítamínbætt jarðhnetumauk í ískulda. „Við erum himinlifandi með lagið og myndbandið og þetta hlýja og góða framtak,“ segir Sigríður. „Lagið kemur manni síðan beint í jólaskapið!“ Hér er lagið tekið úti á götu. Þetta segir svo listamaðurinn Prins Póló um gerð lagsins Jólakveðju. Rétt fyrir síðustu jól greip mig gríðarleg jólastemning. Þar sem ég stóð inni í stofunni heima var eins og andi jólanna ætlaði að bera mig ofurliði. Ég staulaðist inn í svefnherbergi og greip með mér lítið Casio-hljómborð. Ég settist á rúmstokkinn og á skömmum tíma vall upp úr mér lítið jólalag. Ég stakk laginu ofan í skúffu þar til nú í haust þegar ég dustaði af því rykið. Þegar Gosarnir, þeir Valdimar Guðmundsson, Snorri Helgason, Teitur Magnússon og Jón Mýrdal, heimsóttu okkur fjölskylduna í sveitina um daginn þá var ég langt kominn með að hljóðrita lagið og fékk ég því drengina til að leggja raddir sínar og gítarþukl ofan á upptökuna. Því næst sendi ég lagið í hljóðblöndun til Axels Árnasonar. Þegar ég fékk lagið aftur í hendurnar velti ég því fyrir mér hvað ég ætti að gera við það og í anda boðskapar lagsins ákvað ég að gefa Unicef það.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. desember 2016. Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira
Það er geggjað að fá svona frábært jólalag að gjöf,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Unicef á Íslandi. „Lagið mun veita okkur ómetanlega hjálp við að vekja athygli á sönnum gjöfum. Hægt er að hlusta á það og horfa á myndbandið við það á vefnum sannargjafir.is þar sem fólk getur keypt gjafabréf og gefið hvert öðru í jólagjöf. Hvert gjafabréf gefur hjálpargögn fyrir börn, svo sem námsgögn, hlý teppi og moskítónet. Þannig gera sannar gjafir fólki kleift að rétta hjálparhönd á einfaldan og skemmtilegan hátt.“ Sigríður segir sannar gjafir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi, ekki síst fyrir jólin, og nú leggi Prins Póló og hljómsveitin Gosar sitt af mörkum til að benda enn fleirum á þennan skemmtilega möguleika og gera heiminn betri. Í myndbandinu sem fylgir laginu koma meðal annars fyrir ofskreytt jólatré, jólaskreyttur Valdimar og tónlistarmenn að smakka vítamínbætt jarðhnetumauk í ískulda. „Við erum himinlifandi með lagið og myndbandið og þetta hlýja og góða framtak,“ segir Sigríður. „Lagið kemur manni síðan beint í jólaskapið!“ Hér er lagið tekið úti á götu. Þetta segir svo listamaðurinn Prins Póló um gerð lagsins Jólakveðju. Rétt fyrir síðustu jól greip mig gríðarleg jólastemning. Þar sem ég stóð inni í stofunni heima var eins og andi jólanna ætlaði að bera mig ofurliði. Ég staulaðist inn í svefnherbergi og greip með mér lítið Casio-hljómborð. Ég settist á rúmstokkinn og á skömmum tíma vall upp úr mér lítið jólalag. Ég stakk laginu ofan í skúffu þar til nú í haust þegar ég dustaði af því rykið. Þegar Gosarnir, þeir Valdimar Guðmundsson, Snorri Helgason, Teitur Magnússon og Jón Mýrdal, heimsóttu okkur fjölskylduna í sveitina um daginn þá var ég langt kominn með að hljóðrita lagið og fékk ég því drengina til að leggja raddir sínar og gítarþukl ofan á upptökuna. Því næst sendi ég lagið í hljóðblöndun til Axels Árnasonar. Þegar ég fékk lagið aftur í hendurnar velti ég því fyrir mér hvað ég ætti að gera við það og í anda boðskapar lagsins ákvað ég að gefa Unicef það.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. desember 2016.
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira