Landspítali leitar til ráðherra um skerðingu á þjónustu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. desember 2016 19:00 Framkvæmdastjórn Landspítalans ætlar að leita til heilbrigðisráðherra um tillögur til að skera niður þjónustu fái spítalinn ekki aukið fjármagn. Gert er ráð fyrir að framlög til spítalans verði aukin um tvo milljarða í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt verður eftir helgi, en 12 milljarða vantar til að sinna nauðsynlegri þjónustu. Alþingi kemur saman í fyrsta sinn eftir alþingiskosningar á þriðjudag. Helsta verkefni þingmanna verður að ná samkomulagi um fjárlög en frumvarpið verður kynnt á þriðjudag.Vantar 12 milljarða en fá tvo Samkvæmt ríkisfjármálaáætlun er gert ráð fyrir auknum framlögum til heilbrigðismála í fjárlögum næsta árs. Hér á Landspítalanum er gert ráð fyrir að framlög til spítalans verði aukin um að hámarki tvo milljarða króna. „Því miður að þá er það alls ekki í samræmi við þarfir og jafnvel þó við fengum alla þessa tvo milljarða, að þá nægir það varla til þess að svara þeirri eftirspurnaraukningu sem að verður á ári hverju, sem að er að minnsta kosti 1,7 prósent,” segir María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans. Skerðing á þjónustu Það munar því um 10 milljörðum á því sem spítalinn fær og því sem hann vantar til að sinna allri þjónustu. María segir þetta einfaldlega ekki ganga upp en gangi þetta eftir muni Landspítalinn kynna fyrir heilbrigðisyfirvöldum hvað þetta kæmi til með að þýða fyrir spítalann. „Svona gat, upp á allt að 12 milljarða, eftir því hvernig talið er, það þýðir auðvitað bara skerðingu á þjónustu. Það er því miður ekki hægt að skilja það öðru vísi,” segir María. Leita til ráðherra ef til skerðingar á þjónustu kemur Hún segir að komi til þess að skerða þurfi þjónustu muni spítalinn leita til heilbrigðisráðherra um hvernig það skuli gert, en það sé í samræmi við ný lög um opinber fjármál. „Það er sem sagt ekki Landspítalinn sem að ákveður að skerða þjónustu, það eru heilbrigðisyfirvöld á hverjum tíma sem að ákveða hvaða þjónusta á að vera í boði fyrir landsmenn,” segir María. Það sé vissulega rétt að það sé verið að auka fjármagn til heilbrigðismála í ríkisfjármálaáætlun. Hins vegar sé þetta einfaldlega ekki nóg enda Landspítalinn að koma undan löngu og erfiðu tímabili. Til samanburðar megi benda á að spítalinn sé á föstu verðlagi rekinn fyrir sömu fjárhæðir og í byrjun aldarinnar en á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað mikið og spítalinn tekið við mörgum nýjum verkefnum. „Þetta er auðvitað mjög mikil ógn við allt heilbrigðiskerfið. Það auðvitað liggur fyrir að það verður breyting á því þjónustuframboði sem að hægt er að halda úti, ef að menn eru ekki tilbúnir að setja inn fjármagn til þess að mæta aukinni eftirspurn. Það er því miður ekki hægt að skilja það á nokkurn annan hátt,” segir María. Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Framkvæmdastjórn Landspítalans ætlar að leita til heilbrigðisráðherra um tillögur til að skera niður þjónustu fái spítalinn ekki aukið fjármagn. Gert er ráð fyrir að framlög til spítalans verði aukin um tvo milljarða í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt verður eftir helgi, en 12 milljarða vantar til að sinna nauðsynlegri þjónustu. Alþingi kemur saman í fyrsta sinn eftir alþingiskosningar á þriðjudag. Helsta verkefni þingmanna verður að ná samkomulagi um fjárlög en frumvarpið verður kynnt á þriðjudag.Vantar 12 milljarða en fá tvo Samkvæmt ríkisfjármálaáætlun er gert ráð fyrir auknum framlögum til heilbrigðismála í fjárlögum næsta árs. Hér á Landspítalanum er gert ráð fyrir að framlög til spítalans verði aukin um að hámarki tvo milljarða króna. „Því miður að þá er það alls ekki í samræmi við þarfir og jafnvel þó við fengum alla þessa tvo milljarða, að þá nægir það varla til þess að svara þeirri eftirspurnaraukningu sem að verður á ári hverju, sem að er að minnsta kosti 1,7 prósent,” segir María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans. Skerðing á þjónustu Það munar því um 10 milljörðum á því sem spítalinn fær og því sem hann vantar til að sinna allri þjónustu. María segir þetta einfaldlega ekki ganga upp en gangi þetta eftir muni Landspítalinn kynna fyrir heilbrigðisyfirvöldum hvað þetta kæmi til með að þýða fyrir spítalann. „Svona gat, upp á allt að 12 milljarða, eftir því hvernig talið er, það þýðir auðvitað bara skerðingu á þjónustu. Það er því miður ekki hægt að skilja það öðru vísi,” segir María. Leita til ráðherra ef til skerðingar á þjónustu kemur Hún segir að komi til þess að skerða þurfi þjónustu muni spítalinn leita til heilbrigðisráðherra um hvernig það skuli gert, en það sé í samræmi við ný lög um opinber fjármál. „Það er sem sagt ekki Landspítalinn sem að ákveður að skerða þjónustu, það eru heilbrigðisyfirvöld á hverjum tíma sem að ákveða hvaða þjónusta á að vera í boði fyrir landsmenn,” segir María. Það sé vissulega rétt að það sé verið að auka fjármagn til heilbrigðismála í ríkisfjármálaáætlun. Hins vegar sé þetta einfaldlega ekki nóg enda Landspítalinn að koma undan löngu og erfiðu tímabili. Til samanburðar megi benda á að spítalinn sé á föstu verðlagi rekinn fyrir sömu fjárhæðir og í byrjun aldarinnar en á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað mikið og spítalinn tekið við mörgum nýjum verkefnum. „Þetta er auðvitað mjög mikil ógn við allt heilbrigðiskerfið. Það auðvitað liggur fyrir að það verður breyting á því þjónustuframboði sem að hægt er að halda úti, ef að menn eru ekki tilbúnir að setja inn fjármagn til þess að mæta aukinni eftirspurn. Það er því miður ekki hægt að skilja það á nokkurn annan hátt,” segir María.
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira