Brotnaði niður vegna nettrölla: „Heimurinn sagður betri ef ég myndi deyja“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2016 15:45 Paige Spiranac, 23 ára gamall bandarískur kylfingur, var lögð í hrottalegt einelti af nettröllum sem fóru illa með hana eftir frammistöðu Spirenac á Omega Dubai Ladies Classic-mótinu á síðasta ári sem er eitt stærsta mót hvers árs. Mikil umfjöllun var um Spiranac fyrir mótið sem fjallaði aðllega um að hún fékk þar boð um að spila með þeim bestu vegna útlitsins en Spiranac er afskaplega falleg stúlka. Hún þykir gera mikið út á kynþokkann á Instagram-síðu sinni og hefur verið sökuð um að stækka ímynd sína með eggjandi myndum á samfélagsmiðlum frekar en að bæta sig í golfi. Spiranac er langt frá því að vera ein af bestu kylfingum heims en hún er 1.102 sæti á heimslistanum. Henni var boðið aftur á mótið í ár en á blaðamannafundi í gær ræddi hún á tilfinningaþrunginn hátt hvað gerðist eftir að hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu í fyrra.Paige Spirenac er boðið í allskonar veislur og samkomur þrátt fyrir að vera ekki á toppnum í sínu sporti.vísir/gettyHafði mikil áhrif „Þetta var mjög slæmt. Ég tók mér þriggja vikna pásu frá samfélagsmiðlum en fólk var að segja ótrúlega ljóta hluti. Það var ekki ráðist bara á mig heldur fjölskyldu mína og vini,“ sagði Spiranac. „Ég var sögð golfinu til skammar. Það var erfitt að sjá þetta og það er enn verið að segja svona hluti um mig á hverjum degi.“ Spiranac þurfti að gera smá hlé á máli sínu er hún beygði af og táraðist en það tók á fyrir kylfinginn unga að ræða þessi mál. Hún vildi samt halda áfram í von um að hjálpa öðrum og vekja athygli á hversu hættuleg nettröll geta verið. „Það er mikilvægt að fólk sjái hversu mikil áhrif þetta hefur á mig og það sem er sagt um mig. Mér finnst ég hafa fengið gott uppeldi og því var erfitt að horfa upp á þessar árásir á foreldra mína,“ sagði Spiranac. „Ég glímdi við mikð þunglyndi eftir þetta. Ég var bara 22 ára og mér fannst ég einskis verð. Mér fannst ég ekki nógu góð og að vera með allt þetta fólk á mér að segja að ég væri ekki góð manneskja var mjög erfitt.“Spirenac vonast til að geta hjálpað einhverjum með því að segja sína sögu.vísir/gettyVill hjálpa með sögu sinni „Sjálfsmorðstíðni unglinga er að hækka og það er haldið að áreiti á netinu eigi þar hlut í máli. Ég get deilt minni sögu og það truflar mig ekkert þó það fái á mig að segja frá þessu. Fólk veit ekki hversu erfitt þetta var og hversu ljótir hlutir voru sagðir. Mér var hótað lífláti og heimurinn sagður betri ef ég myndi deyja,“ sagði Spiranac. Spiranac fór hringina tvo í fyrra á 77 og 79 höggum og var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn sem kveikti heldur betur í ofbeldismönnunum á netinu. Markmið hennar núna er ekki að komast í gegnum niðurskurðinn heldur reyna að hjálpa þeim sem hafa lent í því sama og hún. „Það skiptir mig engu máli hvernig í spila um helgina því ég er kominn hingað aftur og get deilt minni sögu. Vonandi get ég bjargað lífi einhvers. Það er mun mikilvægara en að ég komist í gegnum niðurskurðinn,“ sagði Paige Spiranac. Í spilaranum efst í fréttinni má sjá Spirenac segja frá því sem hún lenti í á síðasta ári en hér að neðan má sjá nokkur dæmi um myndir sem hún hefur sett á Instagram-síðu sína og eru meðal annars ástæða þess að nettröllin réðust á hana. Getting stronger everyday Stepped up my core workouts to get more stability in my swing A photo posted by Paige Spiranac (@_paige.renee) on Feb 3, 2016 at 3:42pm PST A photo posted by Paige Spiranac (@_paige.renee) on Nov 6, 2015 at 11:43am PST A photo posted by Paige Spiranac (@_paige.renee) on Oct 15, 2015 at 11:48am PDT Who is watching the Ryder Cup?! By far my favorite golf event #rydercup #usa #golf A photo posted by Paige Spiranac (@_paige.renee) on Oct 1, 2016 at 11:22am PDT Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Paige Spiranac, 23 ára gamall bandarískur kylfingur, var lögð í hrottalegt einelti af nettröllum sem fóru illa með hana eftir frammistöðu Spirenac á Omega Dubai Ladies Classic-mótinu á síðasta ári sem er eitt stærsta mót hvers árs. Mikil umfjöllun var um Spiranac fyrir mótið sem fjallaði aðllega um að hún fékk þar boð um að spila með þeim bestu vegna útlitsins en Spiranac er afskaplega falleg stúlka. Hún þykir gera mikið út á kynþokkann á Instagram-síðu sinni og hefur verið sökuð um að stækka ímynd sína með eggjandi myndum á samfélagsmiðlum frekar en að bæta sig í golfi. Spiranac er langt frá því að vera ein af bestu kylfingum heims en hún er 1.102 sæti á heimslistanum. Henni var boðið aftur á mótið í ár en á blaðamannafundi í gær ræddi hún á tilfinningaþrunginn hátt hvað gerðist eftir að hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu í fyrra.Paige Spirenac er boðið í allskonar veislur og samkomur þrátt fyrir að vera ekki á toppnum í sínu sporti.vísir/gettyHafði mikil áhrif „Þetta var mjög slæmt. Ég tók mér þriggja vikna pásu frá samfélagsmiðlum en fólk var að segja ótrúlega ljóta hluti. Það var ekki ráðist bara á mig heldur fjölskyldu mína og vini,“ sagði Spiranac. „Ég var sögð golfinu til skammar. Það var erfitt að sjá þetta og það er enn verið að segja svona hluti um mig á hverjum degi.“ Spiranac þurfti að gera smá hlé á máli sínu er hún beygði af og táraðist en það tók á fyrir kylfinginn unga að ræða þessi mál. Hún vildi samt halda áfram í von um að hjálpa öðrum og vekja athygli á hversu hættuleg nettröll geta verið. „Það er mikilvægt að fólk sjái hversu mikil áhrif þetta hefur á mig og það sem er sagt um mig. Mér finnst ég hafa fengið gott uppeldi og því var erfitt að horfa upp á þessar árásir á foreldra mína,“ sagði Spiranac. „Ég glímdi við mikð þunglyndi eftir þetta. Ég var bara 22 ára og mér fannst ég einskis verð. Mér fannst ég ekki nógu góð og að vera með allt þetta fólk á mér að segja að ég væri ekki góð manneskja var mjög erfitt.“Spirenac vonast til að geta hjálpað einhverjum með því að segja sína sögu.vísir/gettyVill hjálpa með sögu sinni „Sjálfsmorðstíðni unglinga er að hækka og það er haldið að áreiti á netinu eigi þar hlut í máli. Ég get deilt minni sögu og það truflar mig ekkert þó það fái á mig að segja frá þessu. Fólk veit ekki hversu erfitt þetta var og hversu ljótir hlutir voru sagðir. Mér var hótað lífláti og heimurinn sagður betri ef ég myndi deyja,“ sagði Spiranac. Spiranac fór hringina tvo í fyrra á 77 og 79 höggum og var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn sem kveikti heldur betur í ofbeldismönnunum á netinu. Markmið hennar núna er ekki að komast í gegnum niðurskurðinn heldur reyna að hjálpa þeim sem hafa lent í því sama og hún. „Það skiptir mig engu máli hvernig í spila um helgina því ég er kominn hingað aftur og get deilt minni sögu. Vonandi get ég bjargað lífi einhvers. Það er mun mikilvægara en að ég komist í gegnum niðurskurðinn,“ sagði Paige Spiranac. Í spilaranum efst í fréttinni má sjá Spirenac segja frá því sem hún lenti í á síðasta ári en hér að neðan má sjá nokkur dæmi um myndir sem hún hefur sett á Instagram-síðu sína og eru meðal annars ástæða þess að nettröllin réðust á hana. Getting stronger everyday Stepped up my core workouts to get more stability in my swing A photo posted by Paige Spiranac (@_paige.renee) on Feb 3, 2016 at 3:42pm PST A photo posted by Paige Spiranac (@_paige.renee) on Nov 6, 2015 at 11:43am PST A photo posted by Paige Spiranac (@_paige.renee) on Oct 15, 2015 at 11:48am PDT Who is watching the Ryder Cup?! By far my favorite golf event #rydercup #usa #golf A photo posted by Paige Spiranac (@_paige.renee) on Oct 1, 2016 at 11:22am PDT
Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira