Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. desember 2016 18:30 Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. Könnunin var gerð árið 2015 og er þetta í sjötta sinn sem íslenskir nemendur taka þátt í henni. Um er að ræða alþjóðlega langtímarannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í læsi, lesskilningi, náttúrufræði og stærðfræði. Niðurstöðurnar sem birtar voru í dag sýna að íslensk börn eru undir meðaltali OECD-landanna í öllum flokkum. Kunnáttu barnanna hrakar frá síðustu könnun. Þau koma verr út úr henni en jafnaldrar þeirra á hinum Norðurlöndunum þegar kemur að læsi á náttúrufræði. „PISA er ekki einhlítur mælikvarði fyrir menntakerfið. PISA mælir ekki sköpunarhæfileika. Það mælir ekki það hvort krakkarnir okkar eru duglegir eða ekki. Það mælir ekki félagsgreindina og svo framvegis. En það mælir ákveðna kjarnaþætti sem að skipta máli í náminu og það að okkur skuli vera að fara svona aftur, það er alvarlegt mál og það er auðvitað, já, ákveðinn áfellisdómur yfir menntakerfinu okkar. Það er ekkert hægt að horfa fram hjá því. En fyrst og fremst er þetta þá hvatning til okkar og áskorun um að gera betur. Við erum nú þegar búin að grípa til aðgerða hvað varðar læsið og komin þar af stað. Við munum sjá á næstu árum afraksturinn af því og sama þurfum við að gera í öðrum greinum, “ segir Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra. Þá koma börn á landsbyggðinni verr út úr könnuninni en á höfuðborgarsvæðinu. Illugi segist ekki hafa svör á reiðum höndum um það af hverju íslensk börn koma svo illa út úr könnuninni. Um marga hluti geti verið að ræða. Til að mynda samfélagsbreytingar, líkt og minni tíma barna til að læra, stuðning við kennara, fjármagn til skólanna og fleira. Þetta þurfi að rannsaka og bregðast við. „Allir Íslendingar eiga svo mikið undir því að menntakerfið okkar sé gott og við getum ekki ætlast til þess að lífskjör hér á Íslandi verði sambærileg við það sem gerist annars staðar ef menntakerfið okkar er ekki sambærilegt við það sem annars staðar er,“ segir Illugi. PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. Könnunin var gerð árið 2015 og er þetta í sjötta sinn sem íslenskir nemendur taka þátt í henni. Um er að ræða alþjóðlega langtímarannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í læsi, lesskilningi, náttúrufræði og stærðfræði. Niðurstöðurnar sem birtar voru í dag sýna að íslensk börn eru undir meðaltali OECD-landanna í öllum flokkum. Kunnáttu barnanna hrakar frá síðustu könnun. Þau koma verr út úr henni en jafnaldrar þeirra á hinum Norðurlöndunum þegar kemur að læsi á náttúrufræði. „PISA er ekki einhlítur mælikvarði fyrir menntakerfið. PISA mælir ekki sköpunarhæfileika. Það mælir ekki það hvort krakkarnir okkar eru duglegir eða ekki. Það mælir ekki félagsgreindina og svo framvegis. En það mælir ákveðna kjarnaþætti sem að skipta máli í náminu og það að okkur skuli vera að fara svona aftur, það er alvarlegt mál og það er auðvitað, já, ákveðinn áfellisdómur yfir menntakerfinu okkar. Það er ekkert hægt að horfa fram hjá því. En fyrst og fremst er þetta þá hvatning til okkar og áskorun um að gera betur. Við erum nú þegar búin að grípa til aðgerða hvað varðar læsið og komin þar af stað. Við munum sjá á næstu árum afraksturinn af því og sama þurfum við að gera í öðrum greinum, “ segir Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra. Þá koma börn á landsbyggðinni verr út úr könnuninni en á höfuðborgarsvæðinu. Illugi segist ekki hafa svör á reiðum höndum um það af hverju íslensk börn koma svo illa út úr könnuninni. Um marga hluti geti verið að ræða. Til að mynda samfélagsbreytingar, líkt og minni tíma barna til að læra, stuðning við kennara, fjármagn til skólanna og fleira. Þetta þurfi að rannsaka og bregðast við. „Allir Íslendingar eiga svo mikið undir því að menntakerfið okkar sé gott og við getum ekki ætlast til þess að lífskjör hér á Íslandi verði sambærileg við það sem gerist annars staðar ef menntakerfið okkar er ekki sambærilegt við það sem annars staðar er,“ segir Illugi.
PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira