Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. desember 2016 18:30 Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. Könnunin var gerð árið 2015 og er þetta í sjötta sinn sem íslenskir nemendur taka þátt í henni. Um er að ræða alþjóðlega langtímarannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í læsi, lesskilningi, náttúrufræði og stærðfræði. Niðurstöðurnar sem birtar voru í dag sýna að íslensk börn eru undir meðaltali OECD-landanna í öllum flokkum. Kunnáttu barnanna hrakar frá síðustu könnun. Þau koma verr út úr henni en jafnaldrar þeirra á hinum Norðurlöndunum þegar kemur að læsi á náttúrufræði. „PISA er ekki einhlítur mælikvarði fyrir menntakerfið. PISA mælir ekki sköpunarhæfileika. Það mælir ekki það hvort krakkarnir okkar eru duglegir eða ekki. Það mælir ekki félagsgreindina og svo framvegis. En það mælir ákveðna kjarnaþætti sem að skipta máli í náminu og það að okkur skuli vera að fara svona aftur, það er alvarlegt mál og það er auðvitað, já, ákveðinn áfellisdómur yfir menntakerfinu okkar. Það er ekkert hægt að horfa fram hjá því. En fyrst og fremst er þetta þá hvatning til okkar og áskorun um að gera betur. Við erum nú þegar búin að grípa til aðgerða hvað varðar læsið og komin þar af stað. Við munum sjá á næstu árum afraksturinn af því og sama þurfum við að gera í öðrum greinum, “ segir Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra. Þá koma börn á landsbyggðinni verr út úr könnuninni en á höfuðborgarsvæðinu. Illugi segist ekki hafa svör á reiðum höndum um það af hverju íslensk börn koma svo illa út úr könnuninni. Um marga hluti geti verið að ræða. Til að mynda samfélagsbreytingar, líkt og minni tíma barna til að læra, stuðning við kennara, fjármagn til skólanna og fleira. Þetta þurfi að rannsaka og bregðast við. „Allir Íslendingar eiga svo mikið undir því að menntakerfið okkar sé gott og við getum ekki ætlast til þess að lífskjör hér á Íslandi verði sambærileg við það sem gerist annars staðar ef menntakerfið okkar er ekki sambærilegt við það sem annars staðar er,“ segir Illugi. PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. Könnunin var gerð árið 2015 og er þetta í sjötta sinn sem íslenskir nemendur taka þátt í henni. Um er að ræða alþjóðlega langtímarannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í læsi, lesskilningi, náttúrufræði og stærðfræði. Niðurstöðurnar sem birtar voru í dag sýna að íslensk börn eru undir meðaltali OECD-landanna í öllum flokkum. Kunnáttu barnanna hrakar frá síðustu könnun. Þau koma verr út úr henni en jafnaldrar þeirra á hinum Norðurlöndunum þegar kemur að læsi á náttúrufræði. „PISA er ekki einhlítur mælikvarði fyrir menntakerfið. PISA mælir ekki sköpunarhæfileika. Það mælir ekki það hvort krakkarnir okkar eru duglegir eða ekki. Það mælir ekki félagsgreindina og svo framvegis. En það mælir ákveðna kjarnaþætti sem að skipta máli í náminu og það að okkur skuli vera að fara svona aftur, það er alvarlegt mál og það er auðvitað, já, ákveðinn áfellisdómur yfir menntakerfinu okkar. Það er ekkert hægt að horfa fram hjá því. En fyrst og fremst er þetta þá hvatning til okkar og áskorun um að gera betur. Við erum nú þegar búin að grípa til aðgerða hvað varðar læsið og komin þar af stað. Við munum sjá á næstu árum afraksturinn af því og sama þurfum við að gera í öðrum greinum, “ segir Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra. Þá koma börn á landsbyggðinni verr út úr könnuninni en á höfuðborgarsvæðinu. Illugi segist ekki hafa svör á reiðum höndum um það af hverju íslensk börn koma svo illa út úr könnuninni. Um marga hluti geti verið að ræða. Til að mynda samfélagsbreytingar, líkt og minni tíma barna til að læra, stuðning við kennara, fjármagn til skólanna og fleira. Þetta þurfi að rannsaka og bregðast við. „Allir Íslendingar eiga svo mikið undir því að menntakerfið okkar sé gott og við getum ekki ætlast til þess að lífskjör hér á Íslandi verði sambærileg við það sem gerist annars staðar ef menntakerfið okkar er ekki sambærilegt við það sem annars staðar er,“ segir Illugi.
PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira