Borgum yfir meðaltali með hverjum nema en árangur undir meðaltali Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2016 20:00 Ísland borgar yfir meðaltali með hverju grunnskólabarni. MYND/Sigurjón Árangur íslenskra nemenda hefur aldrei verið lakari í náttúrufræði, stærðfræði og lestri samkvæmt niðurstöðum PISA könnunarinnar og er langt undir OECD meðaltali. Kennarasambandið sendi frá sér yfirlýsingu eftir að niðurstöðurnar voru kynntar í gær þar sem segir að menntakerfið á Íslandi hafi liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu. En spurningin er hvort fjárskortur sé rót vandans. Samkvæmt nýjustu rannsókn OECD á hve mikið lönd borga með hverjum grunnskólanema, er Ísland í níunda sæti og yfir OECD meðaltali. Þarna er Ísland á svipuðum slóðum og Svíþjóð, Bretland, Austurríki og Bandaríkin en Ísland er þó talsvert lægra á lista en þessi lönd þegar kemur að árangri í Pisa-könnuninni eða í 39. sæti. Jóhanna segir að bæta þurfi fjármagni í háskóla- og símenntun kennara.mynd/kristinn yngvarsson Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs HÍ, segir niðurstöður PISA benda til að skólakerfið sé í lægð og efnahagskreppan hafi líklega haft sitt að segja. Fjárframlög séu mögulega nægileg til grunnskóla en þau séu of lág til efri stiga menntakerfisins. „Menntakerfið okkar hefur verið undirfjármagnað, til dæmis kennaramenntunin. Við erum að eyða miklu minna í menntun kennara nú en við höfum gert á undanförnum árum og það kemur niður á náminu. Við erum líka að eyða minna fé í símenntun kennara sem er gífurlega mikilvægur þáttur. Í okkar síbreytilega þjóðfélagi er það bara nauðsynlegt til að halda upp gæðaskólastarfi,” segir Jóhanna. En talandi um kennaramenntun. Eru lakari nemendur á Íslandi, af því að það eru lakari kennarar hér? „Nei, alls ekki. Það er stutt síðan fimm ára meistaranám kennara var tekið upp og við höfum útskrifað fáa kennara hingað til úr því námi. En þetta var mikið framfaraspor sem ég er viss um að muni skila sér í betra skólakerfi í framtíðinni,” svarar Jóhanna. PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30 Illugi segir PISA-niðurstöðu kalla á aðgerðir Vonbrigði, segir starfandi menntamálaráðherra. 6. desember 2016 11:56 Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44 PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00 Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Sjá meira
Árangur íslenskra nemenda hefur aldrei verið lakari í náttúrufræði, stærðfræði og lestri samkvæmt niðurstöðum PISA könnunarinnar og er langt undir OECD meðaltali. Kennarasambandið sendi frá sér yfirlýsingu eftir að niðurstöðurnar voru kynntar í gær þar sem segir að menntakerfið á Íslandi hafi liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu. En spurningin er hvort fjárskortur sé rót vandans. Samkvæmt nýjustu rannsókn OECD á hve mikið lönd borga með hverjum grunnskólanema, er Ísland í níunda sæti og yfir OECD meðaltali. Þarna er Ísland á svipuðum slóðum og Svíþjóð, Bretland, Austurríki og Bandaríkin en Ísland er þó talsvert lægra á lista en þessi lönd þegar kemur að árangri í Pisa-könnuninni eða í 39. sæti. Jóhanna segir að bæta þurfi fjármagni í háskóla- og símenntun kennara.mynd/kristinn yngvarsson Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs HÍ, segir niðurstöður PISA benda til að skólakerfið sé í lægð og efnahagskreppan hafi líklega haft sitt að segja. Fjárframlög séu mögulega nægileg til grunnskóla en þau séu of lág til efri stiga menntakerfisins. „Menntakerfið okkar hefur verið undirfjármagnað, til dæmis kennaramenntunin. Við erum að eyða miklu minna í menntun kennara nú en við höfum gert á undanförnum árum og það kemur niður á náminu. Við erum líka að eyða minna fé í símenntun kennara sem er gífurlega mikilvægur þáttur. Í okkar síbreytilega þjóðfélagi er það bara nauðsynlegt til að halda upp gæðaskólastarfi,” segir Jóhanna. En talandi um kennaramenntun. Eru lakari nemendur á Íslandi, af því að það eru lakari kennarar hér? „Nei, alls ekki. Það er stutt síðan fimm ára meistaranám kennara var tekið upp og við höfum útskrifað fáa kennara hingað til úr því námi. En þetta var mikið framfaraspor sem ég er viss um að muni skila sér í betra skólakerfi í framtíðinni,” svarar Jóhanna.
PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30 Illugi segir PISA-niðurstöðu kalla á aðgerðir Vonbrigði, segir starfandi menntamálaráðherra. 6. desember 2016 11:56 Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44 PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00 Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Sjá meira
Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30
Illugi segir PISA-niðurstöðu kalla á aðgerðir Vonbrigði, segir starfandi menntamálaráðherra. 6. desember 2016 11:56
Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44
PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00
Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15