Tilbúinn að fórna miklu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. desember 2016 06:00 Ólafur Björn Loftsson sér fram á betri tíð í golfinu eftir tvö erfið ár vegna þrálátra meiðsla í mjöðm. Vísir/GVA Atvinnukylfingurinn Ólafur Björn Loftsson hefur þurft að spila þrátt fyrir talsverða erfiðleika vegna meiðsla í mjöðm síðustu tvö árin, en erfiðlega gekk að greina meiðslin rétt. Ólafur greindi frá meiðslunum á Facebook-síðu sinni í fyrradag og segir að aðgerð sem hann fór í í fyrra hafi ekki borið árangur. Það var ekki fyrr en í síðasta mánuði, eftir mikla þrautagöngu, að hann fékk rétta greiningu á meiðslum sínum. Í ljós kom tvenns konar kviðslit og var annað þeirra afar sjaldgæft en er þekkt fyrir að valda sársauka í mjöðm, líkt og Ólafur hefur upplifað á golfvellinum undanfarin tvö ár.Haltraði síðustu holurnar „Ég fór í fyrstu myndatökuna fyrir tveimur árum og síðan þá hefur þetta farið stigvaxandi. Á þessum tíma hitti ég marga lækna, sjúkraþjálfara, kírópraktora – mikið af góðu fólki sem vann í þessu með mér,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. Eftir að hann fékk rétta greiningu í síðasta mánuði gekkst hann undir aðgerð sem gekk vel. En Ólafur viðurkennir fúslega að síðustu tvö árin hafi ekki verið auðveld. „Þetta byrjaði rólega og lýsti sér í fyrstu í auknum stífleika. Ég var að vinna í ákveðnum breytingum á sveiflunni en gat ekki komið mér í ákveðnar stöður,“ segir hann. „Í sumar var þetta orðið það slæmt að ég var farinn að slá mjög stutt. Þegar leið á hringinn byrjaði ég svo að haltra og finna fyrir miklum sársauka.“Gott að fá niðurstöðu Hann segir erfitt að átta sig á nákvæmum tímapunkti meiðslanna eða orsökum þeirra. „Ég kann ekki skýringuna á meiðslunum og hef varið miklum tíma í að komast að þessu. En ég vona innilega að það sé búið að laga þetta. Aðgerðin var fyrir tveimur vikum og ég vonast til að geta byrjað að slá aftur innan skamms.“ Ólafur segir að það hafi verið léttir að fá loksins rétta greiningu. „Yfirleitt þegar maður fer til læknis og fær að heyra að ekkert sé að er það af hinu góða. En það getur líka verið neikvætt þegar maður finnur fyrir miklum sársauka og gengur í gegnum mikla erfiðleika. Þetta eru því blendnar tilfinningar en það var gott að fá loksins að vita hvað væri að.“Ólafur Björn Loftsson.Vísir/DaníelFyrstur Íslendinga á PGA Ólafur Björn átti farsælan feril með háskóla sínum í Bandaríkjunum og fékk keppnisrétt á Wyndham Championship-mótinu árið 2011 eftir að hafa borið sigur úr býtum á sterku áhugamannamóti. Varð hann þar með fyrsti Íslendingurinn til að keppa á PGA-mótaröðinni en það gerði hann sem áhugamaður. Ólafur Björn var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á þessu ógnarsterka móti. Eftir útskrift hefur hann gert atlögu að því að fá keppnisrétt á Evrópumótaröðinni, nú síðast í haust, en án árangurs. „Mínir draumar og mín markmið eru enn þau sömu,“ segir hann. „Það hefur ekkert breyst þrátt fyrir meiðslin. Ég á gott bakland og mun halda mínu striki.“ Hann er með þátttökurétt á mótaröð atvinnukylfinga á Norðurlöndum, Nordic Golf League, en hann hélt keppnisrétti sínum á undanþágu sem hann fékk vegna meiðslanna. „Það er frábært að geta haldið áfram þar og þurfa ekki að byrja aftur á byrjunarreit. Margir af betri kylfingum Norðurlandanna spila á þessari mótaröð sem er sú þriðja sterkasta í Evrópu.“Þung fjárhagsleg byrði Sem fyrr segir reyndi Ólafur Björn fyrir sér á fyrsta stigi úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótaröðina í haust en hann komst ekki áfram. „Það gekk þrátt fyrir allt mjög vel. Ég náði að vinna vel úr mínum hlutum og var einu höggi frá því að komast áfram. Það voru vonbrigði en ég var samt ánægður með hvernig ég náði að vinna úr mínum hlutum,“ segir hann. Ólafur Björn hefur síðustu vikur sinnt sérverkefnum fyrir Samtök atvinnulífsins enda vildi hann ekki sitja heima aðgerðalaus á meðan hann jafnaði sig á meiðslunum. En nú er þeim verkefnum lokið og ætlar hann að hella sér út í íþróttina af fullum krafti á nýjan leik. „Það er auðvitað stór pakki sem er erfitt að fjármagna. Það er eins með mig og allt annað afreksíþróttafólk á Íslandi. Maður þarf að reiða sig á mikinn stuðning en ég er með mikið af flottu fólki í kringum mig – fjölskyldu, vini og velunnara. Ég mun leggja mig allan fram til að geta fjármagnað þetta. Það þýðir að maður þarf að fórna miklu en ég er tilbúinn til þess.“ Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Ólafur Björn Loftsson hefur þurft að spila þrátt fyrir talsverða erfiðleika vegna meiðsla í mjöðm síðustu tvö árin, en erfiðlega gekk að greina meiðslin rétt. Ólafur greindi frá meiðslunum á Facebook-síðu sinni í fyrradag og segir að aðgerð sem hann fór í í fyrra hafi ekki borið árangur. Það var ekki fyrr en í síðasta mánuði, eftir mikla þrautagöngu, að hann fékk rétta greiningu á meiðslum sínum. Í ljós kom tvenns konar kviðslit og var annað þeirra afar sjaldgæft en er þekkt fyrir að valda sársauka í mjöðm, líkt og Ólafur hefur upplifað á golfvellinum undanfarin tvö ár.Haltraði síðustu holurnar „Ég fór í fyrstu myndatökuna fyrir tveimur árum og síðan þá hefur þetta farið stigvaxandi. Á þessum tíma hitti ég marga lækna, sjúkraþjálfara, kírópraktora – mikið af góðu fólki sem vann í þessu með mér,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. Eftir að hann fékk rétta greiningu í síðasta mánuði gekkst hann undir aðgerð sem gekk vel. En Ólafur viðurkennir fúslega að síðustu tvö árin hafi ekki verið auðveld. „Þetta byrjaði rólega og lýsti sér í fyrstu í auknum stífleika. Ég var að vinna í ákveðnum breytingum á sveiflunni en gat ekki komið mér í ákveðnar stöður,“ segir hann. „Í sumar var þetta orðið það slæmt að ég var farinn að slá mjög stutt. Þegar leið á hringinn byrjaði ég svo að haltra og finna fyrir miklum sársauka.“Gott að fá niðurstöðu Hann segir erfitt að átta sig á nákvæmum tímapunkti meiðslanna eða orsökum þeirra. „Ég kann ekki skýringuna á meiðslunum og hef varið miklum tíma í að komast að þessu. En ég vona innilega að það sé búið að laga þetta. Aðgerðin var fyrir tveimur vikum og ég vonast til að geta byrjað að slá aftur innan skamms.“ Ólafur segir að það hafi verið léttir að fá loksins rétta greiningu. „Yfirleitt þegar maður fer til læknis og fær að heyra að ekkert sé að er það af hinu góða. En það getur líka verið neikvætt þegar maður finnur fyrir miklum sársauka og gengur í gegnum mikla erfiðleika. Þetta eru því blendnar tilfinningar en það var gott að fá loksins að vita hvað væri að.“Ólafur Björn Loftsson.Vísir/DaníelFyrstur Íslendinga á PGA Ólafur Björn átti farsælan feril með háskóla sínum í Bandaríkjunum og fékk keppnisrétt á Wyndham Championship-mótinu árið 2011 eftir að hafa borið sigur úr býtum á sterku áhugamannamóti. Varð hann þar með fyrsti Íslendingurinn til að keppa á PGA-mótaröðinni en það gerði hann sem áhugamaður. Ólafur Björn var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á þessu ógnarsterka móti. Eftir útskrift hefur hann gert atlögu að því að fá keppnisrétt á Evrópumótaröðinni, nú síðast í haust, en án árangurs. „Mínir draumar og mín markmið eru enn þau sömu,“ segir hann. „Það hefur ekkert breyst þrátt fyrir meiðslin. Ég á gott bakland og mun halda mínu striki.“ Hann er með þátttökurétt á mótaröð atvinnukylfinga á Norðurlöndum, Nordic Golf League, en hann hélt keppnisrétti sínum á undanþágu sem hann fékk vegna meiðslanna. „Það er frábært að geta haldið áfram þar og þurfa ekki að byrja aftur á byrjunarreit. Margir af betri kylfingum Norðurlandanna spila á þessari mótaröð sem er sú þriðja sterkasta í Evrópu.“Þung fjárhagsleg byrði Sem fyrr segir reyndi Ólafur Björn fyrir sér á fyrsta stigi úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótaröðina í haust en hann komst ekki áfram. „Það gekk þrátt fyrir allt mjög vel. Ég náði að vinna vel úr mínum hlutum og var einu höggi frá því að komast áfram. Það voru vonbrigði en ég var samt ánægður með hvernig ég náði að vinna úr mínum hlutum,“ segir hann. Ólafur Björn hefur síðustu vikur sinnt sérverkefnum fyrir Samtök atvinnulífsins enda vildi hann ekki sitja heima aðgerðalaus á meðan hann jafnaði sig á meiðslunum. En nú er þeim verkefnum lokið og ætlar hann að hella sér út í íþróttina af fullum krafti á nýjan leik. „Það er auðvitað stór pakki sem er erfitt að fjármagna. Það er eins með mig og allt annað afreksíþróttafólk á Íslandi. Maður þarf að reiða sig á mikinn stuðning en ég er með mikið af flottu fólki í kringum mig – fjölskyldu, vini og velunnara. Ég mun leggja mig allan fram til að geta fjármagnað þetta. Það þýðir að maður þarf að fórna miklu en ég er tilbúinn til þess.“
Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira