Á mörkum draums og veruleika Magnús Guðmundsson skrifar 8. desember 2016 10:00 Bækur Draumrof Úlfar Þormóðsson Útgefandi: Veröld Kápuhönnun: Prentun: Fjöldi síðna: Samband skáldskapar og veruleika virðist vera mörgum höfundum ofarlega í huga um þessar mundir. Það er kannski ekki að furða, þetta er spennandi viðfangsefni þar sem í sífellu virðast dregnir fram áhugaverðir möguleikar. Þannig er það líka í nýjustu skáldsögu Úlfars Þormóðssonar, Draumrofi, en þar er sögð saga manns sem snýr á rithöfund sem ætlar að nýta sér líf hans sem umfjöllunarefni og gera að sínu. En Úlfar lætur ekki staðar numið við könnun sína á mörkum lífs og skáldskapar heldur víkkar pælinguna og fer með lesendur sína í skoðun á mörk minnis og þess sem var, að ógleymdri skoðun á mörkum draums og veruleika. Sagan hverfist um mann á ríflega miðjum aldri sem hefur komist að því, sér til lítillar gleði, að rithöfundur hafi í hyggju að nýta sér líf hans sem söguefni og gera það að sínu eigin lífi. Stela þannig reynsluheimi hans og sögu eftir því sem vitneskja höfundarins leyfir. En söguhetjan kemst að þessari fyrirætlan höfundarins, brýtur sér leið inn í tölvu hans og sækir þangað skrifin. Þetta er skemmtileg hugmynd og þessi átök um líf og veruleika manneskju eru forvitnilegt viðfangsefni. Líf aðalsöguhetjunnar er líka forvitnilegt í sjálfu sér. Ástlaust hjónaband manns og konu sem lengi hafa lifað fyrir velgengnina. Hún sem bankastarfsmaður en hann sem almannatengill innan hringiðu íslensks viðskiptalífs. Hann er þögull en gagnlegur varðhundur þeirra sem eiga nægilega mikið fé til þess að geta lagað sannleikann að eigin hagsmunum og mótað þannig veruleikann eftir hentugleikum hverju sinni. Innan alls þess eru einnig þau lög sem Úlfar hleður utan á þetta aðalsöguefni, með skoðun á minni og gleymsku, draumi og veruleika, sem eru í sjálfu sér mjög áhugaverð en það er mikið í fang færst. Þó að Úlfari gangi ágætlega að halda utan um alla þessa þræði innan skáldsögunnar og þeir kallist á að einhverju leyti, þá er erfitt að verjast þeirri hugsun að betra hefði verið að hafa þá færri og nostra betur við hvern og einn. Afleiðingin er að þegar líður á söguna er staða aðalpersónunnar orðin talsvert flókin en svo er eins og málin taki að leysast hratt, örugglega og nánast allt að því af sjálfu sér. Persónusköpun aðalpersónunnar er skýr en að sama skapi er aðalpersónan frekar óðaðlandi og það er því erfitt að finna til hvort sem er samkenndar á þessum manni sem sagan hverfist um. Helst til lítið er lagt í að draga upp áhugaverða mynd af öðrum persónum og helgast það óneitanlega af sjálfhverfni sögumanns. Vandinn er að í ljósi framvindu sögunnar, sem er rétt að halda frá lesendum á þessu stigi, þá snerta viðburðirnir mann minna en verið gæti. Verða í raun helst til léttvægir í stóra samhenginu. Draumrof er vel stílfærð og skemmtileg aflestrar. Úlfar heldur lesandanum forvitnum um framvinduna og snertir um leið á málefnum íslensks samfélags. Málefnum sem virðast því eiga endalaust erindi við íslenska lesendur ef marka má fréttir og fréttaskýringar allt frá efnahagshruni og fram til dagsins í dag.Niðurstaða: Vel stílfærð og skemmtileg skáldsaga sem ætlar sér þó að halda helst til mörgum boltum á lofti í senn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. desember. Bókmenntir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Draumrof Úlfar Þormóðsson Útgefandi: Veröld Kápuhönnun: Prentun: Fjöldi síðna: Samband skáldskapar og veruleika virðist vera mörgum höfundum ofarlega í huga um þessar mundir. Það er kannski ekki að furða, þetta er spennandi viðfangsefni þar sem í sífellu virðast dregnir fram áhugaverðir möguleikar. Þannig er það líka í nýjustu skáldsögu Úlfars Þormóðssonar, Draumrofi, en þar er sögð saga manns sem snýr á rithöfund sem ætlar að nýta sér líf hans sem umfjöllunarefni og gera að sínu. En Úlfar lætur ekki staðar numið við könnun sína á mörkum lífs og skáldskapar heldur víkkar pælinguna og fer með lesendur sína í skoðun á mörk minnis og þess sem var, að ógleymdri skoðun á mörkum draums og veruleika. Sagan hverfist um mann á ríflega miðjum aldri sem hefur komist að því, sér til lítillar gleði, að rithöfundur hafi í hyggju að nýta sér líf hans sem söguefni og gera það að sínu eigin lífi. Stela þannig reynsluheimi hans og sögu eftir því sem vitneskja höfundarins leyfir. En söguhetjan kemst að þessari fyrirætlan höfundarins, brýtur sér leið inn í tölvu hans og sækir þangað skrifin. Þetta er skemmtileg hugmynd og þessi átök um líf og veruleika manneskju eru forvitnilegt viðfangsefni. Líf aðalsöguhetjunnar er líka forvitnilegt í sjálfu sér. Ástlaust hjónaband manns og konu sem lengi hafa lifað fyrir velgengnina. Hún sem bankastarfsmaður en hann sem almannatengill innan hringiðu íslensks viðskiptalífs. Hann er þögull en gagnlegur varðhundur þeirra sem eiga nægilega mikið fé til þess að geta lagað sannleikann að eigin hagsmunum og mótað þannig veruleikann eftir hentugleikum hverju sinni. Innan alls þess eru einnig þau lög sem Úlfar hleður utan á þetta aðalsöguefni, með skoðun á minni og gleymsku, draumi og veruleika, sem eru í sjálfu sér mjög áhugaverð en það er mikið í fang færst. Þó að Úlfari gangi ágætlega að halda utan um alla þessa þræði innan skáldsögunnar og þeir kallist á að einhverju leyti, þá er erfitt að verjast þeirri hugsun að betra hefði verið að hafa þá færri og nostra betur við hvern og einn. Afleiðingin er að þegar líður á söguna er staða aðalpersónunnar orðin talsvert flókin en svo er eins og málin taki að leysast hratt, örugglega og nánast allt að því af sjálfu sér. Persónusköpun aðalpersónunnar er skýr en að sama skapi er aðalpersónan frekar óðaðlandi og það er því erfitt að finna til hvort sem er samkenndar á þessum manni sem sagan hverfist um. Helst til lítið er lagt í að draga upp áhugaverða mynd af öðrum persónum og helgast það óneitanlega af sjálfhverfni sögumanns. Vandinn er að í ljósi framvindu sögunnar, sem er rétt að halda frá lesendum á þessu stigi, þá snerta viðburðirnir mann minna en verið gæti. Verða í raun helst til léttvægir í stóra samhenginu. Draumrof er vel stílfærð og skemmtileg aflestrar. Úlfar heldur lesandanum forvitnum um framvinduna og snertir um leið á málefnum íslensks samfélags. Málefnum sem virðast því eiga endalaust erindi við íslenska lesendur ef marka má fréttir og fréttaskýringar allt frá efnahagshruni og fram til dagsins í dag.Niðurstaða: Vel stílfærð og skemmtileg skáldsaga sem ætlar sér þó að halda helst til mörgum boltum á lofti í senn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. desember.
Bókmenntir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira