Sjáðu gríska fríkið sem strákarnir okkar þurfa að stöðva í Finnlandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. desember 2016 10:30 Giannis Antetokounmpo er hrikalega spennandi spilari. vísir/getty Gríski landsliðsmaðurinn Giannis Antetokounmpo, betur þekktur sem The Greek freak eða gríska fríkið, hlóð í þrennu þegar hans menn í Milwaukee Bucks unnu Portland Trail Blazers á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Antetokounmpo, sem er aðeins 22 ára gamall, er einn mest spennandi ungi leikmaðurinn í NBA. Hann skoraði 15 stig, tók tólf fráköst og gaf ellefu stoðsendingar en fyrr á tímabilinu náði hann annarri þrennu þegar hann skoraði 21 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í sigri gegn Orlando Magic. Þessi magnaði framherji, sem getur einnig spilað sem bakvörður, spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Grikkland árið 2014 en hann verður væntanlega í liði Grikkja á EM 2017 á næsta ári þar sem það mætir strákunum okkar í íslenska landsliðinu. Liðin verða saman í riðli í Helsinki í Finnlandi.Hver á að stöðva þennan í Helsinki?vísir/gettyAlltaf að verða betri Antetokounmpo var valinn 15. í nýliðavalinu árið 2013 en hann steig fyrstu sporin í meistaraflokki með Filathlitikos í annarri deildinni í Grikklandi árið 2012. Hann er af nígerískum uppruna en foreldrar hans fluttust til Grikklands þegar hann var ungur. Strákurinn fékk ríkisborgararétt í maí 2009. Hann spilaði með Grikklandi á HM 2014 sem var han fyrsta stórmót en hann lét svo heldur betur vita af sér á EM 2015 þar sem hann hjálpaði gríska liðinu að fara taplaust í gegnum riðlakeppnina. Liðið komst í átta liða úrslit en tapaði fyrir verðandi Evrópumeisturum Spánar. Antetokounmpo var besti maður Grikklands í þeim leik þar sem hann skoraði fimmtán stig. Antetokounmpo er á sínu þriðja tímabili í NBA-deildinni en í fyrra var hann gerður að lykilmanni í liði Milwaukee. Hann byrjaði þá 71 leik fyrir Bucks og spilaði að meðaltali 31 mínútu í leik. Hann skoraði 12,7 s tig tók 6,7 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltaki í leik, Hann er núna að spila 35 mínútur í leik og er að skora að meðaltaki 17 stig auk þess sem hann tekur 7,7 fráköst og gefur 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í spilaranum hér að neðan má sjá Gríska fríkið fara hamförum gegn Portland í nótt og flottustu tilþrif Antetokounmpo frá því á síðustu leiktíð. EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira
Gríski landsliðsmaðurinn Giannis Antetokounmpo, betur þekktur sem The Greek freak eða gríska fríkið, hlóð í þrennu þegar hans menn í Milwaukee Bucks unnu Portland Trail Blazers á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Antetokounmpo, sem er aðeins 22 ára gamall, er einn mest spennandi ungi leikmaðurinn í NBA. Hann skoraði 15 stig, tók tólf fráköst og gaf ellefu stoðsendingar en fyrr á tímabilinu náði hann annarri þrennu þegar hann skoraði 21 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í sigri gegn Orlando Magic. Þessi magnaði framherji, sem getur einnig spilað sem bakvörður, spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Grikkland árið 2014 en hann verður væntanlega í liði Grikkja á EM 2017 á næsta ári þar sem það mætir strákunum okkar í íslenska landsliðinu. Liðin verða saman í riðli í Helsinki í Finnlandi.Hver á að stöðva þennan í Helsinki?vísir/gettyAlltaf að verða betri Antetokounmpo var valinn 15. í nýliðavalinu árið 2013 en hann steig fyrstu sporin í meistaraflokki með Filathlitikos í annarri deildinni í Grikklandi árið 2012. Hann er af nígerískum uppruna en foreldrar hans fluttust til Grikklands þegar hann var ungur. Strákurinn fékk ríkisborgararétt í maí 2009. Hann spilaði með Grikklandi á HM 2014 sem var han fyrsta stórmót en hann lét svo heldur betur vita af sér á EM 2015 þar sem hann hjálpaði gríska liðinu að fara taplaust í gegnum riðlakeppnina. Liðið komst í átta liða úrslit en tapaði fyrir verðandi Evrópumeisturum Spánar. Antetokounmpo var besti maður Grikklands í þeim leik þar sem hann skoraði fimmtán stig. Antetokounmpo er á sínu þriðja tímabili í NBA-deildinni en í fyrra var hann gerður að lykilmanni í liði Milwaukee. Hann byrjaði þá 71 leik fyrir Bucks og spilaði að meðaltali 31 mínútu í leik. Hann skoraði 12,7 s tig tók 6,7 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltaki í leik, Hann er núna að spila 35 mínútur í leik og er að skora að meðaltaki 17 stig auk þess sem hann tekur 7,7 fráköst og gefur 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í spilaranum hér að neðan má sjá Gríska fríkið fara hamförum gegn Portland í nótt og flottustu tilþrif Antetokounmpo frá því á síðustu leiktíð.
EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira