Sjáðu gríska fríkið sem strákarnir okkar þurfa að stöðva í Finnlandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. desember 2016 10:30 Giannis Antetokounmpo er hrikalega spennandi spilari. vísir/getty Gríski landsliðsmaðurinn Giannis Antetokounmpo, betur þekktur sem The Greek freak eða gríska fríkið, hlóð í þrennu þegar hans menn í Milwaukee Bucks unnu Portland Trail Blazers á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Antetokounmpo, sem er aðeins 22 ára gamall, er einn mest spennandi ungi leikmaðurinn í NBA. Hann skoraði 15 stig, tók tólf fráköst og gaf ellefu stoðsendingar en fyrr á tímabilinu náði hann annarri þrennu þegar hann skoraði 21 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í sigri gegn Orlando Magic. Þessi magnaði framherji, sem getur einnig spilað sem bakvörður, spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Grikkland árið 2014 en hann verður væntanlega í liði Grikkja á EM 2017 á næsta ári þar sem það mætir strákunum okkar í íslenska landsliðinu. Liðin verða saman í riðli í Helsinki í Finnlandi.Hver á að stöðva þennan í Helsinki?vísir/gettyAlltaf að verða betri Antetokounmpo var valinn 15. í nýliðavalinu árið 2013 en hann steig fyrstu sporin í meistaraflokki með Filathlitikos í annarri deildinni í Grikklandi árið 2012. Hann er af nígerískum uppruna en foreldrar hans fluttust til Grikklands þegar hann var ungur. Strákurinn fékk ríkisborgararétt í maí 2009. Hann spilaði með Grikklandi á HM 2014 sem var han fyrsta stórmót en hann lét svo heldur betur vita af sér á EM 2015 þar sem hann hjálpaði gríska liðinu að fara taplaust í gegnum riðlakeppnina. Liðið komst í átta liða úrslit en tapaði fyrir verðandi Evrópumeisturum Spánar. Antetokounmpo var besti maður Grikklands í þeim leik þar sem hann skoraði fimmtán stig. Antetokounmpo er á sínu þriðja tímabili í NBA-deildinni en í fyrra var hann gerður að lykilmanni í liði Milwaukee. Hann byrjaði þá 71 leik fyrir Bucks og spilaði að meðaltali 31 mínútu í leik. Hann skoraði 12,7 s tig tók 6,7 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltaki í leik, Hann er núna að spila 35 mínútur í leik og er að skora að meðaltaki 17 stig auk þess sem hann tekur 7,7 fráköst og gefur 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í spilaranum hér að neðan má sjá Gríska fríkið fara hamförum gegn Portland í nótt og flottustu tilþrif Antetokounmpo frá því á síðustu leiktíð. EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Handbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira
Gríski landsliðsmaðurinn Giannis Antetokounmpo, betur þekktur sem The Greek freak eða gríska fríkið, hlóð í þrennu þegar hans menn í Milwaukee Bucks unnu Portland Trail Blazers á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Antetokounmpo, sem er aðeins 22 ára gamall, er einn mest spennandi ungi leikmaðurinn í NBA. Hann skoraði 15 stig, tók tólf fráköst og gaf ellefu stoðsendingar en fyrr á tímabilinu náði hann annarri þrennu þegar hann skoraði 21 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í sigri gegn Orlando Magic. Þessi magnaði framherji, sem getur einnig spilað sem bakvörður, spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Grikkland árið 2014 en hann verður væntanlega í liði Grikkja á EM 2017 á næsta ári þar sem það mætir strákunum okkar í íslenska landsliðinu. Liðin verða saman í riðli í Helsinki í Finnlandi.Hver á að stöðva þennan í Helsinki?vísir/gettyAlltaf að verða betri Antetokounmpo var valinn 15. í nýliðavalinu árið 2013 en hann steig fyrstu sporin í meistaraflokki með Filathlitikos í annarri deildinni í Grikklandi árið 2012. Hann er af nígerískum uppruna en foreldrar hans fluttust til Grikklands þegar hann var ungur. Strákurinn fékk ríkisborgararétt í maí 2009. Hann spilaði með Grikklandi á HM 2014 sem var han fyrsta stórmót en hann lét svo heldur betur vita af sér á EM 2015 þar sem hann hjálpaði gríska liðinu að fara taplaust í gegnum riðlakeppnina. Liðið komst í átta liða úrslit en tapaði fyrir verðandi Evrópumeisturum Spánar. Antetokounmpo var besti maður Grikklands í þeim leik þar sem hann skoraði fimmtán stig. Antetokounmpo er á sínu þriðja tímabili í NBA-deildinni en í fyrra var hann gerður að lykilmanni í liði Milwaukee. Hann byrjaði þá 71 leik fyrir Bucks og spilaði að meðaltali 31 mínútu í leik. Hann skoraði 12,7 s tig tók 6,7 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltaki í leik, Hann er núna að spila 35 mínútur í leik og er að skora að meðaltaki 17 stig auk þess sem hann tekur 7,7 fráköst og gefur 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í spilaranum hér að neðan má sjá Gríska fríkið fara hamförum gegn Portland í nótt og flottustu tilþrif Antetokounmpo frá því á síðustu leiktíð.
EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Handbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira