Myndi kljúfa Bretland í fjóra parta Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. desember 2016 07:15 Skjalakassar streymdu inn í byggingu Hæstaréttar Bretlands í London í gær, á fjórða og síðasta degi málflutnings fyrir dómstólnum um útgöngu úr Evrópusambandinu. Vísir/AFP „Brexit-kosningin klýfur Bretland. Hún klýfur það í fjóra parta,“ sagði Richard Gordon, lögmaður heimastjórnarinnar í Wales, í málflutningi sínum við Hæstarétt Bretlands í gær. Með því að ganga úr Evrópusambandinu sé breska stjórnin að brjóta gegn breskri stjórnskipun, sem gerir ráð fyrir heimastjórn í Wales, rétt eins og í Skotlandi og á Norður-Írlandi. Hún hafi engan rétt til þess. Gordon tók samt skýrt fram að hann ætlist alls ekki til þess að vilji kjósenda verði hunsaður. Stjórnin í Wales vilji hvorki tefja fyrir né koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Meirihluti kjósenda hafi verið því fylgjandi, þótt kjósendur í Wales, Skotlandi og á Norður-Írlandi hafi verið því andvígir. Breska stjórnin hafi vissulega völd til þess að gera samninga við önnur ríki og leggja niður slíka samninga. Hins vegar hafi ríkisstjórnin ekki völd til þess að víkja frá lögum sem breska þingið hefur samþykkt. Hann segir þetta svo einfalt að sex ára barn eigi auðveldlega að geta skilið. Hæstiréttur hefur nú í vikunni fjallað um það hvort breska ríkisstjórnin hafi rétt til þess að virkja útgönguákvæði Evrópusambandsins án aðkomu þjóðþingsins. Fjórði og síðasti dagur málflutnings fyrir dómstólnum var í gær, en ekki er búist við niðurstöðu fyrr en í janúar. Yfirréttur í London komst nýverið að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin verði að spyrja þingið áður en útgönguákvæðið er virkjað, en þeirri niðurstöðu var áfrýjað til Hæstaréttar. Deilan hefur fyrst og fremst snúist um það hvort útgangan, án aðkomu þingsins, myndi brjóta gegn lögum sem breska þingið samþykkti árið 1972 um aðildina að ESB. Breska stjórnin segir að þegar þingið samþykkti fyrr á þessu ári að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu, þá hafi þingið gert ráð fyrir því að stjórnin myndi framfylgja niðurstöðunni. Rúmlega helmingur Breta samþykkti útgönguna, en tæplega helmingur var á móti. Breska þingið lagði svo í gær blessun sína yfir tímaáætlun Theresu May forsætisráðherra, sem reiknar með að virkja útgönguákvæðið í mars á næsta ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
„Brexit-kosningin klýfur Bretland. Hún klýfur það í fjóra parta,“ sagði Richard Gordon, lögmaður heimastjórnarinnar í Wales, í málflutningi sínum við Hæstarétt Bretlands í gær. Með því að ganga úr Evrópusambandinu sé breska stjórnin að brjóta gegn breskri stjórnskipun, sem gerir ráð fyrir heimastjórn í Wales, rétt eins og í Skotlandi og á Norður-Írlandi. Hún hafi engan rétt til þess. Gordon tók samt skýrt fram að hann ætlist alls ekki til þess að vilji kjósenda verði hunsaður. Stjórnin í Wales vilji hvorki tefja fyrir né koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Meirihluti kjósenda hafi verið því fylgjandi, þótt kjósendur í Wales, Skotlandi og á Norður-Írlandi hafi verið því andvígir. Breska stjórnin hafi vissulega völd til þess að gera samninga við önnur ríki og leggja niður slíka samninga. Hins vegar hafi ríkisstjórnin ekki völd til þess að víkja frá lögum sem breska þingið hefur samþykkt. Hann segir þetta svo einfalt að sex ára barn eigi auðveldlega að geta skilið. Hæstiréttur hefur nú í vikunni fjallað um það hvort breska ríkisstjórnin hafi rétt til þess að virkja útgönguákvæði Evrópusambandsins án aðkomu þjóðþingsins. Fjórði og síðasti dagur málflutnings fyrir dómstólnum var í gær, en ekki er búist við niðurstöðu fyrr en í janúar. Yfirréttur í London komst nýverið að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin verði að spyrja þingið áður en útgönguákvæðið er virkjað, en þeirri niðurstöðu var áfrýjað til Hæstaréttar. Deilan hefur fyrst og fremst snúist um það hvort útgangan, án aðkomu þingsins, myndi brjóta gegn lögum sem breska þingið samþykkti árið 1972 um aðildina að ESB. Breska stjórnin segir að þegar þingið samþykkti fyrr á þessu ári að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu, þá hafi þingið gert ráð fyrir því að stjórnin myndi framfylgja niðurstöðunni. Rúmlega helmingur Breta samþykkti útgönguna, en tæplega helmingur var á móti. Breska þingið lagði svo í gær blessun sína yfir tímaáætlun Theresu May forsætisráðherra, sem reiknar með að virkja útgönguákvæðið í mars á næsta ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira