Hlakkar til að koma fram á Íslandi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 9. desember 2016 10:00 Thorsteinn mun syngja tvö lög á Jólagestum Björgvins í Höllinni á morgun. vísir/Ernir „Þetta kom allt til vegna þess að Sena hafði samband og bauð mér að syngja í Höllinni á Jólagestum Björgvins, það er heiður fyrir mig að fá að stíga á svið með svona flottum söngvurum eins og Björgvini Halldórssyni. Ég sagði bara strax já, og er virkilega spenntur að koma fram á Jólagestum Björgvins,“ segir Torsteinn Einarsson söngvari en hann mun koma fram með Jólagestum Björgvins sem troða upp í Höllinni á morgun. Thorsteinn mun syngja tvö lög á tónleikunum, annars vegar dúett með Friðriki Dór og hins vegar lagið sitt „Leya“ sem hefur nú þegar fengið yfir 800.000 spilanir á YouTube, ásamt því að hafa setið á topp 10 listanum í Austurríki í þrjár vikur. „Ég kem til með að syngja White Christmas, eða hvít jól ásamt Friðriki Dór, svo ætla ég líka að taka lag eftir mig sem heitir Leya, með strengjum og stóru bandi, ég hlakka mikið til,“ segir Thorsteinn. Þegar Thorsteinn var aðeins átján ára, hafnaði hann í fjórða sæti í austurrísku hæfileikakeppninni Die große Chance, keppnin er með sama hætti og hinir stórvinsælu þættir Got Talent, en þess má geta að sigurvegari Eurovision árið 2014, Conchita Wurst, tók þátt í keppninni á sínum tíma og lenti í sjötta sæti. „Það var mjög gaman að taka þátt í keppninni, ég fékk að syngja með þekktu og reynslumiklu fólki í Austurríki, þetta var mikil reynsla, og ég lærði mjög mikið,“ segir hann og bætir við að hann sé virkilega þakklátur fyrir það. En ertu orðinn frægur í Austurríki? „Ég finn fyrir því þegar ég er úti í búð að fólk vill taka myndir af mér og svoleiðis. Þetta er samt alls ekkert Michael Jackson-dæmi, en ég finn fyrir því að fólk þekkir mig,“ segir hann. Eftir frábært gengi í Die große Chance gerði Thorsteinn samning við Sony sem ætlar sér stóra hluti með hann í framtíðinni. „Það er virkilega gott að vinna með Sony, þeir eru orðnir mjög góðir vinir mínir, við vinnum mikið saman og þetta er eins og fjölskyldan mín. Þetta er virkilega skemmtilegt tækifæri, og ég fæ að búa til tónlist sem ég fíla sem er virkilega gott,“ segir hann. Thorsteinn hefur sungið mikið undanfarið en hann kom fram á Donauinselfest í júní þar sem hann söng fyrir mörg þúsund áhorfendur. „Það var frábær skemmtun að spila fyrir framan 40.000 manns, og allir gátu sungið með,“ segir hann og bætir við að þetta hafi verið einn besti dagur lífs hans. Nóg er um að vera fram undan hjá Thorsteini en hann mun fljúga beint til Austurríkis eftir tónleikana þar sem hann mun koma fram í jólaþætti þar í landi, með nýjustu smáskífuna sína, Swingset. „Það er mjög mikið að gera fram að jólum og svo er ég bara að fara á fullt í stúdíótökur, að búa til meiri tónlist,“ segir Thorsteinn, en hann ætlar að eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar í Salzburg þar sem hann býr. Jólafréttir Tónlist Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta kom allt til vegna þess að Sena hafði samband og bauð mér að syngja í Höllinni á Jólagestum Björgvins, það er heiður fyrir mig að fá að stíga á svið með svona flottum söngvurum eins og Björgvini Halldórssyni. Ég sagði bara strax já, og er virkilega spenntur að koma fram á Jólagestum Björgvins,“ segir Torsteinn Einarsson söngvari en hann mun koma fram með Jólagestum Björgvins sem troða upp í Höllinni á morgun. Thorsteinn mun syngja tvö lög á tónleikunum, annars vegar dúett með Friðriki Dór og hins vegar lagið sitt „Leya“ sem hefur nú þegar fengið yfir 800.000 spilanir á YouTube, ásamt því að hafa setið á topp 10 listanum í Austurríki í þrjár vikur. „Ég kem til með að syngja White Christmas, eða hvít jól ásamt Friðriki Dór, svo ætla ég líka að taka lag eftir mig sem heitir Leya, með strengjum og stóru bandi, ég hlakka mikið til,“ segir Thorsteinn. Þegar Thorsteinn var aðeins átján ára, hafnaði hann í fjórða sæti í austurrísku hæfileikakeppninni Die große Chance, keppnin er með sama hætti og hinir stórvinsælu þættir Got Talent, en þess má geta að sigurvegari Eurovision árið 2014, Conchita Wurst, tók þátt í keppninni á sínum tíma og lenti í sjötta sæti. „Það var mjög gaman að taka þátt í keppninni, ég fékk að syngja með þekktu og reynslumiklu fólki í Austurríki, þetta var mikil reynsla, og ég lærði mjög mikið,“ segir hann og bætir við að hann sé virkilega þakklátur fyrir það. En ertu orðinn frægur í Austurríki? „Ég finn fyrir því þegar ég er úti í búð að fólk vill taka myndir af mér og svoleiðis. Þetta er samt alls ekkert Michael Jackson-dæmi, en ég finn fyrir því að fólk þekkir mig,“ segir hann. Eftir frábært gengi í Die große Chance gerði Thorsteinn samning við Sony sem ætlar sér stóra hluti með hann í framtíðinni. „Það er virkilega gott að vinna með Sony, þeir eru orðnir mjög góðir vinir mínir, við vinnum mikið saman og þetta er eins og fjölskyldan mín. Þetta er virkilega skemmtilegt tækifæri, og ég fæ að búa til tónlist sem ég fíla sem er virkilega gott,“ segir hann. Thorsteinn hefur sungið mikið undanfarið en hann kom fram á Donauinselfest í júní þar sem hann söng fyrir mörg þúsund áhorfendur. „Það var frábær skemmtun að spila fyrir framan 40.000 manns, og allir gátu sungið með,“ segir hann og bætir við að þetta hafi verið einn besti dagur lífs hans. Nóg er um að vera fram undan hjá Thorsteini en hann mun fljúga beint til Austurríkis eftir tónleikana þar sem hann mun koma fram í jólaþætti þar í landi, með nýjustu smáskífuna sína, Swingset. „Það er mjög mikið að gera fram að jólum og svo er ég bara að fara á fullt í stúdíótökur, að búa til meiri tónlist,“ segir Thorsteinn, en hann ætlar að eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar í Salzburg þar sem hann býr.
Jólafréttir Tónlist Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira