Kenna flóttamönnum íslensku í frítíma sínum Sveinn Arnarsson skrifar 30. nóvember 2016 05:00 Vinátta hefur tekist á milli Joumanaa og Hrannar. Kennslan hefur stundum siglt í strand vegna tungumálaörðugleika en þeim skiptum fer ört fækkandi. Fréttablaðið/Auðunn Sjálfboðaliðar á Akureyri hafa síðasta mánuðinn kennt sýrlenskum flóttamönnum íslensku í frítíma sínum. Verkefnið hefur gengið vel að mati verkefnastjóra um móttöku flóttafólks hjá Rauða krossinum. Þetta tengi saman fólk af ólíkum uppruna og þétti tengslanet nýrra Akureyringa. „Þetta er frábær leið til að kynnast fólki og einnig finnst manni eins og maður sé að gera gagn,“ segir Hrönn Björgvinsdóttir, einn sjálfboðaliða Rauða krossins. Hún hefur í rúman mánuð kennt sýrlenskri konu íslensku með ágætum árangri. „Þau eru auðvitað í skóla á kvöldin þar sem þeim er kennd íslenska. Þetta er bara ofan á það nám,“ segir Hrönn og bætir við að þær hittist til skiptis heima hjá hvor annarri og spjalli fyrst um daginn og veginn áður en þær fari í íslenskuna. „Ég er í fæðingarorlofi og hún heimavinnandi. Mér finnst við hafa tengst vel og erum ágætis vinkonur í dag. Til þess er leikurinn kannski gerður,“ segir Hrönn.Ingibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri móttöku flóttafólks á AkureyriIngibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri um móttöku flóttafólks hjá Rauða krossinum í Eyjafirði, segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Rauði krossinn hafi ákveðið að auglýsa eftir sjálfboðaliðum þar sem áhugi flóttamannanna á aukakennslu í íslensku var töluverður. „Viðtökurnar voru mjög góðar og nú höfum við sjö sjálfboðaliða sem vilja kenna íslensku í frítíma sínum. Verkefnið hefur gengið vel og ný vinatengsl hafa myndast sem er mjög mikilvægt.“ Alls komu 26 sýrlenskir flóttamenn til Akureyrar í janúar á þessu ári. Að sögn Akureyrarbæjar hefur ágætlega gengið fyrir fólkið að aðlagast breyttu lífi. Líklegt þykir að í hópinn á nýju ári bætist fimm manna fjölskylda sem hefur verið á flótta í um fjögur ár. „Við reynum allavega að hafa þetta praktískt,“ segir Hrönn. „Við reynum að tala um það hversdagslega til að styrkja þann orðaforða. Þannig aðlagast vonandi fólkið betur og getur notað íslenskuna til að tjá sig.“ Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Sjálfboðaliðar á Akureyri hafa síðasta mánuðinn kennt sýrlenskum flóttamönnum íslensku í frítíma sínum. Verkefnið hefur gengið vel að mati verkefnastjóra um móttöku flóttafólks hjá Rauða krossinum. Þetta tengi saman fólk af ólíkum uppruna og þétti tengslanet nýrra Akureyringa. „Þetta er frábær leið til að kynnast fólki og einnig finnst manni eins og maður sé að gera gagn,“ segir Hrönn Björgvinsdóttir, einn sjálfboðaliða Rauða krossins. Hún hefur í rúman mánuð kennt sýrlenskri konu íslensku með ágætum árangri. „Þau eru auðvitað í skóla á kvöldin þar sem þeim er kennd íslenska. Þetta er bara ofan á það nám,“ segir Hrönn og bætir við að þær hittist til skiptis heima hjá hvor annarri og spjalli fyrst um daginn og veginn áður en þær fari í íslenskuna. „Ég er í fæðingarorlofi og hún heimavinnandi. Mér finnst við hafa tengst vel og erum ágætis vinkonur í dag. Til þess er leikurinn kannski gerður,“ segir Hrönn.Ingibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri móttöku flóttafólks á AkureyriIngibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri um móttöku flóttafólks hjá Rauða krossinum í Eyjafirði, segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Rauði krossinn hafi ákveðið að auglýsa eftir sjálfboðaliðum þar sem áhugi flóttamannanna á aukakennslu í íslensku var töluverður. „Viðtökurnar voru mjög góðar og nú höfum við sjö sjálfboðaliða sem vilja kenna íslensku í frítíma sínum. Verkefnið hefur gengið vel og ný vinatengsl hafa myndast sem er mjög mikilvægt.“ Alls komu 26 sýrlenskir flóttamenn til Akureyrar í janúar á þessu ári. Að sögn Akureyrarbæjar hefur ágætlega gengið fyrir fólkið að aðlagast breyttu lífi. Líklegt þykir að í hópinn á nýju ári bætist fimm manna fjölskylda sem hefur verið á flótta í um fjögur ár. „Við reynum allavega að hafa þetta praktískt,“ segir Hrönn. „Við reynum að tala um það hversdagslega til að styrkja þann orðaforða. Þannig aðlagast vonandi fólkið betur og getur notað íslenskuna til að tjá sig.“
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira