Spurs tapaði þá gegn Orlando á heimavelli. Spurs er búið að vinna 14 leiki í vetur og tapa fjórum. Þetta var sjöundi sigurleikur Orlando sem er búið að tapa ellefu leikjum.
Anthony Davis var í svakalegu formi gegn LA Lakers í nótt þar sem hann skoraði 41 stig og tók 16 fráköst í sigri sinna manna í New Orleans. Sjöundi sigurleikur þeirra en Lakers er búið að vinna níu leiki.
Meistarar Cleveland töpuðu svo óvænt gegn Milwaukee sem er með 50 prósent vinningshlutfall. Þetta var þriðji tapleikur Cleveland í vetur.
Úrslit:
Charlotte-Detroit 89-112
Brooklyn-LA Clippers 127-122
Milwaukee-Cleveland 118-101
New Orleans-LA Lakers 105-88
San Antonio-Orlando 83-95
Utah-Houston 120-101