Dýrt útvarpsviðtal fyrir Steve Kerr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2016 11:15 Steve Kerr mótmælir dómi. Vísir/Getty Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors í NBA-deildinni, fékk væna sekt frá NBA-deildinni í gær fyrir ummæli sín í útvarpsþætti í síðustu viku. NBA-deildin sektaði Kerr um 25 þúsund dollara eða um 2,9 milljónir íslenskra króna. Þetta var því afar dýrt útvarpsviðtal fyrir Steve Kerr. Steve Kerr gagnrýndi í þessu viðtali skrefadóma NBA-dómara eftir leik Golden State Warriors og Toronto Raptors. Umsjónarmenn þáttarins á KNBR 680 útvarpsstöðinni fengu Steve Kerr í heimsókn og þeir fóru að ræða skrefadóma í NBA-deildinni. Það kveikti í Steve Kerr sem nefndi ekki aðeins skref sem voru ekki dæmd á DeMar DeRozan, leikmann Toronto Raptor, í nýloknum leik við Golden State. Kerr gekk þó lengra en að benda á það. „Hvernig stendur á því að allir sjá þessi skref nema þessir þrír sem við borgum fyrir að dæma leikinn? Ég átta mig ekki á þessu, þetta er stórfurðulegt,“ sagði Steve Kerr í viðtalinu. Hann bauðst líka til að taka saman myndband með vandræðalegum skrefum sem leikmenn hafa komist upp með í NBA-deildinni. „Uppáhaldið mitt er þegar þú sérð leikmann í gestaliðinu skrefa og dómarana ekki dæma neitt þótt að það séu þúsund manns að gera skrefamerkið í stúkunni. Hvernig sáu allir þetta en ekki dómararnir?“ Hann hefði betur sleppt því en kannski munar hann ekki það mikið um þrjár milljónir enda vel launaður kappinn. Það fylgir þó sögunni að Golden State Warriors liðið vann þennan leik á móti Toronto Raptors 127-121. DeMar DeRozan tók greinilega fjögur skref áður en hann skoraði körfuna í leiknum. Það er enginn vafi á því en NBA-deildin var ekki sátt með gagnrýnina frá einum besta þjálfara NBA-deildarinnar.Steve Kerr alveg brjálaður út í dómarana.Vísir/Getty NBA Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Sjá meira
Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors í NBA-deildinni, fékk væna sekt frá NBA-deildinni í gær fyrir ummæli sín í útvarpsþætti í síðustu viku. NBA-deildin sektaði Kerr um 25 þúsund dollara eða um 2,9 milljónir íslenskra króna. Þetta var því afar dýrt útvarpsviðtal fyrir Steve Kerr. Steve Kerr gagnrýndi í þessu viðtali skrefadóma NBA-dómara eftir leik Golden State Warriors og Toronto Raptors. Umsjónarmenn þáttarins á KNBR 680 útvarpsstöðinni fengu Steve Kerr í heimsókn og þeir fóru að ræða skrefadóma í NBA-deildinni. Það kveikti í Steve Kerr sem nefndi ekki aðeins skref sem voru ekki dæmd á DeMar DeRozan, leikmann Toronto Raptor, í nýloknum leik við Golden State. Kerr gekk þó lengra en að benda á það. „Hvernig stendur á því að allir sjá þessi skref nema þessir þrír sem við borgum fyrir að dæma leikinn? Ég átta mig ekki á þessu, þetta er stórfurðulegt,“ sagði Steve Kerr í viðtalinu. Hann bauðst líka til að taka saman myndband með vandræðalegum skrefum sem leikmenn hafa komist upp með í NBA-deildinni. „Uppáhaldið mitt er þegar þú sérð leikmann í gestaliðinu skrefa og dómarana ekki dæma neitt þótt að það séu þúsund manns að gera skrefamerkið í stúkunni. Hvernig sáu allir þetta en ekki dómararnir?“ Hann hefði betur sleppt því en kannski munar hann ekki það mikið um þrjár milljónir enda vel launaður kappinn. Það fylgir þó sögunni að Golden State Warriors liðið vann þennan leik á móti Toronto Raptors 127-121. DeMar DeRozan tók greinilega fjögur skref áður en hann skoraði körfuna í leiknum. Það er enginn vafi á því en NBA-deildin var ekki sátt með gagnrýnina frá einum besta þjálfara NBA-deildarinnar.Steve Kerr alveg brjálaður út í dómarana.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum