Óttarr og Tálknafjarðar- heilkennið Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 22. nóvember 2016 07:00 Þegar við Logi voru litlir drengir á Bíldudal stóð okkur stuggur mikill af Tálknfirðingum. Aðallega vegna þess að þeir voru flestir rauðhærðir og freknóttir mjög. Óttuðumst við að draga dám af þeim með of miklu návígi. Við vorum ekki frá því að hafa einmitt fengið allnokkrar freknur eftir síðustu viðureign á Héraðsmótinu. Okkur til varnar má benda á að á þessum tíma var strumpabók ein æði vinsæl en hún fjallaði um svartan strump sem beit hina bláu í dindilinn með þeim afleiðingum að þeir urðu svartir og ljótir. Eins þótti okkur Tálknfirðingar ójafnaðarmenn miklir en þar sáum við ekki plankann í eigin augum því Bílddælingar voru engu blíðari. Um það getur blý eitt vitnað sem er enn undir holdi Loga eftir að bekkjarfélagi hans stakk hann á hol með skriffæri. Hefur hann æ síðan verið góður penni. Svo var það eitt héraðsmótið að við kynntumst Tálknfirðingunum og sáum að þeir voru gæðaskinn. Það voru okkur mikil vonbrigði. Héldum við að Tálknafjarðarheilkennið hefði þá sungið sitt síðasta en brá því illa þegar hálf þjóðin fór á hliðina vegna þess að Óttarr Proppé fór að leika við þá Engeyjarfrændur. Virtust menn óttast að sjá Óttar aldrei framar í grænu og gulu jakkafötunum, þar sem Bjarni hefði bitið hann í dindilinn með þeim afleiðingum að gamli pönkarinn færi eftir það stuttklipptur og smjörgreiddur um bæinn með peninginn í Panama og Hannes Hólmstein í hjarta stað. Engin ástæða reyndist til að óttast enda fær Óttarr hvorki né vill vera með í útvegsspilinu. En af þessu tilefni má geta þess að gott mótefni við Tálknafjarðarheilkenninu er að anda rólega og minnast þess að sagan af svarta strumpinum er uppspuni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun
Þegar við Logi voru litlir drengir á Bíldudal stóð okkur stuggur mikill af Tálknfirðingum. Aðallega vegna þess að þeir voru flestir rauðhærðir og freknóttir mjög. Óttuðumst við að draga dám af þeim með of miklu návígi. Við vorum ekki frá því að hafa einmitt fengið allnokkrar freknur eftir síðustu viðureign á Héraðsmótinu. Okkur til varnar má benda á að á þessum tíma var strumpabók ein æði vinsæl en hún fjallaði um svartan strump sem beit hina bláu í dindilinn með þeim afleiðingum að þeir urðu svartir og ljótir. Eins þótti okkur Tálknfirðingar ójafnaðarmenn miklir en þar sáum við ekki plankann í eigin augum því Bílddælingar voru engu blíðari. Um það getur blý eitt vitnað sem er enn undir holdi Loga eftir að bekkjarfélagi hans stakk hann á hol með skriffæri. Hefur hann æ síðan verið góður penni. Svo var það eitt héraðsmótið að við kynntumst Tálknfirðingunum og sáum að þeir voru gæðaskinn. Það voru okkur mikil vonbrigði. Héldum við að Tálknafjarðarheilkennið hefði þá sungið sitt síðasta en brá því illa þegar hálf þjóðin fór á hliðina vegna þess að Óttarr Proppé fór að leika við þá Engeyjarfrændur. Virtust menn óttast að sjá Óttar aldrei framar í grænu og gulu jakkafötunum, þar sem Bjarni hefði bitið hann í dindilinn með þeim afleiðingum að gamli pönkarinn færi eftir það stuttklipptur og smjörgreiddur um bæinn með peninginn í Panama og Hannes Hólmstein í hjarta stað. Engin ástæða reyndist til að óttast enda fær Óttarr hvorki né vill vera með í útvegsspilinu. En af þessu tilefni má geta þess að gott mótefni við Tálknafjarðarheilkenninu er að anda rólega og minnast þess að sagan af svarta strumpinum er uppspuni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.