Gunnhildur: Finnst við hafa náð að vinna vel úr þessu stóra tapi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 15:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins. Mynd/S2/Böddi Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er sannfærð um að hún og stelpurnar nái að hrista af sér tapið út í Slóvakíu á laugardaginn. „Við erum spenntar fyrir þessum leik. Við fengum skell á laugardaginn og erum staðráðnar í því að gera betur á morgun (í kvöld),“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir eftir æfingu íslenska liðsins í gær. Íslensku stelpurnar mæta Portúgal klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslenska liðið tapaði með 46 stigum út í Slóvakíu um helgina en hvað klikkaði í þeim leik? „Ég held bara að við höfum mætt liði sem er miklu miklu betra en við. Við áttum erfitt í sókninni. Þær eru stórar og það er sama hvað við við vorum að reyna á móti þeim inn í teig því það gekk ekki neitt að stoppa þær,“ sagði Gunnhildur. „Við hittum líka illa fyrir utan og töpuðum alltof mikið af boltum. Það gekk bara ekkert upp hjá okkur,“ sagði Gunnhildur. Framundna er úrslitaleikur um þriðja sætið í riðlinum á móti Portúgal. Fyrri leikurinn tapaðist úti en þá áttu íslensku stelpurnar ekki góðan leik. „Við erum bara spenntar og tilbúnar í verkefnið á morgun. Mér finnst við hafa náð að vinna vel úr þessu stóra tapi á laugardaginn,“ sagði Gunnhildur. Íslenska liðið hefur misst marga leikmenn frá því í Evrópukeppninni í fyrra og þar á meðal eru byrjunarliðsmenn eins og Helena Sverrisdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. Sú síðasta til að detta út var Pálína Gunnlaugsdóttir sem meiddist í leiknum á laugardaginn. „Okkur vantar marga góða leikmenn en í stað þeirra eru margir góðir leikmenn að koma inn. Það tekur tíma fyrir okkur að spila okkur saman og læra á hverja aðra. Slóvakarnir voru líka með betra lið núna en í fyrra en fyrir mér er þessi leikur á móti Slóvakíu bara búinn,“ sagði Gunnhildur. „Við förum inn í leikinn til að vinna,“ sagði Gunnhildur og það gerðu þær í síðasta leik á móti Ungverjum í febrúar. „Ætlum við horfum ekki bara á hann í kvöld,“ segir Gunnhildur hlæjandi. „Ungverjaleikurinn var einstakur og þetta var þvílíkur sigur og góður leikur. Ég vona bara að við náum að rífa upp stemmninguna á morgun (í dag) og fylla höllina,“ sagði Gunnhildur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22 Afmælisbarnið Sigrún: Erum með marga flotta karaktera í liðinu Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta á afmælisdaginn sinn. 23. nóvember 2016 13:00 Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er sannfærð um að hún og stelpurnar nái að hrista af sér tapið út í Slóvakíu á laugardaginn. „Við erum spenntar fyrir þessum leik. Við fengum skell á laugardaginn og erum staðráðnar í því að gera betur á morgun (í kvöld),“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir eftir æfingu íslenska liðsins í gær. Íslensku stelpurnar mæta Portúgal klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslenska liðið tapaði með 46 stigum út í Slóvakíu um helgina en hvað klikkaði í þeim leik? „Ég held bara að við höfum mætt liði sem er miklu miklu betra en við. Við áttum erfitt í sókninni. Þær eru stórar og það er sama hvað við við vorum að reyna á móti þeim inn í teig því það gekk ekki neitt að stoppa þær,“ sagði Gunnhildur. „Við hittum líka illa fyrir utan og töpuðum alltof mikið af boltum. Það gekk bara ekkert upp hjá okkur,“ sagði Gunnhildur. Framundna er úrslitaleikur um þriðja sætið í riðlinum á móti Portúgal. Fyrri leikurinn tapaðist úti en þá áttu íslensku stelpurnar ekki góðan leik. „Við erum bara spenntar og tilbúnar í verkefnið á morgun. Mér finnst við hafa náð að vinna vel úr þessu stóra tapi á laugardaginn,“ sagði Gunnhildur. Íslenska liðið hefur misst marga leikmenn frá því í Evrópukeppninni í fyrra og þar á meðal eru byrjunarliðsmenn eins og Helena Sverrisdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. Sú síðasta til að detta út var Pálína Gunnlaugsdóttir sem meiddist í leiknum á laugardaginn. „Okkur vantar marga góða leikmenn en í stað þeirra eru margir góðir leikmenn að koma inn. Það tekur tíma fyrir okkur að spila okkur saman og læra á hverja aðra. Slóvakarnir voru líka með betra lið núna en í fyrra en fyrir mér er þessi leikur á móti Slóvakíu bara búinn,“ sagði Gunnhildur. „Við förum inn í leikinn til að vinna,“ sagði Gunnhildur og það gerðu þær í síðasta leik á móti Ungverjum í febrúar. „Ætlum við horfum ekki bara á hann í kvöld,“ segir Gunnhildur hlæjandi. „Ungverjaleikurinn var einstakur og þetta var þvílíkur sigur og góður leikur. Ég vona bara að við náum að rífa upp stemmninguna á morgun (í dag) og fylla höllina,“ sagði Gunnhildur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22 Afmælisbarnið Sigrún: Erum með marga flotta karaktera í liðinu Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta á afmælisdaginn sinn. 23. nóvember 2016 13:00 Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22
Afmælisbarnið Sigrún: Erum með marga flotta karaktera í liðinu Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta á afmælisdaginn sinn. 23. nóvember 2016 13:00
Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30