Píratar um viðræðuslitin: „Mikil vonbrigði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2016 18:00 Stjórnarmyndunarviðræðum formanna fimm flokka verður framhaldið á Alþingi í dag. vísir/stefán Píratar segja það „mikil vonbriði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri til að mynda frjálslynda umbótastjórn,“ eftir að upp úr slitnaði í viðræðum á milli VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Pírata fyrir stundu. Í yfirlýsingu frá Pírötum segir að flokkurinn hafi tekið þátt í viðræðunum af fullum heilindum. Þar segir jafnframt að ekkert af áherslumálum Pírata hafi staðið í vegi fyrir stjórnarmyndun. „Ferli fyrir innleiðingu nýrrar stjórnarskrár var vel tekið. Réttlát dreifing á arði af auðlindum var vel hægt að ná samstöðu um. Enginn hefur sett sig á móti endurreisn heilbrigðisþjónustu, eflingu aðkomu almennings að ákvörðunartöku, að tækla spillingu og því að endurvekja traust á Alþingi. Ekkert af þessum áherslumálum Pírata stóð í vegi fyrir stjórnarmyndun.“ Þá hrósa Píratar Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, fyrir verkstjórn sína í viðræðum. Segja Píratar að vinna viðstjórnarmyndun haldu áfram og traust þeirra á þekkingu og innsæi forseta Íslands til að taka næstu skrefa sé mikið.Yfirlýsing þingflokks Pírata í heild sinni„Píratar hafa af fullum heilindum og samstarfsvilja tekið þátt í stjórnarmyndunarviðræðum. Það eru mikil vonbriði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri til að mynda frjálslynda umbótastjórn.Stefnumálum Pirata var fyrir kosningar skipt upp í áherslumál og framtíðarsýn, ásamt því að málefni sem kosið er um og tilheyrandi greinargerðir eru aðgengilegar almenningi. Það er ánægjulegt að okkur hafi tekist að vinna að málamiðlunum án þess að þurfa að gefa afslátt af áherslumálum Pírata.Tilraunir til að þyrla upp ryki og skapa óvissu um stefnumál sem ekki voru sett á oddinn fyrir kosningar hafa verið áhugaverðar, en það var aldrei ætlun Pírata að láta stefnumál byggð á ákvæðum nýrrar stjórnarskrár koma í veg fyrir samstarf við aðra flokka í stjórnarmyndun.Ferli fyrir innleiðingu nýrrar stjórnarskrár var vel tekið. Réttlát dreifing á arði af auðlindum var vel hægt að ná samstöðu um. Enginn hefur sett sig á móti endurreisn heilbrigðisþjónustu, eflingu aðkomu almennings að ákvörðunartöku, að tækla spillingu og því að endurvekja traust á Alþingi. Ekkert af þessum áherslumálum Pírata stóð í vegi fyrir stjórnarmyndun. Þetta er sérlega ánægjulegt í ljósi þess að niðurstöður kosninga hafa verið túlkaðar sem ákall um breiða samstöðu og samstarfsvilja þvert á hið pólitíska landslag.Verkstjórn Katrínar Jakobsdóttur í þessari vinnu hefur verið til fyrirmyndar og vilja Píratar koma á framfæri þakklæti fyrir gott samtarf.Vinnan við stjórnarmyndun heldur áfram og traust okkar er mikið á þekkingu og innsæi forseta Íslands til að taka næstu skref.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Sjá meira
Píratar segja það „mikil vonbriði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri til að mynda frjálslynda umbótastjórn,“ eftir að upp úr slitnaði í viðræðum á milli VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Pírata fyrir stundu. Í yfirlýsingu frá Pírötum segir að flokkurinn hafi tekið þátt í viðræðunum af fullum heilindum. Þar segir jafnframt að ekkert af áherslumálum Pírata hafi staðið í vegi fyrir stjórnarmyndun. „Ferli fyrir innleiðingu nýrrar stjórnarskrár var vel tekið. Réttlát dreifing á arði af auðlindum var vel hægt að ná samstöðu um. Enginn hefur sett sig á móti endurreisn heilbrigðisþjónustu, eflingu aðkomu almennings að ákvörðunartöku, að tækla spillingu og því að endurvekja traust á Alþingi. Ekkert af þessum áherslumálum Pírata stóð í vegi fyrir stjórnarmyndun.“ Þá hrósa Píratar Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, fyrir verkstjórn sína í viðræðum. Segja Píratar að vinna viðstjórnarmyndun haldu áfram og traust þeirra á þekkingu og innsæi forseta Íslands til að taka næstu skrefa sé mikið.Yfirlýsing þingflokks Pírata í heild sinni„Píratar hafa af fullum heilindum og samstarfsvilja tekið þátt í stjórnarmyndunarviðræðum. Það eru mikil vonbriði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri til að mynda frjálslynda umbótastjórn.Stefnumálum Pirata var fyrir kosningar skipt upp í áherslumál og framtíðarsýn, ásamt því að málefni sem kosið er um og tilheyrandi greinargerðir eru aðgengilegar almenningi. Það er ánægjulegt að okkur hafi tekist að vinna að málamiðlunum án þess að þurfa að gefa afslátt af áherslumálum Pírata.Tilraunir til að þyrla upp ryki og skapa óvissu um stefnumál sem ekki voru sett á oddinn fyrir kosningar hafa verið áhugaverðar, en það var aldrei ætlun Pírata að láta stefnumál byggð á ákvæðum nýrrar stjórnarskrár koma í veg fyrir samstarf við aðra flokka í stjórnarmyndun.Ferli fyrir innleiðingu nýrrar stjórnarskrár var vel tekið. Réttlát dreifing á arði af auðlindum var vel hægt að ná samstöðu um. Enginn hefur sett sig á móti endurreisn heilbrigðisþjónustu, eflingu aðkomu almennings að ákvörðunartöku, að tækla spillingu og því að endurvekja traust á Alþingi. Ekkert af þessum áherslumálum Pírata stóð í vegi fyrir stjórnarmyndun. Þetta er sérlega ánægjulegt í ljósi þess að niðurstöður kosninga hafa verið túlkaðar sem ákall um breiða samstöðu og samstarfsvilja þvert á hið pólitíska landslag.Verkstjórn Katrínar Jakobsdóttur í þessari vinnu hefur verið til fyrirmyndar og vilja Píratar koma á framfæri þakklæti fyrir gott samtarf.Vinnan við stjórnarmyndun heldur áfram og traust okkar er mikið á þekkingu og innsæi forseta Íslands til að taka næstu skref.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Sjá meira
Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41